TR skili búsetuskerðingum

Álit umboðsmanns lýtur að túlkun TR á ákvæðum almannatrygginga.
Álit umboðsmanns lýtur að túlkun TR á ákvæðum almannatrygginga. mbl.is/Ófeigur

Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins (TR) að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu, og þar segir jafnframt að stjórnvöld muni taka mið af áliti umboðsmanns í framtíðinni, auk þess sem farið verði yfir fyrri ákvarðanir í þessum málum.

Ítarlega er fjallað um málið á vef Öryrkjabandalags Íslands, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í september eftir minnisblaði frá velferðarráðuneytinu um efni álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 8955/2016.

Álit umboðsmanns lýtur að túlkun TR á ákvæðum almannatrygginga sem snúa að ákvörðunum og áhrifum búsetutíma umsækjenda um örorkulífeyri á rétt viðkomandi til örorkulífeyris þegar umsækjandi hefur verið búsettur í einhverju aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Að mati ÖBÍ er um góðar fréttir að ræða, enda hafi fjöldi fólks orðið fyrir alvarlegum skerðingum á framfærslu sinni vegna túlkunar og framkvæmdar TR í þessum málum. Ekki hefur komið fram um hve háar upphæðir er að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert