Jólamatur með DHL um allan heim

Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns, finnur til jólamat fyrir Íslendinga búsetta …
Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns, finnur til jólamat fyrir Íslendinga búsetta erlendis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar pantanir um jólamat berast með tölvupósti erlendis frá og frá ættingjum á Íslandi þá veit ég að jólin eru að koma,“ segir Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns.

Hann segir Nóatún senda jólamat út um allan heim. Vinsælastur sé Nóatúnshamborgarhryggurinn og þrenna, sem inniheldur hangikjöt, Ora grænar baunir og laufabrauð. Íslenskt konfekt fari svo í annan hvern pakka.

Í umfjöllun um sendingar þessar í Morgunblaðinu í dag telur Trausti að um 500 sendingar fari út fyrir jólin og 50 til 100 milli jóla og nýárs. Hann segir að um það bil jafn margir sendi pöntun að utan og þeir sem panta hér á landi. Þeir sem panti á Íslandi séu í meirihluta foreldrar að senda jólamat til námsmanna.

Trausti segir að Nóatún finni vörunar til, pakki inn og merki móttakanda viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Ekki þurfi lengur vottorð með kjötsendingum nema til Spánar og Ítalíu þar sem 95% af sendingum sé fargað í tollinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert