Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Hótel í Reykjavík eru mörg fullbókuð yfir áramót og vel ...
Hótel í Reykjavík eru mörg fullbókuð yfir áramót og vel bókuð yfir jól. Leiðsögumenn fara dagsferðir frá Reykjavík yfir hátíðirnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það eru ekki nema 4-5 ár síðan mörg hótel í Reykjavík lokuðu yfir hátíðirnar. Nú er sennilega um 80% bókun á hótelum yfir jólin og hér um bil fullbókað yfir áramótin. Á landsbyggðinni er staðan önnur og mörg dæmi um að hótel séu lokuð.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru við störf um jólin. Þeir eru með starfsemi árið um kring víða um land; miðstöð í Reykjavík, umfangsmikla starfsemi við Sólheimajökul og rekstur við Vatnajökulsþjóðgarð. Þessar stöðvar eru allar starfræktar yfir hátíðirnar.

Þannig er ferðaþjónustan ekki í neinum lamasessi yfir hátíðirnar. Vissulega á aukinn straumur ferðamanna enn eftir að skila sér í spurn eftir hótelgistingu á landsbyggðinni um hátíðirnar en það er aldrei að vita nema þar á verði breyting á allra næstu árum.

Eins og lína sé dregin við Vík í Mýrdal

Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri CenterHotels í Reykjavík, segir hátíðirnar vera vel bókaðar á suðvesturhorninu. Hann segir enn vera nokkuð í land með landsbyggðina en er þó bjartsýnn ef til lengri tíma er litið. „Þar gætum við verið að sjá góðar bókanir yfir jólin eftir eins og tíu ár ef við stöndum okkur vel,“ segir Kristófer.

Hann segir að staðan sé mjög góð í Reykjavík yfir hátíðirnar þótt enn sé hægt að fá herbergi yfir jólin. „Menn höfðu smá áhyggjur í vor. Apríl og maí voru undir væntingum,“ segir Kristófer og bætir við að ræst hafi úr hlutunum. Sumarið hafi verið ágætt í ferðaþjónustunni suðvestanlands og hið sama gildi nú um hátíðarnar.

„Það kemur vonandi sá tími að landsbyggðin fái að upplifa betri stöðu og minni árstíðasveiflur,“ segir Kristófer. Allmikill munur sé enn á suðvesturhorninu og öðrum landsvæðum í hótelbókunum. Það sé sem lína sé dregin austan við Vík í Mýrdal og um Holtavörðuheiði í norðri. Þó segir Kristófer að fyrirhugað beint millilandaflug til Akureyrar frá Evrópu lofi góðu fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi ef góð aðstaða verði byggð upp á Akureyrarflugvelli.

Fjallaleiðsögumenn á fullu

„Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru með ferðir næstum alla daga ársins,“ segir Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Það er fullt í gangi í desember hjá okkur.“

Fyrirtækið býður yfir vetrarmánuðina fyrst og fremst upp á dagsferðir á jökli, svonefndar ísgöngur. Þá eru þeir líka með snjósleðaferðir og fjórhjólaferðir í gegnum systurfyrirtækið Arcanum. Boðið verður upp á þessar ferðir nú yfir hátíðirnar og áramót, ekkert lát virðist vera á spurn eftir þessu.

„Desember er líklega með smæstu mánuðum okkar en samt er nóg í gangi,“ segir Arnar. „Þetta er svipað og í desember í fyrra en þó ívið meira. Nóvember var skínandi góður hjá okkur þannig að þetta er að koma vel út.“

mbl.is

Innlent »

Yfir sex hundruð tegundir

20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...