Vika er langur tími í pólitík

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/​Hari

Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar og í kjölfarið fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins í lok nóvember. Skömmu síðar steig konan fram og sagði Ágúst hafa reynt að fegra málið.

Fram kom í yfirlýsingu Ágústs að hann hefði hitt konuna á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur í júní og eftir samræður þar hafi þau farið á vinnustað konunnar og haldið þar spjallinu áfram. Sagðist hann hafa nálgast konuna tvívegis og spurt hvort þau ættu að kyssast. Hún hafi hafnað því með skýrri neitun og hann brugðist við með særandi orðum um hana.

Konan hafi að sögn Ágústs því næst beðið hann að yfirgefa vinnustað hennar sem hann hafi gert. Konan hafi nokkru seinna haft samband við hann og greint frá upplifun sinni og hann beðið hana afsökunar en hún ákveðið að leita til trúnaðarnefndarinnar. Sagðist Ágúst hafa ákveðið að leita sér aðstoðar og fara í tveggja mánaða ólaunað leyfi frá þingstörfum.

Formaður Samfylkingarinnar, Logi Már Einarsson, sagði í kjölfar yfirlýsingar Ágústs við mbl.is að hann virti ákvörðunina um að greina frá málinu og hvernig hann hygðist bregðast við því. Logi vildi hins vegar ekki svara því með beinum hætti hvort hann teldi að Ágúst ætti að segja af sér þingmennsku eða hvort málið ætti heima hjá forsætisnefnd Alþingis.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við mbl.is að hún vonaði að Ágúst hefði fengið samþykki konunnar áður en hann birti yfirlýsingu sína. Sagðist hún gera ráð fyrir því. Það væri á hans ábyrgð. Líkt og Logi vildi hún ekki svara því hvort hún teldi að Ágúst ætti að segja af sér eða hvort málið ætti erindi við forsætisnefnd þingsins.

Fjallað var um það á mbl.is síðasta laugardag að Ágúst hefði verið í upphaflegum hópi þingmanna sem sent hefði rafrænt erindi til forsætisnefndar Alþingis um mánaðarmótin þar sem farið var fram á að nefndin tæki fyrir Klaustursmálið svokallað. Þegar erindið var síðan sent inn formlega á pappírsformi hefði nafn hans hins vegar verið horfið af listanum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna og einn þeirra þingmanna sem vísuðu Klaustursmálinu til forsætisnefndar, upplýsti í kjölfarið að Ágúst hefði í millitíðinni óskað eftir því að nafn hans yrði fjarlægt af málinu af ótilgreindum persónulegum ástæðum. Ágúst óskaði eftir því um viku áður en yfirlýsing hans birtist eftir að hann hafði verið áminntur.

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í útvarpsþættinum Þingvellir á K100 síðasta sunnudag að hún teldi að máli Ágústs ætti að vera lokið með afgreiðslu trúnaðarnefndar flokksins. Taldi hún eðlismun á málinu og Klaustursmálinu þar sem mál Ágústs væri aðeins atvik á milli tveggja einstaklinga.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Konan sem Ágúst áreitti, Bára Huld Beck, steig fram á þriðjudaginn og greindi frá sinni hlið á málinu í pistli á fréttavefnum Kjarnanum hvar hún starfar sem blaðamaður, en áreiti Ágústs átti sér stað í húsnæði fjölmiðilsins. Sagðist hún hafa verið tilneydd að stíga fram þar sem Ágúst hefði ákveðið að gera málið opinbert og gera mun minna úr því en tilefni væri til.

Greindi Bára frá því að Ágúst hefði margítrekað reynt að kyssa hana þrátt fyrir að hún neitaði honum um það. Bára sagði ennfremur að í hvert sinn sem hún hefði neitað honum hefði hann niðurlægt hana með ýmsum hætti. Meðal annars með tali um vitsmuni hennar og útlit. Þetta hafi ekki verið misheppnuð viðreynslu heldur ítrekuð áreitni og niðurlæging.

Þá hafi Ágúst ekki yfirgefið vinnustað Báru þegar hún bað hann um það, líkt og hann hélt fram í yfirlýsingu sinni, heldur hefði hún á endanum þurft að fylgja honum ákveðin út með þeim orðum að hún treysti sér ekki til þess að vera í sama rými og hann. Hann hafi ekki látið segjast og haldið áfram þvingandi áreitni sinni í hennar garð í lyftunni á leiðinni út.

Bára greindi einnig frá því að hún hefði ákveðið að hafa samband við Loga Má þar sem Ágúst virtist ekki ætla að taka á málinu á neinn hátt, en fyrst í stað hafi gengið erfiðlega að ná í Ágúst vegna þess. Hún hafi greint Loga frá málavöxtum og hann bent henni á trúnaðarnefndina sem hún hafi í kjölfarið haft samband við 19. september. 

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir að frásögn Báru lá fyrir hafði mbl.is samband við Loga Má sem tók undir það að munur væri á frásögnum þeirra. Aðspurður vildi Logi ekki tjá sig um yfirlýsingu Ágústs og muninn á henni og frásögn Báru að öðru leyti en því að Ágúst bæri ábyrgð á yfirlýsingu sinni. Spurður hvort Ágúst gæti snúið aftur á þing vildi Logi heldur ekki tjá sig um það.

Frásögn Báru varð til þess að Ágúst tjáði sig um málið aftur á Facebook en þá hafði ekki náðst í hann í síma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sagði hann að ætlunin hefði ekki verið að rengja Báru, en munurinn á frásögn þeirra skýrðist af ólíkri upplifun. Í frásögn Báru sagði hún Ágúst ekki hafa gert neinar athugasemdir við lýsingu hennar fyrir trúnaðarnefndinni.

Heiða Björg var spurð af mbl.is í gær hvort afstaða hennar til máls Ágústs hefði breyst eftir að Bára birti frásögn sína, sem væri afar ólík lýsingu Ágústs, og svaraði hún því til að það breytti ekki fyrri ummælum hennar um málið. Heiða sagði um síðustu helgi að hún vonaði að yfirlýsing Ágústs hefði verið birt með samþykki Báru sem reyndist ekki vera raunin.

Formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, Guðrún Ögmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins og fyrrverandi þingmaður hans, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún vilji ekki tjá sig um mál Ágústs. „Nei, við tjáum okkur ekkert. En ef svo væri þá kemur það bara í ljós síðar.“ Guðrún hafði áður sagt að gögn nefndarinnar væru ekki gerð opinber.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í fjölbýlishúsi í Árbæ

16:27 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi í Vallarási í Árbæ.   Meira »

Engin þingveisla þetta vorið

15:54 Engin hefðbundin þingveisla verður haldin í vor hjá alþingismönnum eins og hefð hefur verið fyrir. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir að ekki hafi tekist að finna dagsetningu sem hentaði. Meira »

Formaður hefði viljað betri þátttöku

15:17 14,9% félagsmanna í Verkalýðsfélagi Grindavíkur höfðu greitt atkvæði um nýjan kjarasamning kl. 11.30 í dag. Alls greiða um 800 atkvæði um samninginn og um helmingur þeirra er af erlendum uppruna. Meira »

Grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna

15:11 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á umtalsvert magn kannabisefnis og amfetamíns í húsleit sem gerð var í íbúðarhúsnæði að fenginni heimild síðastliðinn föstudag. Fíkniefnin fundust í neyslupakkningum víðsvegar um íbúðina. Meira »

Hálendisvegum lokað fyrir umferð

15:10 Ekki er útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði fyrr en 1. júní. Þá hefur Vegagerðin lokað flestum hálendisvegum vegna aurbleytu. Þetta staðfestir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, í samtali við mbl.is. Meira »

Telur Isavia ekki vinna í góðri trú

14:30 „Viðbrögð og viðmót Isavia og fulltrúa þess finnst okkur ekki bera vott um að þeir séu að vinna í góðri trú,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, við mbl.is eftir að fyrirtaka í máli félagsins gegn Isavia fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Lýst eftir manni sem sá líklega árekstur

13:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir manni, sem sá líklega minni háttar árekstur á bílaplaninu við Glerártorg á Akureyri 15. apríl síðastliðinn kl. 16:20. Áreksturinn átti sér stað við innganginn að Rúmfatalagernum. Meira »

Of snemmt að ræða breytingar á Isavia

13:56 Of snemmt er að tala um hvaða nýju áherslubreytingar stjórn Isavia muni boða á rekstri félagsins eftir brotthvarf Björns Óla Haukssonar úr starfi forstjóra í síðustu viku. Þá er augljóst að hin stóra þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar muni taka mið af breytingum á rekstrarumhverfi Isavia. Meira »

David Attenborough á Íslandi

13:13 Sir David Attenborough, náttúrulífssjónvarpsmaðurinn heimsþekkti, er staddur á Íslandi og vinnur að verkefni fyrir breska ríkisútvarpið BBC, með einhverri aðkomu íslenska framleiðslufyrirtækisins True North. Meira »

„Þátttakan er allt of léleg“

12:27 Innan við 10% félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu hafa kosið um nýjan kjarasamning. Hægt er að kjósa til kl. 16 í dag.   Meira »

Eldurinn við Sléttuveg líklega íkveikja

11:35 Talið er að eldurinn sem upp kom í dekkjum og rusli í bílakjallara við Sléttuveg 7 í Reykjavík á sunnudag hafi verið af mannavöldum. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Talið að kviknað hafi í út frá raftæki

11:11 Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn sem upp kom í húsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði á laugardag út frá raftæki. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Flatahrauni, í samtali við mbl.is. Meira »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall Íslendinga sem ferðast utan hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna utan og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »