Mátti ekki synja fólki um greiðsluþátttöku

Í málinu höfðu stjórnvöld túlkað umrædda reglugerð með þeim hætti ...
Í málinu höfðu stjórnvöld túlkað umrædda reglugerð með þeim hætti að þeir sem byggju í íbúð á vegum sveitarfélaga gætu ekki fengið styrk til að kaupa neyðarhnapp. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki má synja fólki um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna öryggiskallkerfis, á þeim forsendum einum að viðkomandi leigi íbúð af sveitarfélagi. Túlkun stjórnvalda þess efnis á reglugerð var ekki í samræmi við lög að áliti umboðsmanns.

Þetta kemur fram í nýju áliti umboðsmanns Alþingis.

Fram kemur að umboðsmaður hafi tekið málið til athugunar eftir að kvörtun barst frá einstaklingi sem leigði íbúð af sveitarfélagi og hafði verið synjað um greiðsluþátttöku vegna neyðarhnapps af hálfu sjúkratrygginga og sú ákvörðun staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála.

Stjórnvöld töldu að viðkomandi gætu ekki fengið styrk

Í málinu höfðu stjórnvöld túlkað umrædda reglugerð með þeim hætti að þeir sem byggju í íbúð á vegum sveitarfélaga gætu ekki fengið styrk til að kaupa neyðarhnapp, jafnvel þótt þar væri ekki veitt þjónusta eða önnur aðstoð sem kæmi í sama stað.

Umboðsmaður benti á að þeir sem byggju í slíku húsnæði væru að lögum almennt í sambærilegri stöðu og þeir sem héldu einkaheimili í öðrum leigu- og eignaríbúðum að því er varðaði það skilyrði laganna að hjálpartækið væri nauðsynlegt.

Af jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar leiddi að ef gera ætti mun á réttindum og skyldum fólks yrði það að byggjast á lögum og málefnalegum sjónarmiðum. Ekki yrði séð að slíkt hefði átt við í þessu tilfelli, að því er segir í álitinu. 

Úrskurður úrskuðarnefndar ekki í samræmi við lög

Umboðsmaður taldi ekki fullnægjandi lagagrundvöll fyrir þeirri forsendu stjórnvalda að ráðherra væri heimilt í reglugerð að útiloka sjúkratryggða einstaklinga með þessum hætti alfarið frá greiðsluþátttöku vegna neyðarhnapps. Úrskurður úrskurðarnefndarinnar hefði því ekki verið í samræmi við lög.

Jafnframt taldi umboðsmaður að meinbugir væru á reglugerðarákvæðinu, að því marki sem kveðið væri á um að greiðsluþátttaka ætti ekki við um íbúðir á vegum sveitarfélaga óháð því hvort þær væru búnar tækni sem kæmi í stað neyðarhnapps eða íbúinn ætti kost á slíkri þjónustu af hálfu sveitarfélagsins.

Nefndin taki málið til nýrrar meðferðar

Beindi umboðsmaður þeim tilmælum til nefndarinnar að taka málið til nýrrar meðferðar, kæmi fram beiðni þess efnis frá viðkomandi, og að meðferð þess yrði þá hagað í samræmi við álitið. Þá mæltist umboðsmaður til þess að ráðherra heilbrigðismála og sjúkratryggingastofnun tækju til endurskoðunar mál þeirra sem væru í sambærilegri stöðu.

Enn fremur að umrædd stjórnvöld tækju framvegis í störfum sínum mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.

Álit umboðsmanns

mbl.is

Innlent »

Opnað fyrir umferð á ný

22:38 Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um Kjalarnes, en lokað var fyrir umferð þar vegna lélegs skyggnis og slæmrar færðar. Þá fóru tvær rútur út af veginum á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga fyrr í kvöld. Enn er þó krapi á veginum og búast má við hálku, en mjög hált var þar fyrr í kvöld. Meira »

„Fólk er hérna fjúkandi af reiði“

21:41 Löng röð hefur myndast við vegalokun á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Þingvallavegar. Fólk í röðinni er mjög pirrað á lokuninni á veginum um Kjalarnes en vonskuveðrið áðan virðist liðið hjá. Meira »

Einhverjir með eymsli en öðrum brugðið

21:26 Aðgerðum viðbragðsaðila vegna rútuslysanna á Kjalarnesi er lokið og síðustu farþegarnir eru nú farnir úr fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Fékk fólkið þar teppi og heitt te eða kaffi auk þess sem viðbragðssveit Landspítalans kom til að kanna hvort einhverjir þyrftu frekari aðstoð. Meira »

Fór mun betur en á horfðist

19:27 Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum vegna tilkynningar um snjóflóð í Tindafjöllum. Þar var staddur um 20 manna hópur úr björgunarsveitinni Ársæli sem var í fjallamennskunámskeiði og lentu tveir björgunarsveitarmenn í flóðinu en hvorugur slasaðist. Meira »

Vegum lokað – ekkert ferðaveður

19:21 Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.00. Meira »

Tvær rútur lentu utan vegar

19:04 Tvær rút­ur hafa farið út af veg­in­um á Kjal­ar­nesi síðustu klukku­stund­ina. Búið er að loka veg­in­um um Kjal­ar­nes en ekk­ert ferðaveður er á þeim slóðum. Meira »

Vísað frá borði að beiðni yfirvalda

18:15 Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli þurftu að vísa farþega frá borði úr flugvél WOW air sem átti að fljúga til Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 16:00 í dag. Var það vegna beiðni flugfélagsins eftir að bandarísk yfirvöld höfðu samband og létu vita af því að farþeginn hefði ekki heimild til að koma til Bandaríkjanna. Meira »

Tölva Hauks á leið til landsins

17:24 Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látið lífið í Afrin-héraði í Sýrlandi í fyrra, greinir frá því á vefsíðu sinni að tölva Hauks sé komin til Evrópu fyrir tilstilli Ögmundar Jónassonar. Hún reiknar með því að tölvan komi til Íslands fljótlega. Meira »

Ekið aftan á lögreglubíl á vettvangi

16:57 Ekið var á lögreglubíl á vettvangi slyss á Strandarheiði á Reykjanesbraut í morgun en mikil hálka var á svæðinu. Lögregla biðlar til ökumanna að sýna tillitssemi á slysstöðum og draga úr hraðanum til að koma í veg fyrir frekari slys. Meira »

Kannabisolíu blandað saman við veip-vökva

16:20 Lögreglan á Suðurnesjum fann meint fíkniefni, lyf og stera í húsleit í umdæminu sem gerð var nýverið að fenginni heimild. Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og -sala með þeim hætti að kannabisolíu væri blandað saman við veip-vökva og hann seldur í ágóðaskyni. Meira »

Unglingar á hálum ís

15:57 Lögreglan á Vestfjörðum hafði í dag afskipti af unglingum við leik á ísilögðum Pollinum í Skutulsfirði. Henni þykir rétt að minna á hættuna sem getur skapast við leik á hafís. Meira »

Klósettferðin á BSÍ kostar 200 krónur

14:25 Gjaldtaka hófst í vikunni fyrir notkun salernisaðstöðu á BSÍ. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í haust og að tilgangurinn sé fyrst og fremst að tryggja hreinlæti. 200 krónur kostar að fara á salernið en frítt er fyrir börn. Meira »

Borðum okkur ekki í gröfina!

13:56 „Það fjalla mjög margir þættir í sjónvarpi um lífsstíl og við liggur að hugtakið sé komið með óorð á sig. Þess vegna langaði mig að koma úr annarri átt og niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á að þetta væri vísindaleg nálgun án þess þó að hljóma eins og Sigurður H. Richter.“ Meira »

„Auðvitað kvikna viðvörunarljós“

11:59 „Rauð ljós kvikna út um allt, eðlilega,“ segir Gunn­ar Hrafn Birg­is­son, doktor í klín­ískri sál­fræði, um bréfaskrif Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til Guðrún­ar Harðardótt­ur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Meira »

Slagsmál í BT opnuðu augun

11:55 Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. Meira »

Hægt að skella sér á skíði

11:53 Skíðasvæðin á Dalvík, Oddskarði og Siglufirði eru opin í dag en lokað í Hlíðarfjalli og Tindastól. Í Bláfjöllum er búið að leggja gönguskíðabraut og eins verður hægt að fara á gönguskíði á troðinni braut í Heiðmörk eftir hádegi. Á Ísafirði er lokað í Tungudal en opið í Seljalandsdal. Meira »

„Stefndu mér!“

11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmt skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

09:20 Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »