Galdurinn að komast á trúnó

Raggi Bjarna ásamt eiginkonu sinni Helle Birthe í nýrri seríu ...
Raggi Bjarna ásamt eiginkonu sinni Helle Birthe í nýrri seríu af Trúnó.

Sjónvarpsþættirnir Trúnó vöktu athygli þegar þeir voru sýndir fyrr á þessu ári en í þeim sýndu fjórar landsþekktar tónlistarkonur á sér nýjar hliðar í hispurslausum viðtölum. Önnur sería fer í loftið í Sjónvarpi Símans Premium 21. desember en í þeim er dæminu snúið við þar sem spjallað er við fjóra tónlistarmenn í jafnmörgum þáttum. Hugmyndina að þáttunum og handrit þeirra á Anna Hildur Hildibrandsdóttir en Margrét Seema Takyer sér um leikstjórn og tökur.

„Ég hafði starfað innan tónlistargeirans í yfir 20 ár og var nýbúin að færa mig yfir í kvikmyndageirann, nýbúin að stofna kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtækið Tattaratatt, þegar ég hitti Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Sjónvarpi Símans, og við áttum tal um þá fremur óljósa hugmynd sem ég gekk með í maganum. Hann hreifst af hugmyndinni og í framhaldinu ákvað Sjónvarp Símans að fjárfesta í henni,“ segir Anna Hildur.

Efni sem ég þekkti vel

Anna Hildur hefur komið víða við, var fyrsti framkvæmdastjóri ÚTÓN og í því starfi tók hún yfir starfsemi Iceland Airwaves árið 2010. Þá var hún framkvæmdastjóri Nordic Music Export sem er í eigu ÚTÓN en söðlaði um og setti upp framleiðslufyrirtæki sitt í London og Reykjavík ásamt bresku leikstjórunum Iain Forsyth og Jane Pollard en þau eru þekktust fyrir mynd sína 20.000 Days on Earth með Nick Cave. Þessi misserin vinnur fyrirtækið m.a. að alþjóðlegu stuttmyndaverkefni og tveimur heimildamyndum.

Anna Hildur Hildibransdóttir.
Anna Hildur Hildibransdóttir.


„Það hentaði mér mjög vel að feta mín fyrstu spor í nýjum geira að fjalla um efni sem ég þekkti vel. Svo varð ég fyrir því láni að kynnast Margréti Seemu, ótrúlega hæfileikaríkum og ferskum leikstjóra sem hefur búið lengi í New York. Hún kom með sterka sýn og mjög ákveðið sjónarhorn á það hvernig átti að gera hlutina,“ segir Anna Hildur.

Margrét Seema bjó í New York í 15 ár og þar á undan í London í fimm ár en hún er með meistaragráðu í leiklist og leikstjórn frá Actors Studio Drama School. Í dag er starf hennar 60% erlendis og verkefnin eru m.a. heimildamyndir, stuttmyndir, tónlistarmyndbönd og ljósmyndaverkefni.

Verið með myndavélina frá æsku

„Kameran hefur fylgt mér frá æsku og strax eftir útskrift fór ég inn í þann heim og hafa helstu verkefni mín verið sögur sagðar í ljósmynda- eða kvikmyndaformi. Núna er ég að snúa mér meira að handritagerð og leikstjórn en held auðvitað áfram að vera á bak við vélina og skjóta.

Ég var nýflutt til Íslands aftur þegar við Anna hittumst fyrir tilviljun á skrifstofu framleiðanda míns, Abbýjar [Arnbjörg] Hafliðadóttur sem er eiginlega guðmóðir okkar samstarfs. Það kom smá á óvart hvað við smullum strax saman og skelltum okkur hratt út í þetta, vinnan einhvern veginn flæddi áfram sem var mjög gefandi,“ segir Margrét Seema.

Anna Hildur segist strax hafa verið komin með lista í hausinn hvaða fólk hún vildi tala við og kynnast manneskjunni á bak við sviðspersónuleikann.

„Persónulega hafði ég miklar mætur á þeim öllum. Tónlist þeirra hefur fylgt mér lengi og listsköpun þeirra höfðar sterkt til mín af mismunandi ástæðum. Þau eru öll mjög ólík en eiga það sameiginlegt að hafa sett mark sitt á íslenskt samfélag og höfða til þjóðarsálarinnar með afgerandi hætti.“ Þeir tónlistarmenn sem talað er við í Trúnó 2 eru Raggi Bjarna, Högni Egilsson, Mugison og Gunnar Þórðarson.

Margrét Seema Takyar.
Margrét Seema Takyar. Eggert Jóhannesson


„Ég hef alltaf hrifist af fólki og sögum og allir eiga sögu. Það sem er spennandi í svona ferli er þegar viðmælendur sem eru þekktir leyfa manni að kynnast prívathliðinni, sem kannski aðeins vinir og fjölskylda fá að sjá og leggja sviðspersónuna til hliðar. Einlægnin er einhvern veginn alltaf hættulegri. Og það er heillandi.

Til að ná þessari hlið fram höfðum við það með okkur í liði að Anna er þungavigtarmanneskja í tónlistarheiminum og fólk treysti henni. Sjálf þekkti ég lítið til í þessum heimi og kom því glæný inn sem var líka mjög spennandi, ég hafði enga fyrirfram gefna ímynd af listamönnunum sem við töluðum við svo við Anna nálguðumst þau á ólíkan hátt, sem mér fannst styrkleiki. Ég var líka ströng á því að fáir yrðu á settinu þannig að trúnaðarsamband gæti myndast,“ segir Margrét Seema.

Það er ekki sjálfgefið að fólk opni sig svona og bjóði heim til sín. Þannig minnist Anna Hildur þess þegar hún bað Ragga Bjarna um að koma í þættina.

„Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla. Þegar ég spurði hann hvort ég mætti senda honum tölvupóst þá sagði hann mér að hann væri ekki með tölvu en ég gæti sent honum póst. Ég skrifaði honum bréf og sendi frá London. Hringdi svo viku seinna til að komast að því að bréfið hefði sennilega lent í ruslinu með auglýsingapósti. Það var svo Þorgeir Ástvaldsson sem gerðist milligöngumaður og það varð til þess að Raggi var til í þetta. Og þegar við vorum búnar að ná honum í eitt viðtal hafði hann mikinn metnað til að klára þetta vel með okkur sem hann gerði með Helle konunni sinni. Og úr varð mjög einlægt viðtal um stóru ástina í lífi hans sem hefur staðið með honum í gegnum súrt og sætt og hann með henni,“ segir Anna Hildur en þess má geta að ástin er fyrirferðarmikið umfjöllunarefni í viðtölunum.

Þær segja báðar að við svona vinnslu skipti höfuðmáli að fólk finni að það geti treyst og trúnaðarsambandið sem skapast sé ekki misnotað.
„Margrét Seema hefur líka eitthvert einstakt lag á að laða fram dýpt í fólki og töfrar það fram með kamerunni. En galdurinn var líka að gefa okkur tíma og vera í sama takti og viðmælandinn, þannig myndast trúnaðarsamband. Það sem maður áttar sig á enn betur þegar maður fær að vera í svona návígi er hversu harðdugleg þau öll eru. Þetta er listafólk sem hefur allt komið miklu frá sér og er stanslaust í sköpunarferli og flutningi með einum eða öðrum hætti. Maður gengur frá öllum viðtölunum spenntur að sjá hvað gerist næst í ferlinum þeirra,“ segir Anna Hildur að lokum.


Mugison er einn þeirra fjögurra tónlistarmanna sem fer á trúnó.
Mugison er einn þeirra fjögurra tónlistarmanna sem fer á trúnó.

Innlent »

Vilja að hætt verði við kísilverið

Í gær, 23:55 Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu Meira »

„Risastórt lífskjaramál“

Í gær, 22:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði húsnæðismál risastórt kjaramál í viðtali við Kastljós í kvöld, en átakshópur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag tillögur sínar í þeim efnum. Meira »

Hrói höttur í Firðinum

Í gær, 21:50 Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

Í gær, 21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. Og Veiðifélags Laxár á Ásum gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

Í gær, 21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Í gær, 20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Í gær, 20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

Í gær, 20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

Í gær, 19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

Í gær, 19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Í gær, 18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

Í gær, 18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »

Mögulegur grunnur að lausn kjarasamninga

Í gær, 17:42 „Það er ánægjulegt að sjá að tillögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert, er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira »

194 bílar Volvo innkallaðir

Í gær, 17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

Í gær, 16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

Í gær, 16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

Í gær, 16:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

Í gær, 16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

Í gær, 16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »
20.000 kr lækkun á nuddbekkjum tímabundið www.egat.is
Ef þú ert mikið fyrir að fara upp á bekk og nudda viðskiptavin þannig þá er þett...
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...