Þakplötur og trampólín fjúka í lægðinni

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi hafa verið kallaðar út í morgun vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir suðvesturhorn landsins.

Hafa þegar borist á annan tug aðstoðarbeiðna vegna foks á lausamunum, þakplötum af húsum og svo trampólínum.

Eru á milli 30 og 40 björgunarsveitarmenn og -konur nú að störfum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.

Gert er ráð fyrir að veðrið muni ganga hratt niður upp úr hádegi, en gul viðvör­un er nú í gildi fyr­ir Faxa­flóa, Suður­land, Breiðafjörð og Norður­land eystra og seg­ir veður­fræðing­ur Vega­gerðar­inn­ar að bú­ast megi við hviðum allt að 45 m/​​s und­ir Hafn­ar­fjalli fram yfir há­degi, en 35 m/​​s eft­ir það. Fram und­ir há­degi verði einnig vara­samt á Reykja­nes­braut­inni með stormi á hlið og hviðum 35 m/​​s. Á norðan­verðu Snæ­fellsnesi nær vind­ur í há­marki um há­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert