Innleiða samræmt atvikaskráningakerfi

Alma D. Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirrituðu áætlun ...
Alma D. Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirrituðu áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 í húsakynnum embættis landlæknis í dag. mbl.is/Eggert

Innleiðing á nýju atvikaskráningakerfi á landsvísu mun gera stjórnendum embættis landlæknis kleift að fylgjast með umfangi, tíðni og úrvinnslu atvika sem eiga sér stað á viðkomandi stofnun. Innleiðingin hófst síðla á þessu ári og áætlað er að henni ljúki á næstu tveimur árum.

Þetta er meðal þess sem kom fram við kynningu á áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller landlæknir kynntu og undirrituðu í dag.

Frá því að rafræn atvikaskráning var tekin upp árið 2004 hafa nokkur rafræn kerfi verið notuð til skráningar og úrvinnslu atvika og einnig skráð á sérstök eyðublöð. Með atviki er átt við þegar eitthvað fer úrskeiðis í heilbrigðisþjónustunni. 

„Langoftast er það eitthvað í ferlunum sem að bregst og kannski eitthvað samspil við mannlega þætti. En þá er svo mikilvægt að rýna atvikin og greina hvað fór úrskeiðis til að laga, ef þetta eru ferlar,“ segir Alma. Kerfið á ekki að einblína á hlut einstaklingsins heldur hlut kerfisins. 

Skylt að skrá atvik í kerfið

Kerfið var keypt fyrr á þessu ári frá breska fyrirtækinu Datix. Fjórar einingar innan heilbrigðiskerfisins eru með kerfið í prófun en Alma segir að kerfið verði innleitt að fullu eftir um það bil tvö ár. „Það er gríðarlega umfangsmikið verkefni að innleiða svona kerfi á landsvísu. Þetta er svo viðamikið og margar einingar, allt heilbrigðiskerfið.“

Að innleiðingu lokinni verður öllum þeim sem veita heilbrigðisþjónustu skylt að skrá atvik sem koma upp í þetta kerfi.

Svandís segir innleiðingu kerfisins mjög mikilvæga til að skapa heildarsýn í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það kemur ítrekað fram að við þurfum að bæta skráningu, utanumhald og heildarsýn yfir okkar heilbrigðiskerfi og þetta er einn angi af því. Til þess að við getum bætt heilbrigðisþjónustu þurfum við að vita hvað fer úrskeiðis og greina það hvað veldur því að eitthvað fer úrskeiðis og fara í saumana á hverju atviki fyrir sig til þess að við getum lært af því, breytt okkar áætlunum og lært af því.“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir innleiðingu samræmds atvikaskráningakerfis mjög mikilvæga til ...
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir innleiðingu samræmds atvikaskráningakerfis mjög mikilvæga til að skapa heildarsýn í heilbrigðiskerfinu. mbl.is/Eggert

Einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustunnar

Áætlun um gæðaþróun er unnin í samræmi við 11. grein laga um landlækni og lýðheilsu og er ætlað að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að þróun hennar.

Markmið hennar er að notendur fái heilbrigðisþjónustu sem eykur líkur á betri heilsu og auknum lífsgæðum, er samfelld og samhæfð, örugg, rétt tímasett, skilvirk, byggð á jafnræði, notendamiðuð og árangursrík.

Svandís segir áætlunina vera einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustunnar, ásamt Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, sem er nú í umsagnarferli. Alma segir að mikilvægt sé að leggja áherslu á eflingu gæða, öryggis og umbótastarfs í heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki einungis siðferðilega rétt heldur sýna rannsóknir að slíkt er beinlínis fjárhagslega hagkvæmt.“

Eftirlit með gæðum og öryggi

Í áætluninni má finna leiðbeiningar um verklag við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þar kemur einnig fram hvernig heilbrigðisstofnanir geta stöðugt fylgst með gæðum og öryggi þjónustunnar og brugðist við með umbótastarfi þegar þess gerist þörf.

Áætlunin byggir á fjórum lykilþáttum um verklag: Umbótaferli og stjórnskipulagi, gæðavísum, skráningu og úrvinnslu atvika auk þjónustukannana. Þá skila veitendur heilbrigðisþjónustu árlega gæðauppgjöri til embættis landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands eftir atvikum, sem byggir á lykilþáttunum og er ætlað að sýna árangur hvað snertir gæði og öryggi þjónustunnar.

Tvenns konar gæðavísar

Í áætluninni eru tvenns konar gæðavísar notaðir, annars vegar landsgæðavísir, sem ákvarðaður er fyrir allt landið af embætti landlæknis og gefur kost á samanburði milli sams konar heilbrigðisstofnana og heilbrigðisþjónustu, og hins vegar valgæðavísar, sem taka mið af þeirri þjónustu sem þeir veita og eru mælikvarði á gæði þjónustunnar út frá sjónarhóli notenda, heilbrigðisstarfsmanna og stjórnenda.

Þjónustukannanir einu sinni á ári

Þá telur embætti landlæknis mikilvægt að veitendur heilbrigðisþjónustu afli með reglubundnum hætti upplýsinga frá notendum þjónustunnar um upplifun þeirra á veittri þjónustu. Í áætluninni er ætlast til að veitendur heilbrigðisþjónustu geri þjónustukannanir ekki sjaldnar en einu sinni á ári og nýti niðurstöðurnar í umbótastarfi.

mbl.is

Innlent »

Hafnaði utan vegar í Víðidal

23:47 Hópbifreið hafnaði utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í Víðidal í kvöld. Ökumaður og 30 farþegar, sem allir voru á aldrinum 16-19 ára, voru um borð í bifreiðinni. Engan sakaði að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Meira »

Opnað fyrir umferð á ný

22:38 Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um Kjalarnes, en lokað var fyrir umferð þar vegna lélegs skyggnis og slæmrar færðar. Þá fóru tvær rútur út af veginum á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga fyrr í kvöld. Enn er þó krapi á veginum og búast má við hálku, en mjög hált var þar fyrr í kvöld. Meira »

„Fólk er hérna fjúkandi af reiði“

21:41 Löng röð hefur myndast við vegalokun á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Þingvallavegar. Fólk í röðinni er mjög pirrað á lokuninni á veginum um Kjalarnes en vonskuveðrið áðan virðist liðið hjá. Meira »

Einhverjir með eymsli en öðrum brugðið

21:26 Aðgerðum viðbragðsaðila vegna rútuslysanna á Kjalarnesi er lokið og síðustu farþegarnir eru nú farnir úr fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Fékk fólkið þar teppi og heitt te eða kaffi auk þess sem viðbragðssveit Landspítalans kom til að kanna hvort einhverjir þyrftu frekari aðstoð. Meira »

Fór mun betur en á horfðist

19:27 Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum vegna tilkynningar um snjóflóð í Tindafjöllum. Þar var staddur um 20 manna hópur úr björgunarsveitinni Ársæli sem var í fjallamennskunámskeiði og lentu tveir björgunarsveitarmenn í flóðinu en hvorugur slasaðist. Meira »

Vegum lokað – ekkert ferðaveður

19:21 Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.00. Meira »

Tvær rútur lentu utan vegar

19:04 Tvær rút­ur hafa farið út af veg­in­um á Kjal­ar­nesi síðustu klukku­stund­ina. Búið er að loka veg­in­um um Kjal­ar­nes en ekk­ert ferðaveður er á þeim slóðum. Meira »

Vísað frá borði að beiðni yfirvalda

18:15 Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli þurftu að vísa farþega frá borði úr flugvél WOW air sem átti að fljúga til Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 16:00 í dag. Var það vegna beiðni flugfélagsins eftir að bandarísk yfirvöld höfðu samband og létu vita af því að farþeginn hefði ekki heimild til að koma til Bandaríkjanna. Meira »

Tölva Hauks á leið til landsins

17:24 Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látið lífið í Afrin-héraði í Sýrlandi í fyrra, greinir frá því á vefsíðu sinni að tölva Hauks sé komin til Evrópu fyrir tilstilli Ögmundar Jónassonar. Hún reiknar með því að tölvan komi til Íslands fljótlega. Meira »

Ekið aftan á lögreglubíl á vettvangi

16:57 Ekið var á lögreglubíl á vettvangi slyss á Strandarheiði á Reykjanesbraut í morgun en mikil hálka var á svæðinu. Lögregla biðlar til ökumanna að sýna tillitssemi á slysstöðum og draga úr hraðanum til að koma í veg fyrir frekari slys. Meira »

Kannabisolíu blandað saman við veip-vökva

16:20 Lögreglan á Suðurnesjum fann meint fíkniefni, lyf og stera í húsleit í umdæminu sem gerð var nýverið að fenginni heimild. Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og -sala með þeim hætti að kannabisolíu væri blandað saman við veip-vökva og hann seldur í ágóðaskyni. Meira »

Unglingar á hálum ís

15:57 Lögreglan á Vestfjörðum hafði í dag afskipti af unglingum við leik á ísilögðum Pollinum í Skutulsfirði. Henni þykir rétt að minna á hættuna sem getur skapast við leik á hafís. Meira »

Klósettferðin á BSÍ kostar 200 krónur

14:25 Gjaldtaka hófst í vikunni fyrir notkun salernisaðstöðu á BSÍ. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í haust og að tilgangurinn sé fyrst og fremst að tryggja hreinlæti. 200 krónur kostar að fara á salernið en frítt er fyrir börn. Meira »

Borðum okkur ekki í gröfina!

13:56 „Það fjalla mjög margir þættir í sjónvarpi um lífsstíl og við liggur að hugtakið sé komið með óorð á sig. Þess vegna langaði mig að koma úr annarri átt og niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á að þetta væri vísindaleg nálgun án þess þó að hljóma eins og Sigurður H. Richter.“ Meira »

„Auðvitað kvikna viðvörunarljós“

11:59 „Rauð ljós kvikna út um allt, eðlilega,“ segir Gunn­ar Hrafn Birg­is­son, doktor í klín­ískri sál­fræði, um bréfaskrif Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til Guðrún­ar Harðardótt­ur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Meira »

Slagsmál í BT opnuðu augun

11:55 Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. Meira »

Hægt að skella sér á skíði

11:53 Skíðasvæðin á Dalvík, Oddskarði og Siglufirði eru opin í dag en lokað í Hlíðarfjalli og Tindastól. Í Bláfjöllum er búið að leggja gönguskíðabraut og eins verður hægt að fara á gönguskíði á troðinni braut í Heiðmörk eftir hádegi. Á Ísafirði er lokað í Tungudal en opið í Seljalandsdal. Meira »

„Stefndu mér!“

11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmt skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...