Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Hótel í Reykjavík eru mörg fullbókuð yfir áramót og vel ...
Hótel í Reykjavík eru mörg fullbókuð yfir áramót og vel bókuð yfir jól. Leiðsögumenn fara dagsferðir frá Reykjavík yfir hátíðirnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það eru ekki nema 4-5 ár síðan mörg hótel í Reykjavík lokuðu yfir hátíðirnar. Nú er sennilega um 80% bókun á hótelum yfir jólin og hér um bil fullbókað yfir áramótin. Á landsbyggðinni er staðan önnur og mörg dæmi um að hótel séu lokuð.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru við störf um jólin. Þeir eru með starfsemi árið um kring víða um land; miðstöð í Reykjavík, umfangsmikla starfsemi við Sólheimajökul og rekstur við Vatnajökulsþjóðgarð. Þessar stöðvar eru allar starfræktar yfir hátíðirnar.

Þannig er ferðaþjónustan ekki í neinum lamasessi yfir hátíðirnar. Vissulega á aukinn straumur ferðamanna enn eftir að skila sér í spurn eftir hótelgistingu á landsbyggðinni um hátíðirnar en það er aldrei að vita nema þar á verði breyting á allra næstu árum.

Eins og lína sé dregin við Vík í Mýrdal

Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri CenterHotels í Reykjavík, segir hátíðirnar vera vel bókaðar á suðvesturhorninu. Hann segir enn vera nokkuð í land með landsbyggðina en er þó bjartsýnn ef til lengri tíma er litið. „Þar gætum við verið að sjá góðar bókanir yfir jólin eftir eins og tíu ár ef við stöndum okkur vel,“ segir Kristófer.

Hann segir að staðan sé mjög góð í Reykjavík yfir hátíðirnar þótt enn sé hægt að fá herbergi yfir jólin. „Menn höfðu smá áhyggjur í vor. Apríl og maí voru undir væntingum,“ segir Kristófer og bætir við að ræst hafi úr hlutunum. Sumarið hafi verið ágætt í ferðaþjónustunni suðvestanlands og hið sama gildi nú um hátíðarnar.

„Það kemur vonandi sá tími að landsbyggðin fái að upplifa betri stöðu og minni árstíðasveiflur,“ segir Kristófer. Allmikill munur sé enn á suðvesturhorninu og öðrum landsvæðum í hótelbókunum. Það sé sem lína sé dregin austan við Vík í Mýrdal og um Holtavörðuheiði í norðri. Þó segir Kristófer að fyrirhugað beint millilandaflug til Akureyrar frá Evrópu lofi góðu fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi ef góð aðstaða verði byggð upp á Akureyrarflugvelli.

Fjallaleiðsögumenn á fullu

„Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru með ferðir næstum alla daga ársins,“ segir Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Það er fullt í gangi í desember hjá okkur.“

Fyrirtækið býður yfir vetrarmánuðina fyrst og fremst upp á dagsferðir á jökli, svonefndar ísgöngur. Þá eru þeir líka með snjósleðaferðir og fjórhjólaferðir í gegnum systurfyrirtækið Arcanum. Boðið verður upp á þessar ferðir nú yfir hátíðirnar og áramót, ekkert lát virðist vera á spurn eftir þessu.

„Desember er líklega með smæstu mánuðum okkar en samt er nóg í gangi,“ segir Arnar. „Þetta er svipað og í desember í fyrra en þó ívið meira. Nóvember var skínandi góður hjá okkur þannig að þetta er að koma vel út.“

mbl.is

Innlent »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23ja sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem að rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...