Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Veðrið var heldur leiðinlegt síðdegis og fram á kvöld á …
Veðrið var heldur leiðinlegt síðdegis og fram á kvöld á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Hari

Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er um eitt eða tvö verkefni að ræða á hverjum stað þar sem þakplötur eða eitthvað lauslegt hefur fokið.

Alls hafa um 40 björgunarmenn verið að störfum en veðrið virðist vera að ganga niður á áðurnefndum stöðum og má því reikna með að björgunarsveitarfólk haldi til síns heima á næstu klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert