Galdurinn að komast á trúnó

Raggi Bjarna ásamt eiginkonu sinni Helle Birthe í nýrri seríu ...
Raggi Bjarna ásamt eiginkonu sinni Helle Birthe í nýrri seríu af Trúnó.

Sjónvarpsþættirnir Trúnó vöktu athygli þegar þeir voru sýndir fyrr á þessu ári en í þeim sýndu fjórar landsþekktar tónlistarkonur á sér nýjar hliðar í hispurslausum viðtölum. Önnur sería fer í loftið í Sjónvarpi Símans Premium 21. desember en í þeim er dæminu snúið við þar sem spjallað er við fjóra tónlistarmenn í jafnmörgum þáttum. Hugmyndina að þáttunum og handrit þeirra á Anna Hildur Hildibrandsdóttir en Margrét Seema Takyer sér um leikstjórn og tökur.

„Ég hafði starfað innan tónlistargeirans í yfir 20 ár og var nýbúin að færa mig yfir í kvikmyndageirann, nýbúin að stofna kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtækið Tattaratatt, þegar ég hitti Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Sjónvarpi Símans, og við áttum tal um þá fremur óljósa hugmynd sem ég gekk með í maganum. Hann hreifst af hugmyndinni og í framhaldinu ákvað Sjónvarp Símans að fjárfesta í henni,“ segir Anna Hildur.

Efni sem ég þekkti vel

Anna Hildur hefur komið víða við, var fyrsti framkvæmdastjóri ÚTÓN og í því starfi tók hún yfir starfsemi Iceland Airwaves árið 2010. Þá var hún framkvæmdastjóri Nordic Music Export sem er í eigu ÚTÓN en söðlaði um og setti upp framleiðslufyrirtæki sitt í London og Reykjavík ásamt bresku leikstjórunum Iain Forsyth og Jane Pollard en þau eru þekktust fyrir mynd sína 20.000 Days on Earth með Nick Cave. Þessi misserin vinnur fyrirtækið m.a. að alþjóðlegu stuttmyndaverkefni og tveimur heimildamyndum.

Anna Hildur Hildibransdóttir.
Anna Hildur Hildibransdóttir.


„Það hentaði mér mjög vel að feta mín fyrstu spor í nýjum geira að fjalla um efni sem ég þekkti vel. Svo varð ég fyrir því láni að kynnast Margréti Seemu, ótrúlega hæfileikaríkum og ferskum leikstjóra sem hefur búið lengi í New York. Hún kom með sterka sýn og mjög ákveðið sjónarhorn á það hvernig átti að gera hlutina,“ segir Anna Hildur.

Margrét Seema bjó í New York í 15 ár og þar á undan í London í fimm ár en hún er með meistaragráðu í leiklist og leikstjórn frá Actors Studio Drama School. Í dag er starf hennar 60% erlendis og verkefnin eru m.a. heimildamyndir, stuttmyndir, tónlistarmyndbönd og ljósmyndaverkefni.

Verið með myndavélina frá æsku

„Kameran hefur fylgt mér frá æsku og strax eftir útskrift fór ég inn í þann heim og hafa helstu verkefni mín verið sögur sagðar í ljósmynda- eða kvikmyndaformi. Núna er ég að snúa mér meira að handritagerð og leikstjórn en held auðvitað áfram að vera á bak við vélina og skjóta.

Ég var nýflutt til Íslands aftur þegar við Anna hittumst fyrir tilviljun á skrifstofu framleiðanda míns, Abbýjar [Arnbjörg] Hafliðadóttur sem er eiginlega guðmóðir okkar samstarfs. Það kom smá á óvart hvað við smullum strax saman og skelltum okkur hratt út í þetta, vinnan einhvern veginn flæddi áfram sem var mjög gefandi,“ segir Margrét Seema.

Anna Hildur segist strax hafa verið komin með lista í hausinn hvaða fólk hún vildi tala við og kynnast manneskjunni á bak við sviðspersónuleikann.

„Persónulega hafði ég miklar mætur á þeim öllum. Tónlist þeirra hefur fylgt mér lengi og listsköpun þeirra höfðar sterkt til mín af mismunandi ástæðum. Þau eru öll mjög ólík en eiga það sameiginlegt að hafa sett mark sitt á íslenskt samfélag og höfða til þjóðarsálarinnar með afgerandi hætti.“ Þeir tónlistarmenn sem talað er við í Trúnó 2 eru Raggi Bjarna, Högni Egilsson, Mugison og Gunnar Þórðarson.

Margrét Seema Takyar.
Margrét Seema Takyar. Eggert Jóhannesson


„Ég hef alltaf hrifist af fólki og sögum og allir eiga sögu. Það sem er spennandi í svona ferli er þegar viðmælendur sem eru þekktir leyfa manni að kynnast prívathliðinni, sem kannski aðeins vinir og fjölskylda fá að sjá og leggja sviðspersónuna til hliðar. Einlægnin er einhvern veginn alltaf hættulegri. Og það er heillandi.

Til að ná þessari hlið fram höfðum við það með okkur í liði að Anna er þungavigtarmanneskja í tónlistarheiminum og fólk treysti henni. Sjálf þekkti ég lítið til í þessum heimi og kom því glæný inn sem var líka mjög spennandi, ég hafði enga fyrirfram gefna ímynd af listamönnunum sem við töluðum við svo við Anna nálguðumst þau á ólíkan hátt, sem mér fannst styrkleiki. Ég var líka ströng á því að fáir yrðu á settinu þannig að trúnaðarsamband gæti myndast,“ segir Margrét Seema.

Það er ekki sjálfgefið að fólk opni sig svona og bjóði heim til sín. Þannig minnist Anna Hildur þess þegar hún bað Ragga Bjarna um að koma í þættina.

„Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla. Þegar ég spurði hann hvort ég mætti senda honum tölvupóst þá sagði hann mér að hann væri ekki með tölvu en ég gæti sent honum póst. Ég skrifaði honum bréf og sendi frá London. Hringdi svo viku seinna til að komast að því að bréfið hefði sennilega lent í ruslinu með auglýsingapósti. Það var svo Þorgeir Ástvaldsson sem gerðist milligöngumaður og það varð til þess að Raggi var til í þetta. Og þegar við vorum búnar að ná honum í eitt viðtal hafði hann mikinn metnað til að klára þetta vel með okkur sem hann gerði með Helle konunni sinni. Og úr varð mjög einlægt viðtal um stóru ástina í lífi hans sem hefur staðið með honum í gegnum súrt og sætt og hann með henni,“ segir Anna Hildur en þess má geta að ástin er fyrirferðarmikið umfjöllunarefni í viðtölunum.

Þær segja báðar að við svona vinnslu skipti höfuðmáli að fólk finni að það geti treyst og trúnaðarsambandið sem skapast sé ekki misnotað.
„Margrét Seema hefur líka eitthvert einstakt lag á að laða fram dýpt í fólki og töfrar það fram með kamerunni. En galdurinn var líka að gefa okkur tíma og vera í sama takti og viðmælandinn, þannig myndast trúnaðarsamband. Það sem maður áttar sig á enn betur þegar maður fær að vera í svona návígi er hversu harðdugleg þau öll eru. Þetta er listafólk sem hefur allt komið miklu frá sér og er stanslaust í sköpunarferli og flutningi með einum eða öðrum hætti. Maður gengur frá öllum viðtölunum spenntur að sjá hvað gerist næst í ferlinum þeirra,“ segir Anna Hildur að lokum.


Mugison er einn þeirra fjögurra tónlistarmanna sem fer á trúnó.
Mugison er einn þeirra fjögurra tónlistarmanna sem fer á trúnó.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »

Sáu Herjólf leggjast að bryggju

Í gær, 11:59 Hópur fólks fylgdist með nýjum og glæsilegum Herjólfi leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.  Meira »

Þrítugasta kvennahlaupið í veðurblíðu

Í gær, 11:41 Kvennahlaupið hófst víða um landið klukkan 11 í morgun en það fer fram í þrítugasta sinn. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni í Garðabæ þar sem fjöldi kvenna úr öllum aldurshópum var mættur í veðurblíðunni til að taka þátt í hlaupinu. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alena...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...