Ekki áður í svo stórum verkefnum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hari

Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Greint var frá því í  vikunni í Morgunblaðinu að borgin og ríkið hefðu samþykkt heimild til að sækja um hátíðina. Sendinefnd á vegum Íslands var á hátíðinni í Sevilla á Spáni, þar sem hátíðin fór fram núna í vikunni, og kynnti sér framkvæmd og ræddi við evrópsku nefndina.

Ekki áður verkefni af þessari gráðu

Reykjavík mun keppa við tvær aðrar borgir, en Dagur segir að ekki sé gefið upp hvaða borgir þær séu og í raun viti þau hjá Reykjavík það ekki með vissu hverjir keppi þar gegn þeim. Hann segir að þau hafi lagt fram skjöl frá Reykjavíkurborg og ríkinu með formlegri umsókn auk þess að hitta nefndarmenn og farið yfir með þeim hvað Reykjavík hefði upp á að bjóða sem borg til að standa að verðlaunaafhendingunni.

Segir Dagur að það væri áhugavert fyrir verðlaunin að vera afhent í Reykjavík, en ekki síður spennandi fyrir Reykjavík að vera vettvangur fyrir svona viðburði. „Við höfum ekki áður verið í svona verkefnum,“ segir Dagur og vísar til stærðar hátíðarinnar og bætir við að mikið umstang fylgi svona verkefni. Reykjavík uppfylli þó allar grunnkröfur sem gerðar séu og þar leiki Harpa stórt hlutverk, en gert er ráð fyrir að hún hýsi verðlaunaafhendinguna. Hann segir að með þessu geti Reykjavík sýnt hvað borgin hafi fram að færa þegar komi að stórum viðburðum.

Telur möguleika Reykjavíkur góða

Dagur segir að kvikmyndaverðlaun sem þessi séu í rauninni kvikmyndavika sem endi svo á tveimur verðlaunaafhendingum. Einni á föstudegi sem sé aðeins minni í sniðum og svo aðalverðlaunaafhendingunni á laugardegi.

Verðlaunaafhendingin færi fram í Hörpu verði Reykjavík fyrir valinu.
Verðlaunaafhendingin færi fram í Hörpu verði Reykjavík fyrir valinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spurður út í möguleika Reykjavíkur að hljóta náð fyrir augum valnefndarinnar segir Dagur að hann telji möguleikana góða. Segir hann að sendinefndinni hafi verið vel tekið og þá hafi Íslendingar verið nokkuð áberandi á verðlaunaafhendingunni. Þannig hafi Halldóra Geirharðsdóttir verið tilnefnd fyrir kvikmyndina Kona fer í stríð og Sverrir Guðnason, sem búið hefur lengi í Svíþjóð, hafi verið tilnefndur fyrir hlutverk sitt í myndinni um tennisspilarann Björn Borg. Þá nefnir Dagur að kvikmyndagerð sé í blóma hér á landi og vill hann meina að kvikmyndavorið sé í raun orðið sumar. Auk þess sé aðstaða fyrir kvikmyndagerð að batna og vísar hann þar til uppbyggingar kvikmyndavers og kvikmyndaþorps í Gufunesi.

Opnar á fleiri viðlíka viðburði

Dagur segir að ef Reykjavík verði valin og vel gangi sé þarna möguleiki til að koma að fleiri svona viðburðum á komandi árum. „Þarna erum við vonandi að sanna að við getum tekið að okkur svona viðburði og vonandi myndu aðrir slíkir fylgja í kjölfarið,“ segir hann og bætir við að þetta sé fyrsti og stærsti svona stórviðburður sem haldinn sé hér á landi. 

Borgarstjórinn segist sjá fyrir sér að verkefnið þróist þannig að það verði kvikmyndavika sem borgarbúar og aðrir tækju þátt í og myndu finna fyrir að alþjóðlegur viðburður væri í gangi. Þannig væri hægt að hitta kvikmyndastjörnur og fleira sem þekkist af hátíðum sem þessum.

Kostnaður allt að 270 milljónir

Samkvæmt samþykkt borgarráðs er heimild fyrir allt að 135 milljóna útgjöldum borgarinnar vegna verkefnisins og mun ríkið ábyrgjast sömu upphæð til verksins. Segir Dagur að helstu kostnaðarliðir séu flug og hótel fyrir gesti, útsendingakostnaður og svo leigan á Hörpu. Hann tekur fram að í þessari kostnaðaráætlun sé miðað við ýtrustu mörk. „Við teljum ekki þurfa svona mikið,“ segir hann, en í greinargerð borgarráðs er meðal talað um að finna styrktaraðila.

Auk Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins eru það Íslandsstofa, Meet in Reykjavík og RÚV sem standa fyrir umsókn borgarinnar og 5-6 einstaklingar á þeirra vegum í sendinefndinni sem fór til  Sevilla.

Skýrast mun á fyrri hluta næsta árs hvort Reykjavík verði valin til að halda verðlaunaafhendinguna.

mbl.is

Innlent »

Hafnaði utan vegar í Víðidal

Í gær, 23:47 Hópbifreið hafnaði utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í Víðidal í kvöld. Ökumaður og 30 farþegar, sem allir voru á aldrinum 16-19 ára, voru um borð í bifreiðinni. Engan sakaði að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Meira »

Opnað fyrir umferð á ný

Í gær, 22:38 Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um Kjalarnes, en lokað var fyrir umferð þar vegna lélegs skyggnis og slæmrar færðar. Þá fóru tvær rútur út af veginum á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga fyrr í kvöld. Enn er þó krapi á veginum og búast má við hálku, en mjög hált var þar fyrr í kvöld. Meira »

„Fólk er hérna fjúkandi af reiði“

Í gær, 21:41 Löng röð hefur myndast við vegalokun á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Þingvallavegar. Fólk í röðinni er mjög pirrað á lokuninni á veginum um Kjalarnes en vonskuveðrið áðan virðist liðið hjá. Meira »

Einhverjir með eymsli en öðrum brugðið

Í gær, 21:26 Aðgerðum viðbragðsaðila vegna rútuslysanna á Kjalarnesi er lokið og síðustu farþegarnir eru nú farnir úr fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Fékk fólkið þar teppi og heitt te eða kaffi auk þess sem viðbragðssveit Landspítalans kom til að kanna hvort einhverjir þyrftu frekari aðstoð. Meira »

Fór mun betur en á horfðist

Í gær, 19:27 Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum vegna tilkynningar um snjóflóð í Tindafjöllum. Þar var staddur um 20 manna hópur úr björgunarsveitinni Ársæli sem var í fjallamennskunámskeiði og lentu tveir björgunarsveitarmenn í flóðinu en hvorugur slasaðist. Meira »

Vegum lokað – ekkert ferðaveður

Í gær, 19:21 Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.00. Meira »

Tvær rútur lentu utan vegar

Í gær, 19:04 Tvær rút­ur hafa farið út af veg­in­um á Kjal­ar­nesi síðustu klukku­stund­ina. Búið er að loka veg­in­um um Kjal­ar­nes en ekk­ert ferðaveður er á þeim slóðum. Meira »

Vísað frá borði að beiðni yfirvalda

Í gær, 18:15 Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli þurftu að vísa farþega frá borði úr flugvél WOW air sem átti að fljúga til Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 16:00 í dag. Var það vegna beiðni flugfélagsins eftir að bandarísk yfirvöld höfðu samband og létu vita af því að farþeginn hefði ekki heimild til að koma til Bandaríkjanna. Meira »

Tölva Hauks á leið til landsins

Í gær, 17:24 Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látið lífið í Afrin-héraði í Sýrlandi í fyrra, greinir frá því á vefsíðu sinni að tölva Hauks sé komin til Evrópu fyrir tilstilli Ögmundar Jónassonar. Hún reiknar með því að tölvan komi til Íslands fljótlega. Meira »

Ekið aftan á lögreglubíl á vettvangi

Í gær, 16:57 Ekið var á lögreglubíl á vettvangi slyss á Strandarheiði á Reykjanesbraut í morgun en mikil hálka var á svæðinu. Lögregla biðlar til ökumanna að sýna tillitssemi á slysstöðum og draga úr hraðanum til að koma í veg fyrir frekari slys. Meira »

Kannabisolíu blandað saman við veip-vökva

Í gær, 16:20 Lögreglan á Suðurnesjum fann meint fíkniefni, lyf og stera í húsleit í umdæminu sem gerð var nýverið að fenginni heimild. Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og -sala með þeim hætti að kannabisolíu væri blandað saman við veip-vökva og hann seldur í ágóðaskyni. Meira »

Unglingar á hálum ís

Í gær, 15:57 Lögreglan á Vestfjörðum hafði í dag afskipti af unglingum við leik á ísilögðum Pollinum í Skutulsfirði. Henni þykir rétt að minna á hættuna sem getur skapast við leik á hafís. Meira »

Klósettferðin á BSÍ kostar 200 krónur

Í gær, 14:25 Gjaldtaka hófst í vikunni fyrir notkun salernisaðstöðu á BSÍ. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í haust og að tilgangurinn sé fyrst og fremst að tryggja hreinlæti. 200 krónur kostar að fara á salernið en frítt er fyrir börn. Meira »

Borðum okkur ekki í gröfina!

Í gær, 13:56 „Það fjalla mjög margir þættir í sjónvarpi um lífsstíl og við liggur að hugtakið sé komið með óorð á sig. Þess vegna langaði mig að koma úr annarri átt og niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á að þetta væri vísindaleg nálgun án þess þó að hljóma eins og Sigurður H. Richter.“ Meira »

„Auðvitað kvikna viðvörunarljós“

Í gær, 11:59 „Rauð ljós kvikna út um allt, eðlilega,“ segir Gunn­ar Hrafn Birg­is­son, doktor í klín­ískri sál­fræði, um bréfaskrif Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til Guðrún­ar Harðardótt­ur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Meira »

Slagsmál í BT opnuðu augun

Í gær, 11:55 Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. Meira »

Hægt að skella sér á skíði

Í gær, 11:53 Skíðasvæðin á Dalvík, Oddskarði og Siglufirði eru opin í dag en lokað í Hlíðarfjalli og Tindastól. Í Bláfjöllum er búið að leggja gönguskíðabraut og eins verður hægt að fara á gönguskíði á troðinni braut í Heiðmörk eftir hádegi. Á Ísafirði er lokað í Tungudal en opið í Seljalandsdal. Meira »

„Stefndu mér!“

Í gær, 11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

Í gær, 11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmt skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...