Taka stöðuna í lok vikunnar

Samningamálin gætu tekið nýja stefnu í vikunni.
Samningamálin gætu tekið nýja stefnu í vikunni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Starfsgreinasambandið og VR halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins í vikunni. Staða viðræðna verður gerð upp í vikulok hjá hvorum tveggja samtökum.

Í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að ákveði Starfsgreinasambandið að vísa verkstjórn samninganna til ríkissáttasemjara muni VR að öllum líkindum gera það einnig á fundi næstkomandi föstudag.

VR fundar með samningamönnum SA á morgun og Starfsgreinasambandið á fimmtudag. Þá er fundað stíft í húsnæðismálahópi sem ríkisstjórnin setti á fót. Ragnar Þór býst við löngum fundi með SA á morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að allt verði undir á fundi með SA á fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert