Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Gríðarleg aukning hefur verið í notkun amfetamínskyldra efna á Íslandi.
Gríðarleg aukning hefur verið í notkun amfetamínskyldra efna á Íslandi. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Slík lyf eru notuð við ADHD, þar á meðal Concerta. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun þessara efna.

Lyfjafræðingur segir þetta þróun sem Danir og Norðmenn hafi náð halda aftur af en ekki Íslendingar. Ekki er ósennilegt að hún haldist í hendur við ámóta aukningu í notkun svefnlyfsins melótónín.

Mímir Arnórsson, lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun, birti í dag grein um almenna notkun geðlyfja á Íslandi. Í samtali við mbl.is um þessa síauknu notkun á bæði örvandi og slævandi lyfjum segir hann að svefnlyf, eins og melótónín, séu ósjaldan notuð sem mótvægi við örvandi áhrifum ADHD-lyfjanna, eins og Concerta. Þess séu þá dæmi, að börn séu látin taka metylfenídat á daginn og til mótvægis, melótónín á kvöldin til að sofna.

Mímir varar við þessari þróun og bendir á að melótónín sé ekki endilega eins skaðlaust og margir vilja halda fram. Þá brýnir Mímir í greininni fyrir fólki, að túlka tölfræði um lyfjanotkun ekki of lauslega. Um Ísland gildi einfaldlega ólík lögmál þegar rætt er um mikla notkun hinna og þessara lyfja.

Mímir segir að munurinn sé skýr á milli ávanabindandi lyfja og ekki ávanabindandi og að Íslendingar séu á eðlilegu róli í öðrum lyfjaflokkum en þeim sem reynast ávanabindandi.

Graf sem sýnir þróun í notkun Íslendinga á metylfenídati, borið ...
Graf sem sýnir þróun í notkun Íslendinga á metylfenídati, borið saman við Dani og Norðmenn. Skjáskot/Mímir Arnórsson.

Íslendingar stefna út úr sólkerfinu

Einna mesta áherslu leggur Mímir á aukningu í notkun Íslendinga á metylfenídati. „Í sumum flokkum er enginn afgerandi munur á okkur og öðrum en þegar kemur að metylfenídat-lyfjum er eins og við séum bara Voyager 2 að stefna út úr sólkerfinu,“ segir Mímir. Notkun á slíkum lyfjum hefur aukist um 164% á síðustu tíu árum.

Árið 2007 voru 10 dagskammtar á hverja 1.000 íbúa á dag hérlendis. Þá voru tveir dagskammtar á hverja 1.000 Dani. Þróunin hefur verið sú þaðan af, að nú eru rúmlega 30 dagskammtar á hverja 1.000 Íslendinga en 7,5 á hverja 1.000 Dani. Þannig hefur Ísland stóraukið notkun sína á þessu en Danir ásamt Norðmönnum náð að beisla þróunina, sérstaklega frá árinu 2010. Frá árinu 2010-2017 í Danmörku og Noregi stendur notkunin í stað á meðan hún stóreykst áfram á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekkert með lífskjarasamning að gera

10:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtalækkun Seðlabankans, sem kynnt var nú í morgun, eigi ekki að koma á óvart. Helstu tíðindi væru þau að lækkunin hafi ekki verið meiri en raun bar vitni. Meira »

Töluvert um umferðarlagabrot á Suðurnesjum

10:14 Allmörg umferðarlagabrot hafa komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður sem var stöðvaður í hraðakstri var jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Mikil aðsókn í tölvuleikjanám

10:12 Alls bárust 92 umsóknir í nýja námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð hjá Keili. „Það má segja að aðsóknin sé framar væntingum þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem þetta nám er í boði,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Meira »

Kastaðist sjö metra af mótorhjóli

09:33 Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi um helgina eftir mótorhjólaslys.   Meira »

Meirihlutinn telur sig búa við öryggi

08:34 Fólk á leigumarkaði telur sig ekki jafn öruggt á húsnæðismarkaði og þeir sem búa í eigin húsnæði en heilt yfir virðist húsnæðisöryggi vera nokkuð mikið á Íslandi en 85% landsmanna telja sig búa við það. Meira »

Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

08:18 Aukning hefur orðið á varpi skúms á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafellssýslu á meðan töluverð fækkun hefur orðið á varpi á Breiðamerkursandi. Þetta staðfestir dr. Meira »

„Vildum óska að hún hefði aldrei komið“

07:57 Listaverkið „Orbis et Globus“, átta tonna steinkúla sem hefur verið kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey síðan haustið 2017 hefur verið milli tannanna á fólki í bænum frá því hún var færð á eyjuna. Meira »

Færri bóka ferðir á síðustu stundu

07:37 Sólskinsveðrið í júní hefur áhrif á sölu sumarferða og hafa færri bókað ferðir til sólarlanda á síðustu stundu í ár en í fyrra, að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns Úrvals-Útsýnar. Hún segir þó að salan á sólarlandaferðum hafi verið mjög góð í sumar og ívið betri en í fyrra. Meira »

Fer í 22 stiga hita

07:01 Spáð er björtu og hlýju veðri á austanverðu landinu í dag og fer hitinn hæst í 22 gráður. Aftur á móti er dálítil væta vestan til og bætir í úrkomu þar í kvöld. Meira »

Handteknar með fíkniefni og þýfi

06:09 Tvær ungar konur voru handteknar á fimmta tímanum í nótt í Breiðholti fyrir að fara inn í bifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þær í annarlegu ástandi með fíkniefni og þýfi meðferðis. Þær eru báðar vistaðar í fangageymslum lögreglunnar. Meira »

Forsætisnefnd sammála siðanefnd

05:54 Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Stjórn LV svarar FME í dag

05:30 Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) vinnur að því að svara fyrirspurnum Fjármálaeftirlitsins (FME) varðandi útskiptingu VR á sínum fjórum stjórnarmönnum. Frestur til að svara erindinu rennur út á hádegi í dag og segir Ólafur Reimar Gunnarsson, formaður stjórnar LV, að svarið verði sent tímanlega fyrir þann tíma. Meira »

Reyna aftur við Belgíu

05:30 Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísafirði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin í brotajárn, þurftu að snúa við í fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni. Meira »

Hlutfall reiðufjár sjaldan hærra

05:30 Hlutfall reiðufjár í umferð á Íslandi var í fyrra um 2,3 prósent af landsframleiðslu. Það er næstum sama hlutfall og árið 2017 og það annað hæsta á Íslandi frá árinu 1973. Meira »

Funda stíft með risunum

05:30 Forsvarsmenn Icelandair Group stefna að því að ljúka viðræðum við Airbus og Boeing um framtíðarskipan flugvélaflota félagsins fyrir lok septembermánaðar. Samninganefndir frá flugrisunum tveimur hafa átt allnokkra fundi með lykilstarfsmönnum Icelandair hér á landi á undanförnum vikum. Meira »

Andlát: Ásgeir Pétursson sýslumaður og bæjarfógeti

05:30 Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og bæjarfógeti í Kópavogi, lést 24. júní sl. á 98. aldursári. Meira »

Ósk um úttekt sofnaði í nefnd

05:30 Tillaga til þingsályktunar um að flýta óháðri úttekt á Landeyjahöfn, sem allir þingmenn Suðurkjöræmis fluttu, fékk ekki afgreiðslu fyrir þingfrestun. Tillagan var lögð fram á Alþingi í maí sl. Tillögunni var vísað til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, þar sem hún sofnaði svefninum langa. Meira »

Hægir á rennsli í miðlunarlónin

05:30 Vorleysingar á vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar á hálendinu komu snemma í ár. Seinni hluta aprílmánaðar hækkaði talsvert í miðlunarlónum og var staðan þá með allra besta móti. Meira »

Ráðist verður í frekari hagræðingu

05:30 Nýr forstjóri Íslandspósts segir að stjórnendur einbeiti sér að því að taka til í rekstri fyrirtækisins, ekki síst yfirbyggingu. Birgir Jónsson segir að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi upplifað skerta þjónustu og allar aðrar leiðir verði reyndar áður en farið verði frekar út á þá braut. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
þvottavél velsög handfræsari hjolbörur
hjolbörur þvottavel velsög handfræsari ódyrt 6633899...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Söluverðmat án skuldbindinga og þér að kostnaðarl...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...