Greiðfært en hálka víða

Vegir um landið eru greiðfærir, þó hálku eða hálkubletti megi …
Vegir um landið eru greiðfærir, þó hálku eða hálkubletti megi finna víða. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum og Norðurlandi er hálka eða hálkublettir, en vegir vel færir. Á Austurlandi er snjóþekja á Fjarðarheiði og Fagradal, þar sem él ganga yfir og nokkur hálka á Úthéraði.

Á Suðurlandi má búast við hálku og hálkublettum á köflum, en þó einkum á vestantil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert