Pólitískum aðstoðarmönnum mun fjölga

Birgir Ármannsson (t.v.) er flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn eru formenn ...
Birgir Ármannsson (t.v.) er flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn eru formenn allra þingflokka á þingi. mbl.is/Hari

Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi lögðu fram frumvarp í gær sem felur í sér breytingar á lögum um pólitískt ráðna starfsmenn þingflokka. Ef það er samþykkt mun þingflokkum gert kleift að ráða starfsmenn til aðstoðar þingmönnum sínum.

Frumvarpið felur í sér að 17 aðstoðarmenn verði ráðnir til flokkanna á þingi á næstu þremur árum. Um er að ræða pólitískt skipaða starfsmenn fyrir þingflokkana, sem Alþingi greiðir laun. Í fjárlögum fyrir 2019 er þannig gert ráð fyrir 120 milljóna króna aukningu í fjárheimildum Alþingis til þess að auka aðstoð við þingmenn.

Þegar hafa ráðherrar flestir tvo aðstoðarmenn á sínum snærum og eru aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar samtals 24. Hver þingflokkur á þingi hefur þegar einn starfsmann í sinni þjónustu.

Einn þriðji aðstoðarmanns á hvern óbreyttan þingmann

„Allir sem að þessu koma eru meðvitaðir um þann kostnað sem þessu fylgir og þess vegna erum við að stíga varfærin skref í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við mbl.is. Hann er flutningsmaður frumvarpsins.

Hann hafði þó ekki nákvæmar tölur á takteinum um hver kostnaðurinn við þennan starfskraft yrði fyrir ríkissjóð. „Þetta eru einhverjir tugir milljóna á ári,“ sagði hann.

Með varfærnum skrefum á Birgir við að þetta verði gert í áföngum. Árið 2019 má gera ráð fyrir að allir átta þingflokkar fái einn starfsmann ráðinn til þjónustu við sig. Árin 2020 og 2021 fá þingflokkarnir svo starfsmenn í sína þjónustu í hlutfalli við það fylgi sem þeir hlutu í síðustu kosningum.

Miðað er að því að á endanum verði ⅓ stöðugildi aðstoðarmanns á hvern óbreyttan þingmann en þeir eru 47. Stöður aðstoðarmanna sem þessara eru ekki auglýstar heldur mun skrifstofa Alþingis ráða þá, eftir tillögum stjórnmálaflokkanna.

Pólitískir almennir starfsmenn

Í verkahring þessara nýju starfsmanna, sem frumvarpið veigrar sér við að kalla aðstoðarmenn, verða öll hefðbundin verk aðstoðarmanna stjórnmálamanna. „Meginverkefni þessara starfsmanna er aðstoð við þingmenn við undirbúning þingmála, gagnaöflun og aðstoð þegar menn eru að sinna nefndarstörfum,“ segir Birgir.

„Þetta eru störf sem í eðli sínu kalla á pólitíska vinnu og þá gilda ekki sömu reglur um þessa starfsmenn og hlutlausa starfsmenn skrifstofunnar,“ segir Birgir. Þingflokkunum verður gefin heimild til þess að ráða starfsmenn, sem þeir ráða svo hvaða hlutverki eiga nákvæmlega að gegna.

Þingmannsstarfið er breytt

Í Danmörku eru 2,23 aðstoðarmenn á hvern þingmann og í Svíþjóð 1,00 stöðugildi. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir breytingar þær sem frumvarpið boðar þannig eðlilega þróun í átt að því sem tíðkast í öðrum lýðræðisríkjum. Hann kveðst þó ekki í stöðu til þess að taka afstöðu til þess hvort frumvarpið verði beinlínis til hagsbóta fyrir störf þingsins.

Helgi segir þó að störf þingmanna séu vissulega breytt frá því sem áður var. „Þingmannsstarfið er ekki lengur þannig að þingmaður geti komið hérna og unnið öll sín störf sjálfur og skrifað allar tillögur sjálfur. Það hefur einfaldlega breyst, að eðli og í framkvæmd,“ segir Helgi. Þetta frumvarp sé þá liður í aðlögun þingsins að nýjum veruleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Er mönnum alvara?“

15:19 Blaðamaður DV og höfundur langrar umfjöllunar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, segir firringu fólgna í því að telja að þær upplýsingar sem fram hafi komið í umfjöllun sinni eigi ekki erindi við almenning. Meira »

Hvaltönn fyrir lengra komna „lovera“

15:12 Skartgripasalar hafa lýst yfir áhuga á að smíða skartgripi úr tönnum og beinum grindhvalanna sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »

Ársverðbólga 3,1%

15:10 Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,21% milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú um 3,1% og lækkar örlítið milli mánaða Meira »

Innkalla 165 bíla af gerðinni Volvo XC90

14:57 Bifreiðaumboðið Brimborg hefur ákveðið að innkalla 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerðinni 2016.  Meira »

Verðum að sjá fyrir endann á þessu

14:52 Litlu mátti muna að rússneski togarinn Orlik hefði sokkið í Njarðvíkurhöfn í nótt. Með snörum viðbrögðum náðist að koma í veg fyrir það en kostnaður við að ná sokknu skipi úr höfninni gæti auðveldlega verið í kringum 200 milljónir króna. Vonir standa til að losna við skipið á næstu dögum. Meira »

Valdið hverfur ekki með formannsleysi

14:18 „Flati strúktúrinn gengur á meðan allir sem taka þátt í litlum hópi eru á sömu blaðsíðunni um það hvernig hlutirnir eiga að vera,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is um það fyrirkomulag innan flokksins að vera án formanns. Það geti hins vegar breyst. Meira »

Hætti sem formaður eftir fjármálamisferli

14:04 Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi sagði upp störfum í júní eftir að upp komst að hann hafði misnotað greiðslukort trúfélagsins í starfi sínu með því að taka út rúmar 30 þúsund norskar krónur án heimildar. Stjórn trúfélagsins ákvað að leggja ekki fram kæru á hendur honum. Meira »

Engin E. coli tilfelli í dag

13:54 Engin tilfelli af E. coli greindust í dag eftir að rannsökuð voru saursýni frá 15 einstaklingum sem borist hafa undanfarna daga. Þriggja ára drengur sem var rannsakaður fyrir helgi og grunaður um að vera með sýkingu reyndist vera sýktur af E. coli. Bandaríska barnið sem var til rannsóknar reyndist ekki vera með E. coli. Meira »

Tvær flugvélar Circle Air kyrrsettar

13:41 Evrópsk flugmálayfirvöld hafa kyrrsett allar flugvélar af sömu tegund og flugvélin sem fórst í Umeå í Svíþjóð fyrir viku með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið. Báðar flugvélar íslenska flugfélagsins Circle Air eru af þessari tegund og hefur félagið því þurft að verða sér út um lánsvélar á meðan kyrrsetningin stendur yfir. Meira »

Fullur bær af ferðamönnum

13:30 Þrjú skemmtiferðaskip heimsækja Grundarfjörð í dag og hafa ekki jafn mörg skip af þeirri tegund heimsótt bæinn á einum og sama deginum til þessa. Meira »

Þýskur ferðamaður fótbrotnaði illa

12:49 Hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls var kölluð út fyrir hádegi vegna konu sem hafði slasast rétt við Herðubreiðarlindir. Meira »

Rafmagnslaust í nótt í Hafnarfirði

12:09 Frá klukkan eitt næstu nótt, aðfaranótt þriðjudags, verður rafmagnslaust á öllu veitusvæði HS veitna innan Hafnarfjarðarbæjar og hluta Garðabæjar. Verið er að taka háspennustreng HF1 frá Landsneti aftur í rekstur, en til aðgerðanna kemur vegna vegaframkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Meira »

Ljósbogi myndaðist í kerskálanum

12:05 Svokallaður ljósbogi myndaðist í kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær og voru framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu í kjölfarið kallaðir á svæðið. Í framhaldinu var ákveðið að slökkva á kerskálanum. Meira »

Skoða hvalina á morgun

12:01 Til stendur að tveir sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun fari á morgun og skoði tugi grindhvala sem rak á dögunum á land í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »

Líkamsárás kærð í Eyjum

11:20 Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir árásarmanninn sem var eitthvað ósáttur við annan mann hafa slegið þann síðarnefnda í andlitið þannig að tönn losnaði. Meira »

Áttavilltir ferðamenn og undrandi Íslendingar

11:10 Hefur Fontana einhvern árangursdrifinn kraft fram yfir Gömlu-Gufuna? spyr Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra í grein í Morgunblaðinu. Veltir hann upp þeirri spurningu hvort erlendar nafngiftir séu gefnar „til árangurs og af illri nauðsyn eða af gáleysi íslenskri tungu til háðungar og hnignunar?“ Meira »

Sáu lekann fyrir

10:14 „Þetta sýnir að mat okkar á ástandi skipsins var hárrétt og hefði ekki mátt bíða lengur,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafna. Orlik, rússneskur togari í Njarðvíkurhöfn, var hætt kominn í nótt er gat kom á hann og sjór flæddi inn. Meira »

Slökkt á einum kerskála vegna óróleika

09:50 Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að ákvörðunin hafi verið erfið en að hún hafi verið tekin til að tryggja öryggi starfsmanna og ná um leið betri tökum á rekstrinum. Meira »

Skaði slíti Filippseyjar stjórnmálasambandi

09:00 Það yrði skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmálasambandi við landið. Afleiðingarnar gætu orðið margvíslegar og undirstrika að meiriháttar rof hefði átt sér stað í samskiptum þjóðanna, segir Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...