Róa áfram inn í nóttina

Gestir og gangandi voru duglegir að hvetja slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­mennina ...
Gestir og gangandi voru duglegir að hvetja slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­mennina áfram. Haraldur Jónasson/Hari

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar.

Upphaflegt markmið var að safna nægilega miklu fjármagni til að aðstoða Frú Ragnheiði, sem er verkefni Rauða krossins í Reykjavík og hef­ur það mark­mið að ná til jaðar­settra hópa í sam­fé­lag­inu eins og heim­il­is­lausra ein­stak­linga og þeirra sem nota vímu­efni í æð.

„Ég veit að þau vant­ar ákveðið tæki sem ekki er gert ráð fyr­ir í rekstri verk­efn­is­ins í ár og því ákváðum við að safna fyr­ir því,“ sagði Ágúst Guðmundsson, einn slökkviliðsmannanna í samtali við mbl.is í gær.

Gestir Kringlunnar eru hvattir til að taka þátt í róðrinum.
Gestir Kringlunnar eru hvattir til að taka þátt í róðrinum. Haraldur Jónasson/Hari

Tækið sem um ræðir er eins kon­ar vasa­ljós sem auðveld­ar að lýsa upp illa farn­ar æðar. Tækið mun nýt­ast vel í bíl Frú Ragn­heiðar sem ekið er um göt­ur höfuðborg­ar­svæðis­ins, sex kvöld í viku. Þangað geta ein­stak­ling­ar leitað og fengið heil­brigðisaðstoð sem og nála­skiptiþjón­ustu. Mark­miðið með nála­skiptiþjón­ustu er að draga úr lík­um á sýk­ing­um og smiti svo sem lifr­ar­bólgu C og HIV meðal þeirra sem sprauta vímu­efn­um í æð.

Tækið kostar um hálfa milljón og sagði Ágúst að það væri gaman að ná að safna þeirri fjárhæð en hann setti sér þá háleitari markmið. „Ef við náum að safna milljón verð ég voða glaður,“ sagði hann.

Miðað við þau markmið og fyrstu tölur sem bárust fyrir hádegi í dag gengur söfnunin vonum framar enda hafði í morgun vel á fjórða hundrað þúsund safnast á tæpum sólarhringi.

Annar dagur af sjö gekk vel.
Annar dagur af sjö gekk vel. Haraldur Jónasson/Hari

Þegar mbl.is sló á þráðinn til Ágústar í morgun var hann að hefja róður í þriðja skiptið. Hann sagði að það hefði verið nokkuð einmanalegt á róðrarvélinni í nótt og var miklu spenntari fyrir deginum þegar gestir og gangandi geta litið við og hvatt slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn­ina áfram.

Róður­inn fer þannig fram að hver rær klukku­tíma í senn á sjö klukku­stunda fresti. Dag­skrá­in er því ansi þétt. „Við erum öll í ansi fínu standi af því að við þurf­um að stand­ast okk­ar ár­legu þrek­próf inn­an vinn­unn­ar og vön vakta­vinn­unni þannig að það hjálp­ar ör­ugg­lega líka. Við hvetj­um fólk til að koma og róa með okk­ur, hvort sem það er mín­úta eða klukku­tími,“ útskýrði Ágúst í samtali við mbl.is fyrir helgi.

Hægt er að leggja söfnunnni lið á vef Rauða krossins.

Það voru ekki allir gestir Kringlunnar sem vissu hvað væri ...
Það voru ekki allir gestir Kringlunnar sem vissu hvað væri að ske þegar þeir sáu róður í fullum gangi í búðarglugga. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is

Innlent »

Jarðskjálfti norðan við Siglufjörð

01:15 Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 varð norður af Siglufirði nú rétt fyrir klukkan eitt. Skjálftinn mældist á 2,7 kílómetra dýpi rúmlega 20 kílómetra norðnorðvestur af Siglufirði. Meira »

Birta myndskeið af björguninni

00:01 Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur birt myndskeið af björgunaraðgerðum vegna manns sem sat fastur á syllu í Hvannárgili í fimm klukkustundir í gærkvöldi, en nota þurfti sérstakan fjallabjörgunarbúnað. Meira »

„Var það bara sýndarmennska?“

Í gær, 23:06 „Svona röksemdir ganga nú ekki,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann bregst við þeim ummælum Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í blaði dagsins. Meira »

Víst kjúklingur í kjúklingaálegginu

Í gær, 22:51 Ekkert grísakjöt er í kjúklingaálegginu frá Kjarnafæði, líkt og þau sem treysta í blindni á umbúðir áleggsins kynnu að halda. Þess í stað er aðalinnihaldsefnið einmitt kjúklingur. Meira »

Náttúran verði látin um hvalhræin

Í gær, 22:15 Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir best að láta náttúruna um að hylja grindhvalahræin sem fundust í Löngufjörum í síðustu viku, en talið er að þau hafi verið þar í allt að þrjár vikur. Meira »

„Það er svo auðvelt að gefast upp“

Í gær, 21:45 „Ég hef verið með þetta sund í hausnum í einhver tvö ár. Síðan var gaman að geta gert þetta núna vegna þess að Eyjólfur Jónsson synti sömu leið í júlí árið 1959, fyrir sextíu árum. Þannig að það var skemmtilegt að gera þetta honum til heiðurs.“ Meira »

Enginn í vegi fyrir framkvæmdum — enn

Í gær, 21:05 Framkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum, við veginn yfir til Ófeigsfjarðar, eru á áætlun. Þetta segir Friðrik Friðriksson, talsmaður VesturVerks, sem leggur veginn. Meira »

Fjallahjólaæði gerir vart við sig á sumrin

Í gær, 20:45 Nóg er um að vera á skíðasvæðunum í sumar, þó að fáa hefði grunað það. Skíðalyftur eru nýttar til fjallahjólreiða á sumrin og hefur það verið gert í 10 ár að sögn Magne Kvam hjólabrautahönnuðar, sem hannaði hjólabrautirnar í Skálafelli. Hann segir íþróttina, sem eitt sinn var álitin jaðarsport, hafa vaxið í vinsældum. Meira »

Sjúkragögn SÁÁ sögð hafa farið á flakk

Í gær, 19:45 Persónuvernd hefur fengið tvær tilkynningar vegna meðferðar gagna sem sögð eru varða innlagnir sjúklinga á Vík, meðferðarheimili SÁÁ. Gögnin eru í fórum Hjalta Þórs Björnssonar, fyrrverandi dagskrárstjóra hjá SÁÁ, en SÁÁ og Hjalta greinir á um hvernig á því stendur að gögnin eru í hans höndum. Meira »

Lækka tolla til að bregðast við skorti

Í gær, 19:35 Ráðgjafarnefnd hefur lagt til að tollar á lambahryggi verði lækkaðir tímabundið í ágúst. Félag atvinnurekenda segir það hafa legið fyrir vikum saman að það stefndi í skort. Meira »

Of fá gjörgæslurými miðað við íbúafjölda

Í gær, 18:40 Heilbrigðisráðherra segir að bréf Reynis Guðmundssonar, sem bíður eftir því að komast í hjartaaðgerð á Landspítalanum, hafi vakið athygli stjórnvalda og það gefi tilefni til að fara ofan í saumanna á málinu. Það sé hins vegar Landspítalans að svara fyrir skipulag starfseminnar. Meira »

Ekki erfið ákvörðun að slökkva á skálanum

Í gær, 18:01 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir að ljósboginn sem myndaðist í álverinu í Straumsvík hafi komið fram inni í lokuðu keri. „Það er mikilvægt að menn átti sig á því. Þetta er annað heldur en ef ljósbogi fer frá keri og eitthvert annað,“ segir Rannveig í samtali við mbl.is. Meira »

Hættulegur farmur fær meira pláss

Í gær, 17:42 Öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallaðan „hot cargo“, á Keflavíkurflugvelli verður stækkað í framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á flugvellinum á vegum Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins. Meira »

Meirihluti andvígur göngugötum allt árið

Í gær, 17:07 Tæplega helmingur rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur er mjög andvígur göngugötum allt árið og 62% eru þeim ýmist mjög eða frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar í maímánuði. Meira »

„Algjört bull og ábyrgðarleysi“

Í gær, 16:31 Talsmaður hluta landeiganda í Seljanesi í Árneshreppi segist gáttaður á þeirri málsmeðferð sem fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur fengið. Segir hann allt tal um afturkræfni vera markleysu og að verið sé að ákveða næstu skref til að koma í veg fyrir framkvæmdirnar sem hófust í gær. Meira »

Tafir á Reykjanesbraut vegna malbikunar

Í gær, 16:20 Reykjanesbraut, á milli Grænásvegar og Þjóðbrautar í Keflavík, verður malbikuð á morgun milli klukkan 8 og 22. Annarri akreininni verður lokað á meðan og er umferð frá Keflavíkurflugvelli í átt til Reykjavíkur beint um hjáleið gegnum bæinn. Meira »

Gott að kaupa súrál frá sama birgja

Í gær, 16:05 Engin vandamál hafa verið með súrálið sem notað er í álveri Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði en einn af þremur kerskálum álversins í Straumsvík hefur verið stöðvaður vegna óróleika sem skapaðist í kerunum sökum súrálsins sem þar er notað. Meira »

Vill vita hvort hættuástandinu sé lokið

Í gær, 14:25 Aðaltrúnaðarmaður starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík hefur óskað eftir yfirlýsingu frá álverinu um stöðu mála vegna lokunar á kerskála þrjú og ljósbogans sem myndaðist þar. Meira »

Elís Poulsen látinn

Í gær, 14:23 Færeyski útvarpsmaðurinn Elís Poulsen er látinn 67 ára að aldri eftir erfið veikindi.  Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
HEIMILISTÆKI
Til sölu lítið notuð uppþvotta vél 45 sm. breið Uppl. í síma 892-1525...