Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

Kótilettur eru klassískar.
Kótilettur eru klassískar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt.

„Ég fæ töluvert af fyrirspurnum og heyri í fólki í kringum mig. Mín tilfinning er að fólk sé í auknum mæli að hverfa frá hefðum, eða að minnsta kosti hef ég heyrt þó nokkra segja að nú ætli þeir að hafa eitthvað annað en hamborgarhrygg eða pörusteik í fyrsta skipti í þrjátíu ár eða eitthvað slíkt. Það hefur samt ekkert endilega með nýjungagirni að gera, meira að fólk vill eitthvað aðeins léttara, eða allavega ekki eins mikið reykt og saltað,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir, einn helsti matarsérfræðingur landsins.

Nanna segir að þeir sem vilji breyta til prófi margir kalkúnabringu, önd eða eitthvað slíkt auk þess sem framandi réttir sjáist líka. „Svo gæti ég alveg trúað að naut og lamb yrði algengari jólamatur en oft áður af því að það eru svo margir komnir með sous vide-græju.“

Fuglakjöt sækir í sig veðrið

Þó að innflutningur á kjöti hafi aukist síðustu ár merkja kaupmenn sem Morgunblaðið ræddi við ekki að framandi tegundir á borð við fasana, akurhænur, kengúru og dádýr verði áberandi á borðum þegar klukkan slær sex á aðfangadag. Hins vegar kjósi fleiri léttari mat og jafnvel einfaldari í framreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »