Mátti ekki synja fólki um greiðsluþátttöku

Í málinu höfðu stjórnvöld túlkað umrædda reglugerð með þeim hætti ...
Í málinu höfðu stjórnvöld túlkað umrædda reglugerð með þeim hætti að þeir sem byggju í íbúð á vegum sveitarfélaga gætu ekki fengið styrk til að kaupa neyðarhnapp. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki má synja fólki um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna öryggiskallkerfis, á þeim forsendum einum að viðkomandi leigi íbúð af sveitarfélagi. Túlkun stjórnvalda þess efnis á reglugerð var ekki í samræmi við lög að áliti umboðsmanns.

Þetta kemur fram í nýju áliti umboðsmanns Alþingis.

Fram kemur að umboðsmaður hafi tekið málið til athugunar eftir að kvörtun barst frá einstaklingi sem leigði íbúð af sveitarfélagi og hafði verið synjað um greiðsluþátttöku vegna neyðarhnapps af hálfu sjúkratrygginga og sú ákvörðun staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála.

Stjórnvöld töldu að viðkomandi gætu ekki fengið styrk

Í málinu höfðu stjórnvöld túlkað umrædda reglugerð með þeim hætti að þeir sem byggju í íbúð á vegum sveitarfélaga gætu ekki fengið styrk til að kaupa neyðarhnapp, jafnvel þótt þar væri ekki veitt þjónusta eða önnur aðstoð sem kæmi í sama stað.

Umboðsmaður benti á að þeir sem byggju í slíku húsnæði væru að lögum almennt í sambærilegri stöðu og þeir sem héldu einkaheimili í öðrum leigu- og eignaríbúðum að því er varðaði það skilyrði laganna að hjálpartækið væri nauðsynlegt.

Af jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar leiddi að ef gera ætti mun á réttindum og skyldum fólks yrði það að byggjast á lögum og málefnalegum sjónarmiðum. Ekki yrði séð að slíkt hefði átt við í þessu tilfelli, að því er segir í álitinu. 

Úrskurður úrskuðarnefndar ekki í samræmi við lög

Umboðsmaður taldi ekki fullnægjandi lagagrundvöll fyrir þeirri forsendu stjórnvalda að ráðherra væri heimilt í reglugerð að útiloka sjúkratryggða einstaklinga með þessum hætti alfarið frá greiðsluþátttöku vegna neyðarhnapps. Úrskurður úrskurðarnefndarinnar hefði því ekki verið í samræmi við lög.

Jafnframt taldi umboðsmaður að meinbugir væru á reglugerðarákvæðinu, að því marki sem kveðið væri á um að greiðsluþátttaka ætti ekki við um íbúðir á vegum sveitarfélaga óháð því hvort þær væru búnar tækni sem kæmi í stað neyðarhnapps eða íbúinn ætti kost á slíkri þjónustu af hálfu sveitarfélagsins.

Nefndin taki málið til nýrrar meðferðar

Beindi umboðsmaður þeim tilmælum til nefndarinnar að taka málið til nýrrar meðferðar, kæmi fram beiðni þess efnis frá viðkomandi, og að meðferð þess yrði þá hagað í samræmi við álitið. Þá mæltist umboðsmaður til þess að ráðherra heilbrigðismála og sjúkratryggingastofnun tækju til endurskoðunar mál þeirra sem væru í sambærilegri stöðu.

Enn fremur að umrædd stjórnvöld tækju framvegis í störfum sínum mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.

Álit umboðsmanns

mbl.is

Innlent »

Ekkert með lífskjarasamning að gera

10:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtalækkun Seðlabankans, sem kynnt var nú í morgun, eigi ekki að koma á óvart. Helstu tíðindi væru þau að lækkunin hafi ekki verið meiri en raun bar vitni. Meira »

Töluvert um umferðarlagabrot á Suðurnesjum

10:14 Allmörg umferðarlagabrot hafa komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður sem var stöðvaður í hraðakstri var jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Mikil aðsókn í tölvuleikjanám

10:12 Alls bárust 92 umsóknir í nýja námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð hjá Keili. „Það má segja að aðsóknin sé framar væntingum þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem þetta nám er í boði,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Meira »

Kastaðist sjö metra af mótorhjóli

09:33 Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi um helgina eftir mótorhjólaslys.   Meira »

Meirihlutinn telur sig búa við öryggi

08:34 Fólk á leigumarkaði telur sig ekki jafn öruggt á húsnæðismarkaði og þeir sem búa í eigin húsnæði en heilt yfir virðist húsnæðisöryggi vera nokkuð mikið á Íslandi en 85% landsmanna telja sig búa við það. Meira »

Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

08:18 Aukning hefur orðið á varpi skúms á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafellssýslu á meðan töluverð fækkun hefur orðið á varpi á Breiðamerkursandi. Þetta staðfestir dr. Meira »

„Vildum óska að hún hefði aldrei komið“

07:57 Listaverkið „Orbis et Globus“, átta tonna steinkúla sem hefur verið kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey síðan haustið 2017 hefur verið milli tannanna á fólki í bænum frá því hún var færð á eyjuna. Meira »

Færri bóka ferðir á síðustu stundu

07:37 Sólskinsveðrið í júní hefur áhrif á sölu sumarferða og hafa færri bókað ferðir til sólarlanda á síðustu stundu í ár en í fyrra, að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns Úrvals-Útsýnar. Hún segir þó að salan á sólarlandaferðum hafi verið mjög góð í sumar og ívið betri en í fyrra. Meira »

Fer í 22 stiga hita

07:01 Spáð er björtu og hlýju veðri á austanverðu landinu í dag og fer hitinn hæst í 22 gráður. Aftur á móti er dálítil væta vestan til og bætir í úrkomu þar í kvöld. Meira »

Handteknar með fíkniefni og þýfi

06:09 Tvær ungar konur voru handteknar á fimmta tímanum í nótt í Breiðholti fyrir að fara inn í bifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þær í annarlegu ástandi með fíkniefni og þýfi meðferðis. Þær eru báðar vistaðar í fangageymslum lögreglunnar. Meira »

Forsætisnefnd sammála siðanefnd

05:54 Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Stjórn LV svarar FME í dag

05:30 Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) vinnur að því að svara fyrirspurnum Fjármálaeftirlitsins (FME) varðandi útskiptingu VR á sínum fjórum stjórnarmönnum. Frestur til að svara erindinu rennur út á hádegi í dag og segir Ólafur Reimar Gunnarsson, formaður stjórnar LV, að svarið verði sent tímanlega fyrir þann tíma. Meira »

Reyna aftur við Belgíu

05:30 Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísafirði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin í brotajárn, þurftu að snúa við í fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni. Meira »

Hlutfall reiðufjár sjaldan hærra

05:30 Hlutfall reiðufjár í umferð á Íslandi var í fyrra um 2,3 prósent af landsframleiðslu. Það er næstum sama hlutfall og árið 2017 og það annað hæsta á Íslandi frá árinu 1973. Meira »

Funda stíft með risunum

05:30 Forsvarsmenn Icelandair Group stefna að því að ljúka viðræðum við Airbus og Boeing um framtíðarskipan flugvélaflota félagsins fyrir lok septembermánaðar. Samninganefndir frá flugrisunum tveimur hafa átt allnokkra fundi með lykilstarfsmönnum Icelandair hér á landi á undanförnum vikum. Meira »

Andlát: Ásgeir Pétursson sýslumaður og bæjarfógeti

05:30 Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og bæjarfógeti í Kópavogi, lést 24. júní sl. á 98. aldursári. Meira »

Ósk um úttekt sofnaði í nefnd

05:30 Tillaga til þingsályktunar um að flýta óháðri úttekt á Landeyjahöfn, sem allir þingmenn Suðurkjöræmis fluttu, fékk ekki afgreiðslu fyrir þingfrestun. Tillagan var lögð fram á Alþingi í maí sl. Tillögunni var vísað til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, þar sem hún sofnaði svefninum langa. Meira »

Hægir á rennsli í miðlunarlónin

05:30 Vorleysingar á vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar á hálendinu komu snemma í ár. Seinni hluta aprílmánaðar hækkaði talsvert í miðlunarlónum og var staðan þá með allra besta móti. Meira »

Ráðist verður í frekari hagræðingu

05:30 Nýr forstjóri Íslandspósts segir að stjórnendur einbeiti sér að því að taka til í rekstri fyrirtækisins, ekki síst yfirbyggingu. Birgir Jónsson segir að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi upplifað skerta þjónustu og allar aðrar leiðir verði reyndar áður en farið verði frekar út á þá braut. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Gistihús / hótel óskast, leiga / kaupleiga
Óska eftir að leigja / kaupleigja gistihús / hótel. Staðsetning skiptir ekki öl...
Óska eftir íbúð til leigu.
Óska eftir lítilli íbúð til leigu (25fm+) allt frá stúdíó til 2 herbergja íbúð. ...