Flokksskírteini í stað hæfni stjórnenda

Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi.
Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi. mbl.is/Eggert

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi um Íslandspóst að flestum hefði verið komið í opna skjöldu um hversu alvarleg staða fyrirtækisins væri orðin, sem sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að það er í eigu ríkisins.

Fjárlaganefnd Alþingis afgreiddi breytingartillögu meirihluta nefndarinnar á fundi sínum í síðustu viku um að ríkissjóður fái heimild til að veita Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins.

Þorsteinn benti á að stöðugildum hjá Íslandspósti hafi fjölgað um liðlega 100 frá árinu 2014 á sama tíma og verulega hafi hallað undan rekstrinum. Hann sagði stjórnvöld ekki hafa tekið á undirliggjandi vanda fyrirtækisins. „Raunar er þetta enn eitt dæmið um hversu óæskilegt er að ríkisfyrirtækjum sé stýrt af pólitískt skipuðum stjórnum. Það er allt of sjaldan að einhver hæfisskilyrði, hæfni stjórnarmanna ráða för við skipan slíkra stjórna, heldur skiptir þar flokksskírteinið oftar en ekki öllu máli.“

Íslandspóstur hefur átt við rekstrarvanda að stríða.
Íslandspóstur hefur átt við rekstrarvanda að stríða. mbl.is/Eggert

Óvissa um framtíðina

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði megintilgang frumvarpsins vera að tryggja alþjónustu Íslandspósts. Að tryggja öllum lágmarksþjónustu á viðráðanlegu verði. Þorsteinn spurði hann út í mat á áhrifum frumvarps um póstþjónustu og sagði Sigurður Ingi það flókið vegna óvissu um framtíðina. Bréfum fækki hratt og þörf sé á að frumvarpið feli í sér verulegan sveigjanleika. Rafræn þjónusta sé að taka við af hefðbundnum bréfapósti.

Óttast flengingu frá EFTA

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hafa miklar áhyggjur af „andvaraleysi ríkisstjórnarinnar sem á að passa fjármuni okkar“. Einnig kvaðst hún hafa áhyggjur af því að sömu stjórnendum sé falið að halda áfram um stýrið þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins.

Helga Vala bætti við að árum saman hafi verið kvartað undan rekstri Íslandspósts á dótturfélögum þess sem eru í samkeppnisrekstri . „Ég óttast að eftirlitsstofnun EFTA munu koma og hreinlega flengja okkur fyrir þessa framkvæmd vegna þess að Íslandspóstur hefur árum saman verið í bullandi samkeppnisrekstri.“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hefði viljað óháða úttekt

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði ámælisvert hversu seint málið var kynnt í fjárlaganefnd og það veki upp spurningar. Hann telur að fjárlaganefnd hefði þurft að greina rekstur Íslandspósts áður en ákveðið var að veita lánið. „Óháð úttekt á taprekstrinum hefði átt að fara fram og það hefði líka átt að skoða ábyrgð stjórnenda fyrirtækisins.“

Björn Leví Gunnarsson sagði fyrirséð að Íslandspóstur nái ekki að endurgreiða lánið. Verið sé að endurlána 1.500 milljónir króna sem geti ekki verið annað en ríkisstyrkur.

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðhaldsaðgerðir máttu hefjast fyrr

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, talaði um svar sem nefndin fékk frá Íslandspósti um fyrirhugaðar aðgerðir vegna rekstrarvandans. Þar er talað um að tekjur af einkarétti hafi í minnkandi mæli staðið undir alþjónustu og að stjórn Íslandspósts sé að vinna að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019. Í henni felist hagræðingar og aðhaldsaðgerðir. „Ég tek undir að þær hefðu mátt hefjast fyrr,“ sagði hann en bætti við að lánsheimildin sé skilyrt því að ráðherrar upplýsi um framvindu rekstrarhagræðingarinnar. Þá fáist nánari greining á því áður en lánið er veitt.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Hefði viljað selja Íslandspóst

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, steig í pontu og sagði „ömurlegt að þurfa að afgreiða þetta neyðarlán“. Sagðist hún hafa samþykkt það vegna skilyrðanna sem fylgdu. „Ég heyrði heldur engan í salnum koma með betri hugmynd um þetta.“ Hún sagðist hafa viljað sjá að „við seldum fyrirtækið Íslandspóst og byðum út þá þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvert ríkisfé með“.

