Pólitískum aðstoðarmönnum mun fjölga

Birgir Ármannsson (t.v.) er flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn eru formenn ...
Birgir Ármannsson (t.v.) er flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn eru formenn allra þingflokka á þingi. mbl.is/Hari

Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi lögðu fram frumvarp í gær sem felur í sér breytingar á lögum um pólitískt ráðna starfsmenn þingflokka. Ef það er samþykkt mun þingflokkum gert kleift að ráða starfsmenn til aðstoðar þingmönnum sínum.

Frumvarpið felur í sér að 17 aðstoðarmenn verði ráðnir til flokkanna á þingi á næstu þremur árum. Um er að ræða pólitískt skipaða starfsmenn fyrir þingflokkana, sem Alþingi greiðir laun. Í fjárlögum fyrir 2019 er þannig gert ráð fyrir 120 milljóna króna aukningu í fjárheimildum Alþingis til þess að auka aðstoð við þingmenn.

Þegar hafa ráðherrar flestir tvo aðstoðarmenn á sínum snærum og eru aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar samtals 24. Hver þingflokkur á þingi hefur þegar einn starfsmann í sinni þjónustu.

Einn þriðji aðstoðarmanns á hvern óbreyttan þingmann

„Allir sem að þessu koma eru meðvitaðir um þann kostnað sem þessu fylgir og þess vegna erum við að stíga varfærin skref í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við mbl.is. Hann er flutningsmaður frumvarpsins.

Hann hafði þó ekki nákvæmar tölur á takteinum um hver kostnaðurinn við þennan starfskraft yrði fyrir ríkissjóð. „Þetta eru einhverjir tugir milljóna á ári,“ sagði hann.

Með varfærnum skrefum á Birgir við að þetta verði gert í áföngum. Árið 2019 má gera ráð fyrir að allir átta þingflokkar fái einn starfsmann ráðinn til þjónustu við sig. Árin 2020 og 2021 fá þingflokkarnir svo starfsmenn í sína þjónustu í hlutfalli við það fylgi sem þeir hlutu í síðustu kosningum.

Miðað er að því að á endanum verði ⅓ stöðugildi aðstoðarmanns á hvern óbreyttan þingmann en þeir eru 47. Stöður aðstoðarmanna sem þessara eru ekki auglýstar heldur mun skrifstofa Alþingis ráða þá, eftir tillögum stjórnmálaflokkanna.

Pólitískir almennir starfsmenn

Í verkahring þessara nýju starfsmanna, sem frumvarpið veigrar sér við að kalla aðstoðarmenn, verða öll hefðbundin verk aðstoðarmanna stjórnmálamanna. „Meginverkefni þessara starfsmanna er aðstoð við þingmenn við undirbúning þingmála, gagnaöflun og aðstoð þegar menn eru að sinna nefndarstörfum,“ segir Birgir.

„Þetta eru störf sem í eðli sínu kalla á pólitíska vinnu og þá gilda ekki sömu reglur um þessa starfsmenn og hlutlausa starfsmenn skrifstofunnar,“ segir Birgir. Þingflokkunum verður gefin heimild til þess að ráða starfsmenn, sem þeir ráða svo hvaða hlutverki eiga nákvæmlega að gegna.

Þingmannsstarfið er breytt

Í Danmörku eru 2,23 aðstoðarmenn á hvern þingmann og í Svíþjóð 1,00 stöðugildi. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir breytingar þær sem frumvarpið boðar þannig eðlilega þróun í átt að því sem tíðkast í öðrum lýðræðisríkjum. Hann kveðst þó ekki í stöðu til þess að taka afstöðu til þess hvort frumvarpið verði beinlínis til hagsbóta fyrir störf þingsins.

Helgi segir þó að störf þingmanna séu vissulega breytt frá því sem áður var. „Þingmannsstarfið er ekki lengur þannig að þingmaður geti komið hérna og unnið öll sín störf sjálfur og skrifað allar tillögur sjálfur. Það hefur einfaldlega breyst, að eðli og í framkvæmd,“ segir Helgi. Þetta frumvarp sé þá liður í aðlögun þingsins að nýjum veruleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23ja sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem að rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR ÚTSALA er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. ÚTSALA Handskornar kristal...
Bækur til sölu..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...