Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna

Sara Nassim hefur í rúman áratug unnið í kvikmyndaiðnaði á …
Sara Nassim hefur í rúman áratug unnið í kvikmyndaiðnaði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem framleiðandi tónlistarmyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar.

Að sögn Söru er Tierra Whack vel þekkt söngkona í Bandaríkjunum. „Grammy-verðlaunin eru ein virtustu tónlistarverðlaun í heimi og því mikill heiður að vera tilnefnd. Mestu þýðinguna hefur þetta fyrir Tierra Whack sem er ung og ótrúlega hæfileikarík listakona. Hún og leikstjórinn Marco Prestini eiga þetta innilega skilið og ég vona að tilnefningin opni fyrir þeim fleiri tækifæri,“ segir Sara en Mumbo Jumbo hefur fengið 468.000 áhorf á youtube frá því í október 2017.

Sara er alin upp í Vesturbæ Reykjavíkur, gekk í Hagaskóla og MH en þaðan fór hún til Los Angeles í meistaranám í kvikmyndaframleiðslu.

Sjá samtal við Söru í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »