Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

Svona var umhorfs við Lönguhlíð í Reykjavík á tíunda tímanum ...
Svona var umhorfs við Lönguhlíð í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. mbl.is/​Hari

Götuljósin í flestum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu slokkna nánast samtímis á morgnana og ljóma að nýju upp götur, stíga og torg á svipuðum tíma síðdegis. Þó sker Reykjavík sig nokkuð úr því þar í borg er stuðst við annað birtustig, hið sama og víða er gert í öðrum norrænum borgum. Svipaða sögu er að segja frá Hafnarfirði. Kostnaður við lýsinguna hleypur á tugum milljóna króna á ári hjá hverju sveitarfélagi en nú er hafin innreið LED-lampanna sem mun spara bæði orku og peninga er yfir lýkur.

Íslendingum er tíðrætt um svartasta skammdegið og vísa þá til mánaðanna desember og janúar. Og nú, þegar snjórinn lætur bíða eftir sér og nokkuð þungskýjað er, virðist myrkrið enn þykkara og svartara en ella. Því verða viðbrigðin frá upplýstum morgnunum töluverð er slökkt er á götulýsingunni. Þótt allt of ýkt sé að segja að fólk sjái vart handa sinna skil við slíkar aðstæður er eðlilegt að spyrja: Loga ljósin of stutt nú þegar náttúruleg birta er sérlega lítil af framantöldum ástæðum?

Gangandi vegfarendur á ferðinni í morgun.
Gangandi vegfarendur á ferðinni í morgun. mbl.is/​Hari

Munar um 16-18 mínútum

En áður en þeirri spurningu er svarað skal fara yfir staðreyndir málsins: Hvenær slokkna ljósin í bæjum og borg og hvenær kvikna þau aftur? Og hvað er það sem stýrir þessu?

Ljós bíla lýsa upp Miklubraut í þungbúnu skammdegi.
Ljós bíla lýsa upp Miklubraut í þungbúnu skammdegi. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Það er skemmst frá því að segja að í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur, sem öll fá þjónustu frá Veitum, slokknuðu götuljósin klukkan 10.39 á miðvikudag, 12. desember, og kviknuðu aftur kl. 16.08 síðdegis. Í Reykjavík loguðu ljósin um tíu mínútum skemur eða til kl. 10.29. Í Hafnarfirði loguðu þau til 10.45. Ljósin kviknuðu svo aftur í Reykjavík og Hafnarfirði á bilinu kl. 16.14-16.16, um 6-8 mínútum síðar en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Ljós á götustígum sveitarfélaganna loga svo jafnlengi.

Þannig að samantekið loguðu ljósin í Reykjavík 16-18 mínútum skemur þennan viðmiðunardag, 12. desember, en í Mosfellsbæ, Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Í Hafnarfirði logaði lengst á ljósunum fram eftir morgni, um sex mínútum lengur en í hinum bæjarfélögunum fjórum og sextán mínútum lengur en í Reykjavík.  

Birtan ræður för

Skýringin á þessum mun felst í því birtustigi sem miðað er við. Í sveitarfélögunum eru birtumælar sem mæla dagsbirtuna hverju sinni og er þar stuðst við mælieininguna lúx. Hvort birtan fari undir eða yfir ákveðið viðmið stýrir því hvenær kviknar og slokknar sjálfvirkt á götulýsingunni. Í Reykjavík, svo dæmi sé tekið, er birtumælirinn á þaki húss Orkuveitunnar.

Í fjórum sveitarfélögunum utan Reykjavíkur er miðað við 50 lúx, fari birtan undir það kviknar á ljósunum. Í Reykjavík og Hafnarfirði er hins vegar miðað við 20 lúx. Og í þessu felst munurinn sem gerir það að verkum að ljósin í borginni loga nokkrum mínútum skemur á hverjum sólarhring en í sveitarfélögunum fjórum. Hvað Hafnarfjörð varðar bendir þjónustuaðilinn HS Veitur á að ekki kvikni á öllum lömpum bæjarins samtímis og því sé meðalbirtustig líklega nær 25-30 lúx en 20.

Loga lengur þegar börn á ferð 

Sögulegar skýringar liggja m.a. að baki því við hvaða birtustig er miðað í Reykjavík.  Árið 2009 voru viðmiðunargildin færð úr 50 lúx í 20. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði borgarinnar eru það sömu viðmið og notuð eru t.d. í Noregi, víðar á Norðurlöndunum og í Evrópu.

Það skiptir vissulega máli að hafa snjóinn. Þá birtir til ...
Það skiptir vissulega máli að hafa snjóinn. Þá birtir til þó að götuljósin logi þá skemur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þess ber þó að geta að tvisvar á ári, í október og frá miðjum febrúar fram í miðjan marsmánuð ár hvert, er ekki slökkt á götulýsingunni þó að birtan fari undir 20 lúx. Er þetta gert vegna skólabarna. Þá loga allar jólaskreytingar á vegum borgarinnar allan sólarhringinn. Rætt hefur verið um að miða aftur við 50 lúx en niðurstaðan verið sú að halda sig áfram við 20 lúx. Það samræmist m.a. umhverfisstefnu borgarinnar betur.

Í Kópavogi er heldur ekki stefnt að því að lengja þann tíma sem ljósin loga og bendir upplýsingafulltrúinn á að þegar enginn snjór er á jörðu, eins og nú er, logi ljósin lengur en ella því þegar hann hylji grund þá verður af honum endurvarp sem eykur birtustigið. Sömu sögu er að segja úr Garðabæ, þar stendur ekki til að breyta viðmiðunum sem stýra ljósunum.

LED-byltingin hafin

Öll sveitarfélögin stefna á eða hafa þegar hafið innleiðingu svokallaðra LED-ljósa í stað kvikasilfurspera. Slíkt er raunar óumflýjanlegt  því árið 2015 var framleiðsla og sala kvikasilfurpera bönnuð.

Sigurður Hafliðason, forstöðumaður áhaldahúss í Garðabæ, segir að markmiðið til lengri tíma litið sé að spara en þar sem verkefnið sé kostnaðarsamt verði unnið að því í áföngum. Sigríður Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi í Kópavogsbæjar, bendir á að LED-lamparnir noti minni orku og gefi frá sér betri lýsingu sem hægt sé að stjórna betur. „Birtan frá sumum þessara lampa dempast á miðnætti sem er viðleitni til að draga úr ljósmengun og minnka orkukostnað. Þessi miðnæturdempun hefur almennt mælst vel fyrir í nágrannasveitarfélögunum.“

Er myrkrið hellist yfir þurfa allir að fara varlega í ...
Er myrkrið hellist yfir þurfa allir að fara varlega í umferðinni. mbl.is/Golli

Þannig er því m.a. farið í Reykjavík þar sem innleiðing LED-lampanna er þegar hafin og mun standa  næstu 3-5 árin. „Með tilkomu LED-lampa er hægt að spara allt að 90% orku með viðeigandi stýringum án þess að ganga á ljósgæðin,“ segir í svörum umhverfissviðs borgarinnar. Það munar sum sé um minna. Þá er bent á að viðhald slíkra lampa er mun minna, í þeim þarf ekki að skipta um perur og gert er ráð fyrir að þeir endist í 20-25 ár.

Dregið úr birtu að næturlagi

Þegar er búið að setja upp 617 LED-lampa á vegum umhverfis- og skipulagssviðsins. Allir eru þeir þannig útbúnir að afl þeirra er minnkað um 50% í nokkra tíma á hverri nóttu. Er stillingin forrituð í lampana og er gert ráð fyrir því að hægt verði að stýra hverjum lampa fyrir sig.

Samhliða LED-væðingunni er unnið að ljósvistarskipulagi fyrir Reykjavík sem tekur meðal annars á ljósgæðum, lýsingarflokkun gatna og göngustíga, gönguleiðum barna í skóla, lýsingu kennileita, snjallstýringum og fleira.  Gert er ráð fyrir að ljósvistarskipulag verði gefið út og samþykkt á næsta ári.

Og enn ætlar snjórinn að láta bíða eftir sér á suðurhelmingi landsins og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Þá styttist í vetrarsólstöður og því útlit fyrir að ljósin munu loga í enn lengri tíma  á hverjum sólarhring næstu dagana.

mbl.is

Innlent »

Vilja að hætt verði við kísilverið

Í gær, 23:55 Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu Meira »

„Risastórt lífskjaramál“

Í gær, 22:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði húsnæðismál risastórt kjaramál í viðtali við Kastljós í kvöld, en átakshópur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag tillögur sínar í þeim efnum. Meira »

Hrói höttur í Firðinum

Í gær, 21:50 Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

Í gær, 21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. Og Veiðifélags Laxár á Ásum gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

Í gær, 21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Í gær, 20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Í gær, 20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

Í gær, 20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

Í gær, 19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

Í gær, 19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Í gær, 18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

Í gær, 18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »

Mögulegur grunnur að lausn kjarasamninga

Í gær, 17:42 „Það er ánægjulegt að sjá að tillögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert, er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira »

194 bílar Volvo innkallaðir

Í gær, 17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

Í gær, 16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

Í gær, 16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

Í gær, 16:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

Í gær, 16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

Í gær, 16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...