Flokksskírteini í stað hæfni stjórnenda

Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi.
Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi. mbl.is/Eggert

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi um Íslandspóst að flestum hefði verið komið í opna skjöldu um hversu alvarleg staða fyrirtækisins væri orðin, sem sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að það er í eigu ríkisins.

Fjárlaganefnd Alþingis afgreiddi breytingartillögu meirihluta nefndarinnar á fundi sínum í síðustu viku um að ríkissjóður fái heimild til að veita Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins.

Þorsteinn benti á að stöðugildum hjá Íslandspósti hafi fjölgað um liðlega 100 frá árinu 2014 á sama tíma og verulega hafi hallað undan rekstrinum. Hann sagði stjórnvöld ekki hafa tekið á undirliggjandi vanda fyrirtækisins. „Raunar er þetta enn eitt dæmið um hversu óæskilegt er að ríkisfyrirtækjum sé stýrt af pólitískt skipuðum stjórnum. Það er allt of sjaldan að einhver hæfisskilyrði, hæfni stjórnarmanna ráða för við skipan slíkra stjórna, heldur skiptir þar flokksskírteinið oftar en ekki öllu máli.“

Íslandspóstur hefur átt við rekstrarvanda að stríða.
Íslandspóstur hefur átt við rekstrarvanda að stríða. mbl.is/Eggert

Óvissa um framtíðina

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði megintilgang frumvarpsins vera að tryggja alþjónustu Íslandspósts. Að tryggja öllum lágmarksþjónustu á viðráðanlegu verði. Þorsteinn spurði hann út í mat á áhrifum frumvarps um póstþjónustu og sagði Sigurður Ingi það flókið vegna óvissu um framtíðina. Bréfum fækki hratt og þörf sé á að frumvarpið feli í sér verulegan sveigjanleika. Rafræn þjónusta sé að taka við af hefðbundnum bréfapósti.

Óttast flengingu frá EFTA

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hafa miklar áhyggjur af „andvaraleysi ríkisstjórnarinnar sem á að passa fjármuni okkar“. Einnig kvaðst hún hafa áhyggjur af því að sömu stjórnendum sé falið að halda áfram um stýrið þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins.

Helga Vala bætti við að árum saman hafi verið kvartað undan rekstri Íslandspósts á dótturfélögum þess sem eru í samkeppnisrekstri . „Ég óttast að eftirlitsstofnun EFTA munu koma og hreinlega flengja okkur fyrir þessa framkvæmd vegna þess að Íslandspóstur hefur árum saman verið í bullandi samkeppnisrekstri.“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hefði viljað óháða úttekt

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði ámælisvert hversu seint málið var kynnt í fjárlaganefnd og það veki upp spurningar. Hann telur að fjárlaganefnd hefði þurft að greina rekstur Íslandspósts áður en ákveðið var að veita lánið. „Óháð úttekt á taprekstrinum hefði átt að fara fram og það hefði líka átt að skoða ábyrgð stjórnenda fyrirtækisins.“

Björn Leví Gunnarsson sagði fyrirséð að Íslandspóstur nái ekki að endurgreiða lánið. Verið sé að endurlána 1.500 milljónir króna sem geti ekki verið annað en ríkisstyrkur.

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðhaldsaðgerðir máttu hefjast fyrr

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, talaði um svar sem nefndin fékk frá Íslandspósti um fyrirhugaðar aðgerðir vegna rekstrarvandans. Þar er talað um að tekjur af einkarétti hafi í minnkandi mæli staðið undir alþjónustu og að stjórn Íslandspósts sé að vinna að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019. Í henni felist hagræðingar og aðhaldsaðgerðir. „Ég tek undir að þær hefðu mátt hefjast fyrr,“ sagði hann en bætti við að lánsheimildin sé skilyrt því að ráðherrar upplýsi um framvindu rekstrarhagræðingarinnar. Þá fáist nánari greining á því áður en lánið er veitt.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Hefði viljað selja Íslandspóst

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, steig í pontu og sagði „ömurlegt að þurfa að afgreiða þetta neyðarlán“. Sagðist hún hafa samþykkt það vegna skilyrðanna sem fylgdu. „Ég heyrði heldur engan í salnum koma með betri hugmynd um þetta.“ Hún sagðist hafa viljað sjá að „við seldum fyrirtækið Íslandspóst og byðum út þá þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvert ríkisfé með“.

