Stormur er menn halda í vinnu

Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Tekið er að hvessa af suðaustri og verður kominn stormur með rigningu eða súld víða sunnan- og vestanlands þegar menn halda til vinnu eða í skólann, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Eru ökumenn og aðrir „því beðnir að fara varlega, einkum nærri fjöllum á Suður- og Vesturlandi þar sem öflugir vindstrengir með tilheyrandi vindhviðum geta myndast.“

Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa, Suðurland, Breiðafjörð og Norðurland Eystra og segir á veðurfræðingur Vegagerðarinnar búast mega við hviðum allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli fram yfir hádegi, en 35 m/s eftir það. Fram undir hádegi verði einnig varasamt á Reykjanesbrautinni með stormi á hlið og hviðum 35 m/s.  Á norðanverðu Snæfellsnesi nær vindur í hámarki um hádegi.

Það gengur í suðaustanátt, 15-23 m/s, með rigningu suðvestan til, en annars staðar verður vindur hægari og yfirleitt þurrt fyrir norðan. Síðdegis dregur svo talsvert úr vindi aftur og rofar til. 

Óvenjuhlýtt er á landinu miðað við að kominn er miður desember og má reikna með að hiti fari vel yfir 10 stig í hnúkaþey fyrir norðan.

„Þetta væri í sjálfu sér kærkominn ylur í skammdeginu, nema að fannfergi er í Eyjafirði, jafnvel víðar á Norðurlandi og þegar hlánar myndast vitaskuld leysingarvatn, sem vonandi á greiða leið í fráveitukerfin. Við skulum því óska þess að norðanmönnum takist að hreinsa vel götur, gangstéttir og niðurföll þ.a. leysingin valdi ekki vandræðum og eignatjóni,“ segir í hugleiðingunum.

Útlit er fyrir suðaustanátt, 8-13 m/s og stöku skúrir eða slydduél á morgun, en bjartviðri norðan heiða. Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig, hlýjast syðst.

Færð og aðstæður á vegum

Hálka er víða á vegum að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Suðvesturland: Hálkublettir á Hellisheiði en víðast hvar greiðfært.  

Vesturland: Hálkublettir á Holtavörðuheiði og einhver hálka á útvegum. Flughálka er á Laxárdalsheiði.

Vestfirðir:  Krapi, snjóþekja eða hálka á flestum heiðum og hálsum en hálkublettir eða autt á láglendi. Eftir á að kanna ástand á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. 

Norðurland: Víða hálka eða hálkublettir. Flughálka er frá Hofsósi í Siglufjörð.

Norðausturland: Hálka eða hálkublettir á vegum. Flughálka er á Brekknaheiði og Sandvíkurheiði. 

Austurland: Hálka er á Fjarðarheiði og Fagradal. Annars víðast hvar hálka eða hálkublettir. 

Suðausturland: Einhverjir hálkublettir en víðast greiðfært. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Innlent »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætis sprettir í hvorri mynd um sig. Meira »

„Verður ekki gefinn mikill tími“

13:51 „Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Meira »

Innherjinn kveðst „japanskur í hugsun“

13:28 Nú hafa tveir sakborningar af þremur lokið við að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem fram fer aðalmeðferð í innherjasvikamáli, tengdum viðskiptum með afleiður, sem byggðust á hlutabréfaverði í Icelandair Group. Meira »

Telur tillögurnar vel unnar

13:27 Vel er tekið í tillögur átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum í fréttatilkynningu frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Tillögurnar, sem kynntar voru í gær, eru sagðar vel unnar og gott innlegg í umræðuna. Meira »

Meirihluti telur farsímanotkun hættulega

13:00 Meirihluti svarenda í viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs telur hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega. Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó hafa nú hrundið af stað átakinu Höldum fókus í fjórða sinn. Meira »

Þrír fundir í næstu viku

12:52 Boðað hefur verið til þriggja funda í næstu viku í kjaradeilu VR, Eflingar, Verðalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í morgun þar sem ákveðið var að taka frá þrjá daga í næstu viku. Meira »

Opið í Bláfjöllum í dag

12:22 Opið verður í Bláfjöllum kl. 14-21 í dag. Á svæðinu er fimm stiga frost og vindhraðinn á bilinu 2-3 metrar á sekúndu.   Meira »

676 milljónir króna í geymslu

11:17 Rúmlega 676 milljónir króna skal leggja inn á bankareikning og geyma þar uns skorið verður úr um það í dómsmálum hvort krafa Íslandsbanka til fjárins sé á rökum reist. Meira »

„Örugg eyðing gagna“ almennt orðasamband

11:08 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem bannaði Íslenska gámafélaginu að nota auðkennið „Örugg eyðing gagna“. Meira »

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

10:56 Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Meira »

Fá ekki að heyra skýrslur hinna

10:38 Aðalmeðferð hófst í dag í máli þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum sem varða viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group. Ákærðu fá ekki að heyra skýrslur annarra sakborninga, áður en þeir gefa sjálfir skýrslu. Meira »

Ný mathöll í lok febrúar

10:30 „Það er allt komið á fullt og þetta er farið að taka á sig fallega mynd,“ segir Steingerður Þorgilsdóttir, einn eigenda Mathallar Höfða sem opnuð verður í lok næsta mánaðar á Bíldshöfða 9. Meira »

Aðalmeðferð hefst í innherjasvikamáli

08:45 Aðalmeðferð hefst í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þriggja manna, sem ákærðir eru af héraðssóknara fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum, sem tengjast viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hf. Meira »

Ljóskastarahús úr seinna stríðinu friðlýst

08:18 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa ljóskastarahús við Urð á Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Á heimasíðu Minjastofnunar segir að mannvirkið sé einstakt á Íslandi og mikilvæg heimild um hernámstímann og umsvif breska setuliðsins hér á landi. Meira »

Hætta í VR og ganga í KVH

07:57 „Það er talsvert um fyrirspurnir. Margir hafa að undanförnu sótt um aðild að Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH),“ segir Birgir Guðjónsson, formaður félagsins. Margir nýir félagsmenn komi úr VR. Meira »

14% fækkun ávísana á fíkni- og ávanalyf

07:37 „Þessi niðurstaða sýnir að með því að ná utan um flókin verkefni og ýta aðgerðum í framkvæmd þá náum við árangri,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem í gær lagði fram á ríkisstjórnarfundi upplýsingar frá landlæknisembættinu um 14% samdrátt milli áranna 2017 og 2018 í ávísunum lækna á lyf sem leitt geta til ávana og fíknar. Meira »

Moldóva öruggt ríki

07:10 Útlendingastofnun hefur bætt Moldóvu á lista stofnunarinnar yfir örugg upprunaríki. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar og það ítrekað að það þýði hins vegar ekki að ef umsækjandi um alþjóðlega vernd kemur frá Moldóvíu sé máli hans vísað frá heldur sé það skoðað eins og mál fólks frá öðrum ríkjum. Meira »

Allt að 14 stiga frost

06:45 Hið fegursta vetrarveður á snævi þöktu landinu í dag en él á víð og dreif og frost að 14 stigum inn til landsins.   Meira »

Stúdentar styðja BHM

06:29 Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti. Meira »