Veggjöld samþykkt eftir áramót

Jón Gunnarsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, gestir í Silfrinu í ...
Jón Gunnarsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, gestir í Silfrinu í morgun. Skjáskot/RÚV

Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí.

Jón var einn gesta Fanneyjar Birnu Sveinbjörnsdóttur í Silfrinu á RÚV í morgun. Sagði hann þar að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis taki málið fyrir um miðjan janúar þannig að hægt verði að afgreiða samgönguáætlunina mánaðamótin janúar-febrúar.

Að sögn Jóns er með upptöku veggjalda verið að stíga stórt skref inn í framtíðina. Fyrirkomulagið hraði mjög vegaframkvæmdum sem greiðir leið fólks og fækkar umferðarslysum og þeim mikla þunga sem hvílir á samfélaginu vegna þeirra.

Björn Leví Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Björn Leví Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Skjáskot/RÚV

„1996, þegar framkvæmdir hófust við Hvalfjarðargöng voru 70 prósent landsmanna á móti göngunum og meirihluti ætlaði ekki að keyra þau. Það er ekki óeðlilegt að svona hugmyndir veki umtal,“ segir Jón en bætti við að gjaldtakan snerist einna helst um hagsmuni fólks sem færi reglulega um þá vegi sem um ræðir. Hann sagði gjaldtökuna þó þurfa að vera hóflega þannig hún sé ekki of íþyngjandi fyrir heimilisbókhaldið. Sé gjöldum stillt í hóf gæti falist nokkur sparnaður í gjaldtöku þegar litið er til styttri ferðatíma og bensínsparnaðar.

Nokkuð breið samstaða var um veggjöld hjá gestum þáttarins, hjá Kristínu Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, og Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna.

Kristín sagðist hlynnt veggjöldum og sagði mikilvægt að hraða uppbyggingu almenningssamgangna enda hafi engin borg byggt sig frá umferðarteppu. „Það er ekki ákjósanlegasti kosturinn að 90 prósent kjósi að keyra sjálfir á bíl,“ sagði Kristín.

Kristín hafði þó helst áhyggjur af því að veggjöld höfuðborgarbúa yrðu notuð til þess að fjármagna vegaframkvæmdir á landsbyggðinni, og nefndi máli sínu til stuðnings gistináttagjald sem renni til ríkisins en ekki sveitarfélaga. 

Umferðarmálin voru rædd í Silfrinu á RÚV í morgun.
Umferðarmálin voru rædd í Silfrinu á RÚV í morgun. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Steinunn tók undir með bæði Jóni og Kristínu; sagði brýnt að hraða uppbyggingu vegakerfisins til að tryggja umferðaröryggi en að einnig þyrfti að taka til hendinni við eflingu almenningssamgangna. Hún sagði gjaldtöku samræmast stefnu Íslands í loftlagsmálum enda hafi vegakerfið verið fjármagnað með bensíngjöldum, orkugjafa sem stjórnvöld vilja sjá á útleið.

Björn Leví sagði að innan Pírata væri hvorki sérstök mótstaða eða stuðningur við veggjöld. Flokkurinn hafi hins vegar bent á að ferlið við að koma veggjöldum inn í samgönguáætlun með nefndaráliti meirihlutans rétt fyrir þinglok hafi verið illa undirbúið enda um stóra ákvörðun að ræða á stuttum tíma. Vildi flokkurinn því að afgreiðslu samgönguáætlunar yrði frestað og málið nægilega vel unnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...