Laun hjúkrunarfræðinga of lág

Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær. Gestir komu frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu og Embætti landlæknis og fóru yfir stöðu mála varðandi vanda Landspítalans við að tryggja nægilega vel öryggi sjúklinga, að sögn Halldóru Mogensen, formanns velferðarnefndar.

Fram kom á fundinum að mikið álag hefði verið á Landspítalanum að undanförnu. „Við vildum fá upplýsingar um stöðuna og hvernig verið væri að bæta hana,“ sagði Halldóra. Hún sagði að nefndin hefði fengið upplýsingar um hvaða vinna væri í gangi hjá heilbrigðisráðuneytinu til að bæta stöðuna.

„Aðalvandinn virðist vera skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, þó aðallega hjúkrunarfræðingum. Fundurinn snerist dálítið um hvernig við getum lagað það. Vandinn er ekki sá að fólk sæki ekki í nám í hjúkrunarfræði heldur sá að um eitt þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar á Íslandi vinna við önnur störf. Ein ástæða þess er vinnuumhverfi og vaktavinna hjúkrunarfræðinga og önnur að launin eru ekki nógu góð. Starfinu fylgir mikið álag,“ segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »