Vika er langur tími í pólitík

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/​Hari

Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar og í kjölfarið fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins í lok nóvember. Skömmu síðar steig konan fram og sagði Ágúst hafa reynt að fegra málið.

Fram kom í yfirlýsingu Ágústs að hann hefði hitt konuna á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur í júní og eftir samræður þar hafi þau farið á vinnustað konunnar og haldið þar spjallinu áfram. Sagðist hann hafa nálgast konuna tvívegis og spurt hvort þau ættu að kyssast. Hún hafi hafnað því með skýrri neitun og hann brugðist við með særandi orðum um hana.

Konan hafi að sögn Ágústs því næst beðið hann að yfirgefa vinnustað hennar sem hann hafi gert. Konan hafi nokkru seinna haft samband við hann og greint frá upplifun sinni og hann beðið hana afsökunar en hún ákveðið að leita til trúnaðarnefndarinnar. Sagðist Ágúst hafa ákveðið að leita sér aðstoðar og fara í tveggja mánaða ólaunað leyfi frá þingstörfum.

Formaður Samfylkingarinnar, Logi Már Einarsson, sagði í kjölfar yfirlýsingar Ágústs við mbl.is að hann virti ákvörðunina um að greina frá málinu og hvernig hann hygðist bregðast við því. Logi vildi hins vegar ekki svara því með beinum hætti hvort hann teldi að Ágúst ætti að segja af sér þingmennsku eða hvort málið ætti heima hjá forsætisnefnd Alþingis.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við mbl.is að hún vonaði að Ágúst hefði fengið samþykki konunnar áður en hann birti yfirlýsingu sína. Sagðist hún gera ráð fyrir því. Það væri á hans ábyrgð. Líkt og Logi vildi hún ekki svara því hvort hún teldi að Ágúst ætti að segja af sér eða hvort málið ætti erindi við forsætisnefnd þingsins.

Fjallað var um það á mbl.is síðasta laugardag að Ágúst hefði verið í upphaflegum hópi þingmanna sem sent hefði rafrænt erindi til forsætisnefndar Alþingis um mánaðarmótin þar sem farið var fram á að nefndin tæki fyrir Klaustursmálið svokallað. Þegar erindið var síðan sent inn formlega á pappírsformi hefði nafn hans hins vegar verið horfið af listanum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna og einn þeirra þingmanna sem vísuðu Klaustursmálinu til forsætisnefndar, upplýsti í kjölfarið að Ágúst hefði í millitíðinni óskað eftir því að nafn hans yrði fjarlægt af málinu af ótilgreindum persónulegum ástæðum. Ágúst óskaði eftir því um viku áður en yfirlýsing hans birtist eftir að hann hafði verið áminntur.

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í útvarpsþættinum Þingvellir á K100 síðasta sunnudag að hún teldi að máli Ágústs ætti að vera lokið með afgreiðslu trúnaðarnefndar flokksins. Taldi hún eðlismun á málinu og Klaustursmálinu þar sem mál Ágústs væri aðeins atvik á milli tveggja einstaklinga.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Konan sem Ágúst áreitti, Bára Huld Beck, steig fram á þriðjudaginn og greindi frá sinni hlið á málinu í pistli á fréttavefnum Kjarnanum hvar hún starfar sem blaðamaður, en áreiti Ágústs átti sér stað í húsnæði fjölmiðilsins. Sagðist hún hafa verið tilneydd að stíga fram þar sem Ágúst hefði ákveðið að gera málið opinbert og gera mun minna úr því en tilefni væri til.

Greindi Bára frá því að Ágúst hefði margítrekað reynt að kyssa hana þrátt fyrir að hún neitaði honum um það. Bára sagði ennfremur að í hvert sinn sem hún hefði neitað honum hefði hann niðurlægt hana með ýmsum hætti. Meðal annars með tali um vitsmuni hennar og útlit. Þetta hafi ekki verið misheppnuð viðreynslu heldur ítrekuð áreitni og niðurlæging.

Þá hafi Ágúst ekki yfirgefið vinnustað Báru þegar hún bað hann um það, líkt og hann hélt fram í yfirlýsingu sinni, heldur hefði hún á endanum þurft að fylgja honum ákveðin út með þeim orðum að hún treysti sér ekki til þess að vera í sama rými og hann. Hann hafi ekki látið segjast og haldið áfram þvingandi áreitni sinni í hennar garð í lyftunni á leiðinni út.

Bára greindi einnig frá því að hún hefði ákveðið að hafa samband við Loga Má þar sem Ágúst virtist ekki ætla að taka á málinu á neinn hátt, en fyrst í stað hafi gengið erfiðlega að ná í Ágúst vegna þess. Hún hafi greint Loga frá málavöxtum og hann bent henni á trúnaðarnefndina sem hún hafi í kjölfarið haft samband við 19. september. 

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir að frásögn Báru lá fyrir hafði mbl.is samband við Loga Má sem tók undir það að munur væri á frásögnum þeirra. Aðspurður vildi Logi ekki tjá sig um yfirlýsingu Ágústs og muninn á henni og frásögn Báru að öðru leyti en því að Ágúst bæri ábyrgð á yfirlýsingu sinni. Spurður hvort Ágúst gæti snúið aftur á þing vildi Logi heldur ekki tjá sig um það.

Frásögn Báru varð til þess að Ágúst tjáði sig um málið aftur á Facebook en þá hafði ekki náðst í hann í síma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sagði hann að ætlunin hefði ekki verið að rengja Báru, en munurinn á frásögn þeirra skýrðist af ólíkri upplifun. Í frásögn Báru sagði hún Ágúst ekki hafa gert neinar athugasemdir við lýsingu hennar fyrir trúnaðarnefndinni.

Heiða Björg var spurð af mbl.is í gær hvort afstaða hennar til máls Ágústs hefði breyst eftir að Bára birti frásögn sína, sem væri afar ólík lýsingu Ágústs, og svaraði hún því til að það breytti ekki fyrri ummælum hennar um málið. Heiða sagði um síðustu helgi að hún vonaði að yfirlýsing Ágústs hefði verið birt með samþykki Báru sem reyndist ekki vera raunin.

Formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, Guðrún Ögmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins og fyrrverandi þingmaður hans, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún vilji ekki tjá sig um mál Ágústs. „Nei, við tjáum okkur ekkert. En ef svo væri þá kemur það bara í ljós síðar.“ Guðrún hafði áður sagt að gögn nefndarinnar væru ekki gerð opinber.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar hreinan uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...