Innleiða samræmt atvikaskráningakerfi

Alma D. Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirrituðu áætlun ...
Alma D. Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirrituðu áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 í húsakynnum embættis landlæknis í dag. mbl.is/Eggert

Innleiðing á nýju atvikaskráningakerfi á landsvísu mun gera stjórnendum embættis landlæknis kleift að fylgjast með umfangi, tíðni og úrvinnslu atvika sem eiga sér stað á viðkomandi stofnun. Innleiðingin hófst síðla á þessu ári og áætlað er að henni ljúki á næstu tveimur árum.

Þetta er meðal þess sem kom fram við kynningu á áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller landlæknir kynntu og undirrituðu í dag.

Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa nokkur rafræn kerfi verið notuð til skráningar og úrvinnslu atvika og einnig skráð á sérstök eyðublöð. Með atviki er átt við þegar eitthvað fer úrskeiðis í heilbrigðisþjónustunni. 

„Langoftast er það eitthvað í ferlunum sem að bregst og kannski eitthvað samspil við mannlega þætti. En þá er svo mikilvægt að rýna atvikin og greina hvað fór úrskeiðis til að laga, ef þetta eru ferlar,“ segir Alma. Kerfið á ekki að einblína á hlut einstaklingsins heldur hlut kerfisins. 

Skylt að skrá atvik í kerfið

Kerfið var keypt fyrr á þessu ári frá breska fyrirtækinu Datix. Fjórar einingar innan heilbrigðiskerfisins eru með kerfið í prófun en Alma segir að kerfið verði innleitt að fullu eftir um það bil tvö ár. „Það er gríðarlega umfangsmikið verkefni að innleiða svona kerfi á landsvísu. Þetta er svo viðamikið og margar einingar, allt heilbrigðiskerfið.“

Að innleiðingu lokinni verður öllum þeim sem veita heilbrigðisþjónustu skylt að skrá atvik sem koma upp í þetta kerfi.

Svandís segir innleiðingu kerfisins mjög mikilvæga til að skapa heildarsýn í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það kemur ítrekað fram að við þurfum að bæta skráningu, utanumhald og heildarsýn yfir okkar heilbrigðiskerfi og þetta er einn angi af því. Til þess að við getum bætt heilbrigðisþjónustu þurfum við að vita hvað fer úrskeiðis og greina það hvað veldur því að eitthvað fer úrskeiðis og fara í saumana á hverju atviki fyrir sig til þess að við getum lært af því, breytt okkar áætlunum og lært af því.“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir innleiðingu samræmds atvikaskráningakerfis mjög mikilvæga til ...
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir innleiðingu samræmds atvikaskráningakerfis mjög mikilvæga til að skapa heildarsýn í heilbrigðiskerfinu. mbl.is/Eggert

Einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustunnar

Áætlun um gæðaþróun er unnin í samræmi við 11. grein laga um landlækni og lýðheilsu og er ætlað að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að þróun hennar.

Markmið hennar er að notendur fái heilbrigðisþjónustu sem eykur líkur á betri heilsu og auknum lífsgæðum, er samfelld og samhæfð, örugg, rétt tímasett, skilvirk, byggð á jafnræði, notendamiðuð og árangursrík.

Svandís segir áætlunina vera einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustunnar, ásamt Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, sem er nú í umsagnarferli. Alma segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á eflingu gæða, öryggis og umbótastarfs í heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki einungis siðferðilega rétt heldur sýna rannsóknir að slíkt er beinlínis fjárhagslega hagkvæmt.“

Eftirlit með gæðum og öryggi

Í áætluninni má finna leiðbeiningar um verklag við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þar kemur einnig fram hvernig heilbrigðisstofnanir geta stöðugt fylgst með gæðum og öryggi þjónustunnar og brugðist við með umbótastarfi þegar þess gerist þörf.

Áætlunin byggir á fjórum lykilþáttum um verklag: Umbótaferli og stjórnskipulagi, gæðavísum, skráningu og úrvinnslu atvika auk þjónustukannana. Þá skila veitendur heilbrigðisþjónustu árlega gæðauppgjöri til embættis landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands eftir atvikum, sem byggir á lykilþáttunum og er ætlað að sýna árangur hvað snertir gæði og öryggi þjónustunnar.

Tvenns konar gæðavísar

Í áætluninni eru tvenns konar gæðavísar notaðir, annars vegar landsgæðavísir, sem ákvarðaður er fyrir allt landið af embætti landlæknis og gefur kost á samanburði milli sams konar heilbrigðisstofnana og heilbrigðisþjónustu, og hins vegar valgæðavísar, sem taka mið af þeirri þjónustu sem þeir veita og eru mælikvarði á gæði þjónustunnar út frá sjónarhóli notenda, heilbrigðisstarfsmanna og stjórnenda.

Þjónustukannanir einu sinni á ári

Þá telur embætti landlæknis mikilvægt að veitendur heilbrigðisþjónustu afli með reglubundnum hætti upplýsinga frá notendum þjónustunnar um upplifun þeirra á veittri þjónustu. Í áætluninni er ætlast til að veitendur heilbrigðisþjónustu geri þjónustukannanir ekki sjaldnar en einu sinni á ári og nýti niðurstöðurnar í umbótastarfi.

mbl.is

Innlent »

Ekkert með lífskjarasamning að gera

10:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtalækkun Seðlabankans, sem kynnt var nú í morgun, eigi ekki að koma á óvart. Helstu tíðindi væru þau að lækkunin hafi ekki verið meiri en raun bar vitni. Meira »

Töluvert um umferðarlagabrot á Suðurnesjum

10:14 Allmörg umferðarlagabrot hafa komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður sem var stöðvaður í hraðakstri var jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Mikil aðsókn í tölvuleikjanám

10:12 Alls bárust 92 umsóknir í nýja námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð hjá Keili. „Það má segja að aðsóknin sé framar væntingum þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem þetta nám er í boði,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Meira »

Kastaðist sjö metra af mótorhjóli

09:33 Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi um helgina eftir mótorhjólaslys.   Meira »

Meirihlutinn telur sig búa við öryggi

08:34 Fólk á leigumarkaði telur sig ekki jafn öruggt á húsnæðismarkaði og þeir sem búa í eigin húsnæði en heilt yfir virðist húsnæðisöryggi vera nokkuð mikið á Íslandi en 85% landsmanna telja sig búa við það. Meira »

Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

08:18 Aukning hefur orðið á varpi skúms á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafellssýslu á meðan töluverð fækkun hefur orðið á varpi á Breiðamerkursandi. Þetta staðfestir dr. Meira »

„Vildum óska að hún hefði aldrei komið“

07:57 Listaverkið „Orbis et Globus“, átta tonna steinkúla sem hefur verið kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey síðan haustið 2017 hefur verið milli tannanna á fólki í bænum frá því hún var færð á eyjuna. Meira »

Færri bóka ferðir á síðustu stundu

07:37 Sólskinsveðrið í júní hefur áhrif á sölu sumarferða og hafa færri bókað ferðir til sólarlanda á síðustu stundu í ár en í fyrra, að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns Úrvals-Útsýnar. Hún segir þó að salan á sólarlandaferðum hafi verið mjög góð í sumar og ívið betri en í fyrra. Meira »

Fer í 22 stiga hita

07:01 Spáð er björtu og hlýju veðri á austanverðu landinu í dag og fer hitinn hæst í 22 gráður. Aftur á móti er dálítil væta vestan til og bætir í úrkomu þar í kvöld. Meira »

Handteknar með fíkniefni og þýfi

06:09 Tvær ungar konur voru handteknar á fimmta tímanum í nótt í Breiðholti fyrir að fara inn í bifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þær í annarlegu ástandi með fíkniefni og þýfi meðferðis. Þær eru báðar vistaðar í fangageymslum lögreglunnar. Meira »

Forsætisnefnd sammála siðanefnd

05:54 Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Stjórn LV svarar FME í dag

05:30 Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) vinnur að því að svara fyrirspurnum Fjármálaeftirlitsins (FME) varðandi útskiptingu VR á sínum fjórum stjórnarmönnum. Frestur til að svara erindinu rennur út á hádegi í dag og segir Ólafur Reimar Gunnarsson, formaður stjórnar LV, að svarið verði sent tímanlega fyrir þann tíma. Meira »

Reyna aftur við Belgíu

05:30 Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísafirði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin í brotajárn, þurftu að snúa við í fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni. Meira »

Hlutfall reiðufjár sjaldan hærra

05:30 Hlutfall reiðufjár í umferð á Íslandi var í fyrra um 2,3 prósent af landsframleiðslu. Það er næstum sama hlutfall og árið 2017 og það annað hæsta á Íslandi frá árinu 1973. Meira »

Funda stíft með risunum

05:30 Forsvarsmenn Icelandair Group stefna að því að ljúka viðræðum við Airbus og Boeing um framtíðarskipan flugvélaflota félagsins fyrir lok septembermánaðar. Samninganefndir frá flugrisunum tveimur hafa átt allnokkra fundi með lykilstarfsmönnum Icelandair hér á landi á undanförnum vikum. Meira »

Andlát: Ásgeir Pétursson sýslumaður og bæjarfógeti

05:30 Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og bæjarfógeti í Kópavogi, lést 24. júní sl. á 98. aldursári. Meira »

Ósk um úttekt sofnaði í nefnd

05:30 Tillaga til þingsályktunar um að flýta óháðri úttekt á Landeyjahöfn, sem allir þingmenn Suðurkjöræmis fluttu, fékk ekki afgreiðslu fyrir þingfrestun. Tillagan var lögð fram á Alþingi í maí sl. Tillögunni var vísað til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins, þar sem hún sofnaði svefninum langa. Meira »

Hægir á rennsli í miðlunarlónin

05:30 Vorleysingar á vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar á hálendinu komu snemma í ár. Seinni hluta aprílmánaðar hækkaði talsvert í miðlunarlónum og var staðan þá með allra besta móti. Meira »

Ráðist verður í frekari hagræðingu

05:30 Nýr forstjóri Íslandspósts segir að stjórnendur einbeiti sér að því að taka til í rekstri fyrirtækisins, ekki síst yfirbyggingu. Birgir Jónsson segir að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi upplifað skerta þjónustu og allar aðrar leiðir verði reyndar áður en farið verði frekar út á þá braut. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Bast-gardínur 3 stærðir
Til sölu 3 vel með farnar bast gardínur (fengust í Ikea) : stærðir 83 cm, 100 cm...