Saksóknari fái 32 milljónir á fjáraukalögum

Kostnaður ríkissjóðs vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins við Hæstarétt var …
Kostnaður ríkissjóðs vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins við Hæstarétt var 32,1 milljón króna. mbl.is/​Hari

Ríkisstjórnin biður í fjáraukalögum um heimild til þess að hækka áætluð útgjöld til dómsmála um 9,3 milljónir króna í fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við settan saksóknara og aðstoðarmanns í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, en heildarkostnaður var 32,1 milljón króna.

Þessi aukni kostnaður er rakinn til þess að tafir urðu á fyrirtöku málsins í Hæstarétti. Gert er ráð fyrir því að 22,8 milljónir af heildarkostnaði málsins verði fjármagnaðar með jákvæðum höfuðstól annarra kostnaðarliða ríkisins.

Settur saksóknari var Davíð Þór Björgvinsson, rannsóknarprófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

mbl.is