Amber situr kyrrt á sandbotni

Flutningaskipið Amber á strandstað í Hornafirði.
Flutningaskipið Amber á strandstað í Hornafirði.

Ekki tókst að ná hollenska saltflutningaskipinu Amber á flot í gærmorgun og ekki var talið raunhæft að reyna að draga það á flóðinu í gærkvöldi. Skipið strandaði á sandrifi í innsiglingunni til Hornafjarðarhafnar að morgni sunnudags og situr þar fast.

Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, sagði í gærkvöldi að skipinu væri engin hætta búin. Það sæti á flötum sandbotni og haggaðist ekki.

Í gærmorgun var reynt að ná skipinu út með tveimur dráttarbátum en það gekk ekki. Vignir segir að ekki hafi verið næg flóðhæð til þess.

Í Morgunblaðinu í dag segir hann ekki víst hvenær hægt verði að ná skipinu út enda fer straumur minnkandi. Hafnarstarfsmenn munu fara á staðinn á Birni lóðs árdegis í dag og meta aðstæður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert