Róa stanslaust í heila viku

Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ætla að róa næstu sjö daga ...
Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ætla að róa næstu sjö daga til styrktar Frú Ragnheiði - skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. Ljósmynd/Aðsend

Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, fjórir karlar og þrjár konur, ætla að róa stanslaust í eina viku í verslun Under Armour í Kringlunni og safna fjármunum fyrir Frú Ragnheiði — skaðaminnkun. Leikar hefjast klukkan 17 í dag.

Ágúst Guðmundsson er einn þeirra sem taka þátt í átakinu og þekkir hann vel til hjá Frú Ragnheiði, sem er verkefni Rauða krossins i Reykjavík og hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og þeirra sem nota vímuefni í æð.

„Ég veit að þau vantar ákveðið tæki sem ekki er gert ráð fyrir í rekstri verkefnisins í ár og því ákváðum við að safna fyrir því,“ segir Ágúst. Tækið sem um ræðir er eins konar vasaljós sem auðveldar að lýsa upp illa farnar æðar. Tækið mun nýtast vel í bíl Frú Ragnheiðar sem ekið er um götur höfuðborgarsvæðisins, sex kvöld í viku. Þangað geta einstaklingar leitað og fengið heilbrigðisaðstoð sem og nálaskiptiþjónustu. Markmiðið með nálaskiptiþjónustu er að draga úr líkum á sýkingum og smiti svo sem lifrarbólgu C og HIV meðal þeirra sem sprauta vímuefnum í æð.

Róa í klukkustund á sex tíma fresti

Róðurinn fer þannig fram að hver rær klukkutíma í senn á sjö klukkustunda fresti. Dagskráin er því ansi þétt. „Við erum öll í ansi fínu standi af því að við þurfum að standast okkar árlegu þrekpróf innan vinnunnar og vön vaktavinnunni þannig að það hjálpar örugglega líka,“ segir Ágúst.

Alls verða þrjár róðravélar í versluninni. „Við hvetjum fólk til að koma og róa með okkur, hvort sem það er mínúta eða klukkutími,“ segir Ágúst. Róðravélarnar þrjár smellpassa í sýningargluggann í verslun Under Armour og Ágúst segir að tilhugsunin um að vera lifandi jólaútstilling í heila viku sé tilhlökkunarefni.

Ágúst Guðmundsson hvetur fólk til að leggja málefninu lið, annaðhvort ...
Ágúst Guðmundsson hvetur fólk til að leggja málefninu lið, annaðhvort með fjálsum framlögum eða að róa með slökkviðliðsmönnunum í verslun Under Armour í Kringlunni. Ljósmynd/Aðsend

Vegalengdin er aukaatriði

Tækið kostar um hálfa milljón og segir Ágúst að gaman væri að ná því en hann vill setja stefnuna enn hærra. „Ef við náum að safna milljón verð ég voða glaður.“ Nú þegar hafa safnast um 275.000 krónur svo óhætt er að segja að söfnunin fari vel af stað.

Ljóst er að vegalengdin sem mun nást á einni viku verður talsverð og miðað við lauslega útreikninga Ágústs ætti hópurinn að ná að róa yfir tvö þúsund kílómetra, ef gert er ráð fyrir að hver slökkviliðsmaður rói um 11,5-12,5 kílómetra á klukkutíma. „En vegalengdin er í sjálfu sér aukaatriði,“ segir Ágúst. „En það verða aumir rassar í lokin, ég get lofað því,“ bætir hann við.

Eins og fyrr segir hefst róðurinn klukkan 17 í dag í verslun Under Armour í Kringlunni og hægt verður að fylgjast með slökkviliðsmönnunum í heila viku, en róðrinum lýkur klukkan 17 föstudaginn 21. desember klukkan 17. Hægt er að leggja málefninu lið á vefsíðu Rauða krossins.

mbl.is

Innlent »

„Í góðum gír þrátt fyrir veðrið“

15:15 „Hátíðin hefur gengið rosalega vel og fólk verið í góðum gír og góðu yfirlæti þrátt fyrir veðrið,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastýra listahátíðarinnar LungA sem fram fór á Seyðisfirði í vikunni. Meira »

„Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“

15:00 Systkinunum Hrafni og Elísabetu Jökulsbörnum hafa borist ýmsar hótanir vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði í Árneshreppi. Ljótustu ummælin sem þeim hafa borist birti Hrafn á Facebook-síðu sinni, en þau hljóða svo. „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi [sic].“ Meira »

Útilokar ekki þjóðaratkvæði um sæstreng

14:45 Hugsanlega kæmi til greina að ákvörðun um lagningu sæstrengs fyrir rafmagn til Evrópu yrði lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Lénið .is mikilvægur innviður samfélagsins

14:30 Ríkisstjórn Íslands hefur áform um að leggja fram frumvarp til laga um landshöfuðlénið .is, en hvergi er minnst á lén í íslenskum lögum eins og þau standa í dag. Nokkrar atlögur hafa verið gerðar að samningu frumvarpa á þessu sviði en hafa þær ekki náð fram að ganga. Meira »

Sjálfstæðismenn safni undirskriftum

13:35 „Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Meira »

Erfitt að réttlæta fatakaup

13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...