Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að allir njóti góðs af uppsveiflu í þjóðfélaginu. Hann var gestur Páls Magnússonar í útvarpsþættinum Þingvöllum í morgun.

„Það er ekki markmið okkar að halda bótum almannatrygginga í algjöru lágmarki til að vinna niður hlutfall ríkisútgjalda af landsframleiðslu. Við erum í þessu fyrir heildina, til þess að geta stutt við þá sem mest þurfa á að halda, og leggjum því mikið upp úr því að hér séu efnahagsleg umsvif, hagvöxtur og drift í atvinnulífinu, svo við getum gert betur við þetta fólk. Kaupmáttur bóta ellilífeyrisþega hefur stórvaxið, umfram það sem hefur gerst hjá öðrum þjóðfélagshópum,“ segir Bjarni.

Sagði Bjarni að í ár sé verið að greiða aukalega 70 til 80 milljarða króna á ári miðað við fyrir átta árum út úr almannatryggingakerfinu til lífeyrisþega og örorkulífeyrisþega. „Ef við horfum aftur í tímann hefur okkur tekist að styðja miklu betur við þetta fólk. Það kalla ég árangur í stjórn landsmála. Við erum að láta ávinninginn af efnahagsuppsveiflunni rata þangað sem við sögðumst alltaf ætla að láta hann rata. Að allir myndu koma með á flóðinu. Sjá til þess að það væru ekki fáir útvaldir sem myndu skara fram úr. Það kostar, það kostar að gera vel við marga,“ sagði Bjarni en í þættinum fóru þeir Páll um víðan völl í umræðum um Sjálfstæðisflokkinn, ríkisstjórnina og landslagið í stjórnmálum almennt.

Horfa á málin sem sameina ríkisstjórnarflokkana

Spurði Páll Bjarna út í gagnrýni sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og forysta hans hefur fengið á sig frá flokksmönnum um að oft og tíðum sé ekki talað nægilega hreinum tóni og afstaðan ekki nægilega afdráttarlaus, t.d. gagnvart þriðja orkupakkanum. Bjarni sagði að eins og landslagið væri í íslenskum stjórnmálum í dag þyrfti að horfa á stóru línurnar, hvað mestu máli skipti fyrir samfélagið og beina sjónum að þeim málum sem ríkisstjórnarflokkarnir eiga sameiginleg frekar en til þess sem aðgreinir Sjálfstæðisflokkinn frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn.

„Það er mikið frelsi sem fylgir því að vera í stjórnarandstöðu. Ég hafði gott af því sem leiðtogi flokksins og þingmaður að fá að vera í stjórnarandstöðu 2009 til 2013. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn var það á ákveðinn hátt bara frelsandi. Að fá að koma með sína tæru gagnrýni á það sem ríkisstjórnin var að gera. Það breytist þegar menn eru í stjórnarsamstarfi. Ríkisstjórnarsamstarfið snýst að verulegu leyti um að heildin standi saman, að meirihlutinn haldi og ferðist saman í gegnum stjórnartímabilið,“ segir Bjarni.

 „Það eru þannig tímar uppi á Íslandi í dag að það þarf að hafa samstöðu um breiðu línurnar,“ sagði Bjarni. „Við erum að leita lausna fyrir samfélagið í heild og þurfum að taka það súra með því sæta.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útilokar ekki að Sjálfstæðisflokkurinn nái fyrri styrk

Páll spurði Bjarna hvort það væri liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn næði 30 til 40 prósenta fylgi á landsvísu. „Ég held að allt sé mögulegt,“ sagði Bjarni. „Það ræðst á endanum alfarið á því hvernig flokknum tekst að halda talsambandi, trausti og trúnaði við kjósendur í landinu. Það var vitað að þetta yrði erfitt eftir hrunið en þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn setið samfellt í ríkisstjórn frá 1991. Árið 2018 er staðan að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið samfellt í ríkisstjórn frá 1991 fyrir utan árið 2009 til 2013,“ segir Bjarni.

Segir hann að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist ágætlega að vera kjölfestuflokkur á tímum mikils umróts í stjórnmálum á Íslandi. Flokkum á Alþingi hafi fjölgað og stofnaðir nýir flokkar um eitt eða fá málefni sem leiði til meiri afarkosta í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn hafi sögulega verið breiður flokkur. Fundið lausnir sem mæta þörfum flestra; um frelsi einstaklingsins, minni ríkisumsvif, alþjóðatengsl og þéttrifið og öruggt velferðarnet þar sem verðmætasköpun er mest þegar fólk fær sjálft að spreyta sig.

Bjarni sagði að það væri ágætt þegar fólk er búið að festa sig í einstaka pólitískum ágreiningsefnum að spyrja sig grundvallarspurningar um hvernig gangi almennt í samfélaginu, að bæta hag einstaklinga frá einu ári til þess næsta. Benti hann á að atvinnuleysi væri nær ekkert, fjölbreytni í störfum fari vaxandi með stuðningi ríkisins við nýsköpun, rannsókn og þróun. Almennt virðisaukaskattþrep hafi aldrei verið lægra og Ísland sé það land þar sem minnstar tollahindranir eru til staðar. „Það skilar sér beint í vasa neytenda,“ sagði Bjarni og vísaði m.a. til breyttrar verðlagningar á raftækjum, skóm og fatnaði.

Sagði hann að þrátt fyrir að ríkisútgjöld hafi aukist þurfi að horfa til þess að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu hafi ekki aukist. Þjóðarlíkaminn sé orðinn stæltari og þá skapist svigrúm til að veita betri þjónustu. Það sé hins vegar mikið kappsmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að tryggja góða og hagkvæma ráðstöfun á ríkisfé að sögn Bjarna, og vísaði hann til samkeppnissjónarmiða og að fjármagn fylgi fólki en einkarekstur sé af hinu góða.

„Það er grundvallarstefna að hámarka nýtingu opinbers fjár. Reyna að laða fram samkeppni og tryggja hámarksnýtingu ríkis í tiltekin verkefni,“ sagði hann.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Skjáskot/K100
mbl.is

Innlent »

Vilja að hætt verði við kísilverið

Í gær, 23:55 Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu Meira »

„Risastórt lífskjaramál“

Í gær, 22:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði húsnæðismál risastórt kjaramál í viðtali við Kastljós í kvöld, en átakshópur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag tillögur sínar í þeim efnum. Meira »

Hrói höttur í Firðinum

Í gær, 21:50 Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

Í gær, 21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. Og Veiðifélags Laxár á Ásum gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

Í gær, 21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Í gær, 20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Í gær, 20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

Í gær, 20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

Í gær, 19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

Í gær, 19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Í gær, 18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

Í gær, 18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »

Mögulegur grunnur að lausn kjarasamninga

Í gær, 17:42 „Það er ánægjulegt að sjá að tillögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert, er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira »

194 bílar Volvo innkallaðir

Í gær, 17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

Í gær, 16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

Í gær, 16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

Í gær, 16:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

Í gær, 16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

Í gær, 16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »