Valgerður í stað Vilborgar í bankaráð

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Valgerður Sveinsdóttir var kjörin varamaður í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag. Hún kemur í stað Vilborgar G. Hansen sem sagði sig úr Miðflokknum og bankaráði í kjölfar ummæla þingmanna Miðflokksins á Klaustri 20. nóvember.

Vil­borg grein­ir frá úr­sögn sinni á Facebook 29. nóvember, en hún sendi bréf þess efnis bæði á Gylfa Magnús­son, formann bankaráðs, og Stein­grím J. Sig­fús­son, for­seta Alþing­is.

„Ég und­ir­rituð segi mig hér með úr vara­mannsku [sic] í bankaráðs [sic] Seðlabanka þar sem mér er ómögu­legt að styðja leng­ur þann flokk sem ég sit í umboði fyr­ir eft­ir frétt­ir gær­dags­ins í Dv og Stund­inni,“ kom meðal annars fram í færslu Vilborgar.

mbl.is