„Ég get engan veginn séð rök fyrir því að reksturinn þurfi endilega að vera á herðum ríkisins til lengri tíma litið.“

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Gera íslensku krónuna að rafmynt

05:30 Nú þegar leyfi FME er í höfn má Monerium gefa út rafeyri í íslenskum krónum fyrir bálkakeðjur.  Meira »

Hliðarvindsprófanir í Keflavík

05:30 Flugvélaframleiðendur geta núna farið með flugvélar í hliðarvindsprófanir á Keflavíkurflugvelli á ný.  Meira »

Mikið um að vera í borginni

05:30 Mikil hátíðarhöld verða í höfuðborginni í dag í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Margskonar skemmtiatriði verða á dagskránni víða um borgina og því ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Meira »

Skákmót og hátíðarhöld

05:30 Efnt hefur verið til fagnaðarfundar í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Skákfélagið Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, standa að baki hátíðinni. Meira »

Stofa á Þjóðminjasafni opnuð í dag

05:30 Í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní, verður í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík opnað nýtt rými sem nefnt er Stofa . Þar er aðstaða þar sem börn, fjölskyldur, skólahópar og aðrir geta kynnt sér safnkostinn í meira návígi en áður hefur boðist. Meira »

Ráðuneytið með öryggisátt til skoðunar

05:30 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er með erindi Rannsóknarnefndar samgönguslysa til skoðunar, en það snýr að álagningu vanrækslugjalds ef skráð ökutæki er ekki fært til lögmætrar skoðunar innan tilskilins tíma. Meira »

Óttast mismunun fyrirtækja

05:30 „Þetta er stórt högg fyrir framtíðaráform okkar, ef af verður,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax hf., spurður um fyrirhugaðar breytingar á meðferð leyfisumsókna um sjókvíaeldi í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Fljúga 1.100 kílómetra á svifvængjum

Í gær, 22:30 Hans Kristján er staddur í Sviss og mun næstu daga þvera Alpana á svifvængjum. „Þetta er ein magnaðasta keppni í heimi,“ segir hann en drífur sig svo að sofa, því að á morgun flýgur hann 100 kílómetra. Meira »

Lokanir gatna og akstur Strætó 17. júní

Í gær, 22:26 Mörgum götum verður lokað vegna hátíðarhalda í miðborg Reykjavíkur á morgun, 17. júní, og hvetur lögregla vegfarendur til að fara varlega og leggja löglega, en frekari upplýsingar um götulokanir er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Víða væta á þjóðhátíðardegi Íslendinga

Í gær, 21:59 „Það er útlit fyrir norðlæga átt hjá okkur á morgun og skýjað fyrir norðan og austan, en léttskýjað suðvestan lands fram eftir degi,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur um veðurspána fyrir 17. júní, þjóðhátíðardag Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »

Flugkennslu aflýst vegna óánægju

Í gær, 20:40 Eftir að póstur var sendur til flugkennara í verktakavinnu hjá Keili þess efnis að þeim yrði gert að gangast undir kjarasamninga við fyrirtækið, lögðu sumir þeirra niður störf vegna óánægju. Meira »

Græni herinn kom saman á ný

Í gær, 19:30 Græni herinn svokallaði var endurvakinn í dag með táknrænni athöfn á sama stað og hann var upphaflega stofnaður fyrir 20 árum. Efnt var til gróðursetningar í Hveragerði sem mun marka upphaf starfsemi Græna hersins í nýrri 5 ára áætlun hans. Meira »

Costco sýknað af bótakröfu vegna tjóns

Í gær, 19:05 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Costco af kröfu konu um bætur vegna innkaupakerru sem rann á bíl hennar framan við verslunina í Garðabæ. Fór konan fram á rúmar 262 þúsund krónur í bætur vegna viðgerðar. Meira »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

Í gær, 18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

Í gær, 18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

Í gær, 18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

Í gær, 17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anne Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

Í gær, 16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

Í gær, 15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »