Foster endurgerir Kona fer í stríð

Jodie Foster segir kvikmyndina hafa gagntekið sig.
Jodie Foster segir kvikmyndina hafa gagntekið sig. AFP

Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð. Þetta kemur fram á vef Deadline.

Þar segir að Foster muni fara með hlutverk Höllu, en Halldóra Geirharðsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir túlkun sína á baráttukonunni.

Foster segir kvikmyndina hafa gagntekið sig og að hún hlakki til að endurgera þessa áhrifamiklu mynd. „Persóna Höllu er stríðsmaður jarðarinnar, sterk kona sem fórnar öllu til að gera hið rétta.“

Endurgerðin mun bera heitið Woman at War, og af Facebook-færslu Benedikts Erlingssonar, leikstjóra kvikmyndarinnar, að dæma eru þau Halldóra himinlifandi með það að Foster hafi ákveðið að endurgera kvikmyndina. „Mér finnst satt að segja enginn betur til þess fallinn en Jodie Foster að leika fjallkonuna Höllu hennar Halldóru. Ég get tekið hattinn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyrir,“ skrifar Benedikt.

Halldóra Geirharðsdóttir hefur hlotið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.
Halldóra Geirharðsdóttir hefur hlotið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert