Ekki áður í svo stórum verkefnum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hari

Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Greint var frá því í  vikunni í Morgunblaðinu að borgin og ríkið hefðu samþykkt heimild til að sækja um hátíðina. Sendinefnd á vegum Íslands var á hátíðinni í Sevilla á Spáni, þar sem hátíðin fór fram núna í vikunni, og kynnti sér framkvæmd og ræddi við evrópsku nefndina.

Ekki áður verkefni af þessari gráðu

Reykjavík mun keppa við tvær aðrar borgir, en Dagur segir að ekki sé gefið upp hvaða borgir þær séu og í raun viti þau hjá Reykjavík það ekki með vissu hverjir keppi þar gegn þeim. Hann segir að þau hafi lagt fram skjöl frá Reykjavíkurborg og ríkinu með formlegri umsókn auk þess að hitta nefndarmenn og farið yfir með þeim hvað Reykjavík hefði upp á að bjóða sem borg til að standa að verðlaunaafhendingunni.

Segir Dagur að það væri áhugavert fyrir verðlaunin að vera afhent í Reykjavík, en ekki síður spennandi fyrir Reykjavík að vera vettvangur fyrir svona viðburði. „Við höfum ekki áður verið í svona verkefnum,“ segir Dagur og vísar til stærðar hátíðarinnar og bætir við að mikið umstang fylgi svona verkefni. Reykjavík uppfylli þó allar grunnkröfur sem gerðar séu og þar leiki Harpa stórt hlutverk, en gert er ráð fyrir að hún hýsi verðlaunaafhendinguna. Hann segir að með þessu geti Reykjavík sýnt hvað borgin hafi fram að færa þegar komi að stórum viðburðum.

Telur möguleika Reykjavíkur góða

Dagur segir að kvikmyndaverðlaun sem þessi séu í rauninni kvikmyndavika sem endi svo á tveimur verðlaunaafhendingum. Einni á föstudegi sem sé aðeins minni í sniðum og svo aðalverðlaunaafhendingunni á laugardegi.

Verðlaunaafhendingin færi fram í Hörpu verði Reykjavík fyrir valinu.
Verðlaunaafhendingin færi fram í Hörpu verði Reykjavík fyrir valinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spurður út í möguleika Reykjavíkur að hljóta náð fyrir augum valnefndarinnar segir Dagur að hann telji möguleikana góða. Segir hann að sendinefndinni hafi verið vel tekið og þá hafi Íslendingar verið nokkuð áberandi á verðlaunaafhendingunni. Þannig hafi Halldóra Geirharðsdóttir verið tilnefnd fyrir kvikmyndina Kona fer í stríð og Sverrir Guðnason, sem búið hefur lengi í Svíþjóð, hafi verið tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni um tennisspilarann Björn Borg. Þá nefnir Dagur að kvikmyndagerð sé í blóma hér á landi og vill hann meina að kvikmyndavorið sé í raun orðið sumar. Auk þess sé aðstaða fyrir kvikmyndagerð að batna og vísar hann þar til uppbyggingar kvikmyndavers og kvikmyndaþorps í Gufunesi.

Opnar á fleiri viðlíka viðburði

Dagur segir að ef Reykjavík verði valin og vel gangi sé þarna möguleiki til að koma að fleiri svona viðburðum á komandi árum. „Þarna erum við vonandi að sanna að við getum tekið að okkur svona viðburði og vonandi myndu aðrir slíkir fylgja í kjölfarið,“ segir hann og bætir við að þetta sé fyrsti og stærsti svona stórviðburður sem haldinn sé hér á landi. 

Borgarstjórinn segist sjá fyrir sér að verkefnið þróist þannig að það verði kvikmyndavika sem borgarbúar og aðrir tækju þátt í og myndu finna fyrir að alþjóðlegur viðburður væri í gangi. Þannig væri hægt að hitta kvikmyndastjörnur og fleira sem þekkist af hátíðum sem þessum.

Kostnaður allt að 270 milljónir

Samkvæmt samþykkt borgarráðs er heimild fyrir allt að 135 milljóna útgjöldum borgarinnar vegna verkefnisins og mun ríkið ábyrgjast sömu upphæð til verksins. Segir Dagur að helstu kostnaðarliðir séu flug og hótel fyrir gesti, útsendingakostnaður og svo leigan á Hörpu. Hann tekur fram að í þessari kostnaðaráætlun sé miðað við ýtrustu mörk. „Við teljum ekki þurfa svona mikið,“ segir hann, en í greinargerð borgarráðs er meðal talað um að finna styrktaraðila.

Auk Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins eru það Íslandsstofa, Meet in Reykjavík og RÚV sem standa fyrir umsókn borgarinnar og 5-6 einstaklingar á þeirra vegum í sendinefndinni sem fór til  Sevilla.

Skýrast mun á fyrri hluta næsta árs hvort Reykjavík verði valin til að halda verðlaunaafhendinguna.

mbl.is

Innlent »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

20:00 Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

20:00 Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

19:21 Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands er ísjakinn nú um 28 sjómílum norðvestan af Horni á Hornströndum. Hafísinn, sem umkringir jakann, rekur nú austur. Meira »

Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

18:58 Nýr forseti Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Meira »

Miðlar 40 ára reynslu

18:34 Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, opnaði fyrir skráningu í gær. Námskeiðið, sem fyrirtækið Frami býður upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Meira »

Segir stjórn LV starfa samkvæmt lögum

18:00 „Eitt að því sem þessi stjórn hefur lagt áherslu á er að auka gagnsæi í öllum sínum störfum, svo sem við í skipun í stjórnir hlutafélaga. Hún hefur einnig innleitt kröfu um siðferðisleg viðmið við allar sínar fjárfestingar,“ segir Ína Björk Hannesdóttir, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Ætlar að sjá hvert námið leiðir sig

17:58 Hugi Kjartansson var semidúx við brautskráningu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu áramót. Söngur og tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi hans og er hann til að mynda nýlega kominn heim frá New York þar sem hann söng með Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Meira »

Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

17:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna voru á meðal 118 þingmanna frá ríkjum Evrópu sem samþykktu í dag að veita Rússum fulla aðild að Evrópuráðinu á ný. Meira »

Míla braut ekki gegn Gagnaveitunni

16:48 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi hluta ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í máli Gagnaveitu Reykjavíkur gegn Mílu. Meira »

Ákærður fyrir gróf brot gegn syni sínum

16:34 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum, sem áttu sér stað á heimilum ákærða á árunum 1996-2003, er sonur hans var 4-11 ára gamall. Málið var þingfest í morgun. Meira »

Vildi bætur en var sjálfur grunaður

16:12 Tryggingamiðstöðin var í gær sýknuð af bótakröfu vegna eldsvoða á gistiheimili á Vesturlandi í janúar 2016, en eigandi gistiheimilisins var grunaður um að hafa sjálfur orðið valdur að upptökum eldsins. Meira »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »

Gæti þurft frekari fyrirgreiðslu ríkis

15:36 Að mati ríkisendurskoðanda er ekki öruggt að Íslandspóstur muni ekki þurfa á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta á ári, þrátt fyrir að hækkun burðargjalda og viðbótargjald vegna erlendra sendinga muni rétta rekstur fyrirtækisins af, um tíma hið minnsta. Meira »

143 milljóna sekt vegna skattsvika

15:12 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Þá er honum gert að greiða rúmar 143 milljónir króna í sekt eða sæta ellegar eins árs fangelsi. Héraðssaksóknari gaf út ákæruna í mars síðastliðnum. Meira »

Smærri vélar til Manchester í sumar

14:47 Icelandair mun nýta flugvélar úr innanlandsflugi Air Iceland Connect, af gerðinni Dash-8 Q400, sem geta tekið um 70 farþega, til þess að sinna áætlunarflugi til Manchester á Englandi og Dublin á Írlandi í sumar. Þetta staðfestir Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði Icelandair. Meira »

Brýnt að tryggja rekstrargrundvöllinn

14:10 Ríkisendurskoðandi leggur til fjórar tillögur til úrbóta í skýrslu sinni um starfsemi Íslandspósts, sem var kynnt fyrir tveimur nefndum Alþingis í morgun og hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar. Meira »

Kæru Vigdísar vísað frá

13:25 Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í fyrra, er vísað frá kjörnefnd sem falið var að úrskurða um kæruna. Meira »

Skýrslan varpi ljósi á samskiptavanda

13:12 Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir í samtali við mbl.is að honum hafi litist bæði „nokkuð vel og illa“ á það sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og rætt var um á nefndarfundi á Alþingi á morgun. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Pool borð til sölu
Til sölu er Dynamic Competition Pool borð, 9 feta, með ljósum og kjuðarekka. Ve...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Yfirbreiðslur á golfbíla
Viltu verjast rigningu og roki á golfvellinum? Til sölu góðar yfirbreiðslur sem...