Segir ekkert nema tækifæri fram undan

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Alþingi.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Við þurfum að móta okkur stefnu og gera áætlanir um hvernig við ætlum að mæta þeirri áskorun að vernda náttúru okkar en um leið að nýta hana landsmönnum til heilla,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðu um atvinnustefnu á opinberum ferðamannastöðum.

Vilhjálmur sagði að fólk þyrfti að spyrja sig hvernig það vildi standa að stýringu og útdeilingu takmarkaðra gæða. 

Segir að það þurfi að svara ýmsum spurningum

Hvernig verður best stuðlað að sjálfbærri nýtingu og sjálfbærum rekstri og uppbyggingu innviða á þessum stöðum? Hvaða gæða- og öryggiskröfur þarf ferðaþjónustan eða sú atvinnustarfsemi sem heimsækir eða starfar í og við opinbera ferðamannastaði að uppfylla? Verða gerðar kröfur um starfsleyfi og svo framvegis?“

Vilhjálmur benti á að málið væri ekki á byrjunarreit en flestum þessum áskorunum hefði verið tekið í Þingvallaþjóðgarði, Vatnajökulsþjóðgarði og Snæfellsþjóðgarði. Hann sagði að atvinnustefna væri mikilvæg fyrir svo fjölfarna ferðamannastaði eins og eru innan þjóðgarðanna þar sem koma ein til tæplega tvær milljónir ferðamanna á hvern af fjölsóttustu stöðunum innan þessara þjóðgarða.

Það gefur augaleið að slík aðsókn kallar á svör við spurningum um gjaldtöku, starfsleyfi fyrirtækja, gæði þeirrar þjónustu sem veitt er, umhverfismál, aðgangsstýringu, innviðauppbyggingu og útdeilingu takmarkaðra gæða, til dæmis með útboðum,“ sagði Vilhjálmur.

Hann sagði mikilvægt að ætla sér ekki að finna ríkislausn við öllum áskorunum fyrir alla staði í einu. „Eitt er þó ljóst, það eru ekkert nema tækifæri fyrir framan okkur,“ sagði Vilhjálmur.

Ákveðin tæki sett í verkfærakistuna

„Á undanförnum árum hefur megináhersla á ferðamannastöðunum verið á uppbyggingu innviða til að vernda náttúru og bæta öryggi og upplifun,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Hún sagði að samræmd aðgangsstýring að ferðamannastöðum í opinberri eigu eða umsjón væri ekki til staðar enda væri meginreglan sú að almenningi sé heimil för um landið samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga um almannarétt.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Eggert

Hvað varðar fjöldatakmarkanir má segja að ákveðin tæki hafi verið sett í verkfærakistuna þó að ekki sé farið að beita þeim,“ sagði Þórdís og nefndi til að mynda bílastæðagjöld á fjölsóttum ferðamannastöðum sem væri hægt að nýta til að stýra álagi með skilvirkari hætti en nú er gert.

Engin ein ríkislausn

Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að ganga lengra í stýringu, bæði út frá verndar- og nýtingarsjónarmiðum í ljósi stóraukinnar umferðar ferðamanna. Það er hárrétt hjá hæstvirtum þingmanni að það er engin ein ríkislausn og ég vildi fá að taka undir með hæstvirtum þingmanni hvað það varðar. Ég vil nefna það sérstaklega að það er engin ein ríkislausn í þessum verkfærakistum, það er engin ein ríkislausn í gjaldtöku eða stýringum.“

Björn Leví Gunnarsson Pírati sagði að allt tal um uppbyggingu á ferðamannastöðum væri velkomið en verið væri að bregðast við allt of seint. „Fyrsta skrefið í allri uppbyggingu ferðamannastaða er mjög einfalt; landvarsla, virk vöktun og möguleiki á skjótum viðbrögðum við hinum ýmsu uppákomum sem upp geta komið,“ sagði Björn.

mbl.is

Innlent »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar hreinan uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri stebbi_75@hotmail.com sími 659 5648...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...