„Ég get engan veginn séð rök fyrir því að reksturinn þurfi endilega að vera á herðum ríkisins til lengri tíma litið.“

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætis sprettir í hvorri mynd um sig. Meira »

„Verður ekki gefinn mikill tími“

13:51 „Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Meira »

Innherjinn kveðst „japanskur í hugsun“

13:28 Nú hafa tveir sakborningar af þremur lokið við að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem fram fer aðalmeðferð í innherjasvikamáli, tengdum viðskiptum með afleiður, sem byggðust á hlutabréfaverði í Icelandair Group. Meira »

Telur tillögurnar vel unnar

13:27 Vel er tekið í tillögur átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum í fréttatilkynningu frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Tillögurnar, sem kynntar voru í gær, eru sagðar vel unnar og gott innlegg í umræðuna. Meira »

Meirihluti telur farsímanotkun hættulega

13:00 Meirihluti svarenda í viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs telur hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega. Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó hafa nú hrundið af stað átakinu Höldum fókus í fjórða sinn. Meira »

Þrír fundir í næstu viku

12:52 Boðað hefur verið til þriggja funda í næstu viku í kjaradeilu VR, Eflingar, Verðalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í morgun þar sem ákveðið var að taka frá þrjá daga í næstu viku. Meira »

Opið í Bláfjöllum í dag

12:22 Opið verður í Bláfjöllum kl. 14-21 í dag. Á svæðinu er fimm stiga frost og vindhraðinn á bilinu 2-3 metrar á sekúndu.   Meira »

676 milljónir króna í geymslu

11:17 Rúmlega 676 milljónir króna skal leggja inn á bankareikning og geyma þar uns skorið verður úr um það í dómsmálum hvort krafa Íslandsbanka til fjárins sé á rökum reist. Meira »

„Örugg eyðing gagna“ almennt orðasamband

11:08 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem bannaði Íslenska gámafélaginu að nota auðkennið „Örugg eyðing gagna“. Meira »

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

10:56 Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Meira »

Fá ekki að heyra skýrslur hinna

10:38 Aðalmeðferð hófst í dag í máli þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum sem varða viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group. Ákærðu fá ekki að heyra skýrslur annarra sakborninga, áður en þeir gefa sjálfir skýrslu. Meira »

Ný mathöll í lok febrúar

10:30 „Það er allt komið á fullt og þetta er farið að taka á sig fallega mynd,“ segir Steingerður Þorgilsdóttir, einn eigenda Mathallar Höfða sem opnuð verður í lok næsta mánaðar á Bíldshöfða 9. Meira »

Aðalmeðferð hefst í innherjasvikamáli

08:45 Aðalmeðferð hefst í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þriggja manna, sem ákærðir eru af héraðssóknara fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum, sem tengjast viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hf. Meira »

Ljóskastarahús úr seinna stríðinu friðlýst

08:18 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa ljóskastarahús við Urð á Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Á heimasíðu Minjastofnunar segir að mannvirkið sé einstakt á Íslandi og mikilvæg heimild um hernámstímann og umsvif breska setuliðsins hér á landi. Meira »

Hætta í VR og ganga í KVH

07:57 „Það er talsvert um fyrirspurnir. Margir hafa að undanförnu sótt um aðild að Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH),“ segir Birgir Guðjónsson, formaður félagsins. Margir nýir félagsmenn komi úr VR. Meira »

14% fækkun ávísana á fíkni- og ávanalyf

07:37 „Þessi niðurstaða sýnir að með því að ná utan um flókin verkefni og ýta aðgerðum í framkvæmd þá náum við árangri,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem í gær lagði fram á ríkisstjórnarfundi upplýsingar frá landlæknisembættinu um 14% samdrátt milli áranna 2017 og 2018 í ávísunum lækna á lyf sem leitt geta til ávana og fíknar. Meira »

Moldóva öruggt ríki

07:10 Útlendingastofnun hefur bætt Moldóvu á lista stofnunarinnar yfir örugg upprunaríki. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar og það ítrekað að það þýði hins vegar ekki að ef umsækjandi um alþjóðlega vernd kemur frá Moldóvíu sé máli hans vísað frá heldur sé það skoðað eins og mál fólks frá öðrum ríkjum. Meira »

Allt að 14 stiga frost

06:45 Hið fegursta vetrarveður á snævi þöktu landinu í dag en él á víð og dreif og frost að 14 stigum inn til landsins.   Meira »

Stúdentar styðja BHM

06:29 Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti. Meira »
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
Bókaveisla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...