Ólíklegt að samningar takist fyrir áramót

Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að skrifað verði undir nýja kjarasamninga …
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að skrifað verði undir nýja kjarasamninga fyrir áramót. mbl.is/Golli

„Okkar mat á stöðunni núna er að það sé ólíklegt, svo ekki sé nú meira sagt, að það náist að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir áramót,“ segir Flosi Eiríksson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is.

Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Ljósmynd/Aðsend

Formenn allra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sitja nú á fundi þar sem farið er yfir stöðuna í kjaraviðræðum. Fundurinn hófst klukkan ellefu og gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir til klukkan þrjú í dag.

Flosi segir að meðal dagskrárliða á fundi formannanna í dag sé að ræða þann möguleika að vísa verkstjórn samninganna til ríkissáttasemjara. „Það er ekki komið á neitt stig en auðvitað hafa þau sjónarmið komið fram og það er eitt af því sem á að ræða hér á eftir,“ segir hann. 

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ákveði Starfs­greina­sam­bandið að vísa verk­stjórn samn­ing­anna til rík­is­sátta­semj­ara muni VR að öll­um lík­ind­um gera það einnig.

Flestir gildandi samningar rennar út um áramótin og eru líkurnar hverfandi á að tak­ast muni að ljúka gerð kjara­samn­inga á al­menna vinnu­markaðinum fyr­ir þann tíma. Mik­il vinna og fund­ar­höld eru þó í gangi milli viðsemj­enda og í vinnu­hóp­um og und­ir­nefnd­um um fjöl­mörg mál.

mbl.is