Skógarmítill, kvef og kynlíf

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir (t.v.) og Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingar.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir (t.v.) og Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vefurinn heilsuvera.is er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Vefnum er ætlað að koma á framfæri til almennings áreiðanlegum upplýsingum um heilsu, þroska og áhrifaþætti heilbrigðis, ásamt því að opna aðgengi einstaklinga inn á eigin sjúkraskrá og gera fólki mögulegt að vera í sambandi við heilsugæsluna sína í gegnum netið.

Vefurinn skiptist í fjóra hluta. Sá fyrsti er þekkingarvefur, en strax á forsíðunni má finna efnisflokka sem hafa að geyma ýmsan fróðleik um heilsu og sjúkdóma. Þarna má meðal annars finna efni um næringu, hreyfingu, svefn og hvíld, kynheilbrigði, forvarnir og bólusetningar ásamt upplýsingum um áhrifaþætti heilsu, sjúkdóma, einkenni og frávik í þroska.

Fólk getur fengið hagnýt ráð og leiðbeiningar um að breyta heilsuhegðun sinni hvort sem markmiðið er að draga úr áfengisneyslu, hætta reykingum, bæta mataræði eða auka hreyfingu. Verðandi foreldrar og foreldrar barna geta fundið ítarlegt efni um meðgöngu, fæðingu, þroska barna og uppeldi. Á þeim hluta sem fjallar um sjúkdóma, einkenni og frávik má fá gagnleg ráð um hvað hægt er að gera heima og hvenær er ráðlagt að leita til heilsugæslunnar eða á bráðamóttöku.

Sjá umfjöllun um vefinn heilsuvera.is í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »