Öll ungmenni fá frítt í sund í Kópavogi

Ungmenni fá nú frítt í Salalaug og Kópavogslaug.
Ungmenni fá nú frítt í Salalaug og Kópavogslaug. Kópavogsbær

Allir yngri en átján ára fá aðgang að sundlaugum Kópavogsbæjar endurgjaldslaust frá áramótum. Ákvörðun þess efnis var samþykkt í bæjarstjórn við afgreiðslu fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2019. Hingað til hefur verið frítt í sund fyrir yngri en 10 ára og eldri borgara.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, segir ákvörðunina falla vel að áherslu bæjarins á fjölskyldu- og lýðheilsumál.

Í Kópavogi eru reknar tvær sundlaugar, Salalaug og Kópavogslaug. Samanlagður heimsóknarfjöldi þeirra er árlega um 900 þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert