Veggjöld samþykkt eftir áramót

Jón Gunnarsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, gestir í Silfrinu í ...
Jón Gunnarsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, gestir í Silfrinu í morgun. Skjáskot/RÚV

Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí.

Jón var einn gesta Fanneyjar Birnu Sveinbjörnsdóttur í Silfrinu á RÚV í morgun. Sagði hann þar að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis taki málið fyrir um miðjan janúar þannig að hægt verði að afgreiða samgönguáætlunina mánaðamótin janúar-febrúar.

Að sögn Jóns er með upptöku veggjalda verið að stíga stórt skref inn í framtíðina. Fyrirkomulagið hraði mjög vegaframkvæmdum sem greiðir leið fólks og fækkar umferðarslysum og þeim mikla þunga sem hvílir á samfélaginu vegna þeirra.

Björn Leví Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Björn Leví Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Skjáskot/RÚV

„1996, þegar framkvæmdir hófust við Hvalfjarðargöng voru 70 prósent landsmanna á móti göngunum og meirihluti ætlaði ekki að keyra þau. Það er ekki óeðlilegt að svona hugmyndir veki umtal,“ segir Jón en bætti við að gjaldtakan snerist einna helst um hagsmuni fólks sem færi reglulega um þá vegi sem um ræðir. Hann sagði gjaldtökuna þó þurfa að vera hóflega þannig hún sé ekki of íþyngjandi fyrir heimilisbókhaldið. Sé gjöldum stillt í hóf gæti falist nokkur sparnaður í gjaldtöku þegar litið er til styttri ferðatíma og bensínsparnaðar.

Nokkuð breið samstaða var um veggjöld hjá gestum þáttarins, hjá Kristínu Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, og Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna.

Kristín sagðist hlynnt veggjöldum og sagði mikilvægt að hraða uppbyggingu almenningssamgangna enda hafi engin borg byggt sig frá umferðarteppu. „Það er ekki ákjósanlegasti kosturinn að 90 prósent kjósi að keyra sjálfir á bíl,“ sagði Kristín.

Kristín hafði þó helst áhyggjur af því að veggjöld höfuðborgarbúa yrðu notuð til þess að fjármagna vegaframkvæmdir á landsbyggðinni, og nefndi máli sínu til stuðnings gistináttagjald sem renni til ríkisins en ekki sveitarfélaga. 

Umferðarmálin voru rædd í Silfrinu á RÚV í morgun.
Umferðarmálin voru rædd í Silfrinu á RÚV í morgun. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Steinunn tók undir með bæði Jóni og Kristínu; sagði brýnt að hraða uppbyggingu vegakerfisins til að tryggja umferðaröryggi en að einnig þyrfti að taka til hendinni við eflingu almenningssamgangna. Hún sagði gjaldtöku samræmast stefnu Íslands í loftlagsmálum enda hafi vegakerfið verið fjármagnað með bensíngjöldum, orkugjafa sem stjórnvöld vilja sjá á útleið.

Björn Leví sagði að innan Pírata væri hvorki sérstök mótstaða eða stuðningur við veggjöld. Flokkurinn hafi hins vegar bent á að ferlið við að koma veggjöldum inn í samgönguáætlun með nefndaráliti meirihlutans rétt fyrir þinglok hafi verið illa undirbúið enda um stóra ákvörðun að ræða á stuttum tíma. Vildi flokkurinn því að afgreiðslu samgönguáætlunar yrði frestað og málið nægilega vel unnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Er mönnum alvara?“

15:19 Blaðamaður DV og höfundur langrar umfjöllunar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, segir firringu fólgna í því að telja að þær upplýsingar sem fram hafi komið í umfjöllun sinni eigi ekki erindi við almenning. Meira »

Hvaltönn fyrir lengra komna „lovera“

15:12 Skartgripasalar hafa lýst yfir áhuga á að smíða skartgripi úr tönnum og beinum grindhvalanna sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »

Ársverðbólga 3,1%

15:10 Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,21% milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar. Ársverðbólga mælist nú um 3,1% og lækkar örlítið milli mánaða Meira »

Innkalla 165 bíla af gerðinni Volvo XC90

14:57 Bifreiðaumboðið Brimborg hefur ákveðið að innkalla 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerðinni 2016.  Meira »

Verðum að sjá fyrir endann á þessu

14:52 Litlu mátti muna að rússneski togarinn Orlik hefði sokkið í Njarðvíkurhöfn í nótt. Með snörum viðbrögðum náðist að koma í veg fyrir það en kostnaður við að ná sokknu skipi úr höfninni gæti auðveldlega verið í kringum 200 milljónir króna. Vonir standa til að losna við skipið á næstu dögum. Meira »

Valdið hverfur ekki með formannsleysi

14:18 „Flati strúktúrinn gengur á meðan allir sem taka þátt í litlum hópi eru á sömu blaðsíðunni um það hvernig hlutirnir eiga að vera,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is um það fyrirkomulag innan flokksins að vera án formanns. Það geti hins vegar breyst. Meira »

Hætti sem formaður eftir fjármálamisferli

14:04 Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi sagði upp störfum í júní eftir að upp komst að hann hafði misnotað greiðslukort trúfélagsins í starfi sínu með því að taka út rúmar 30 þúsund norskar krónur án heimildar. Stjórn trúfélagsins ákvað að leggja ekki fram kæru á hendur honum. Meira »

Engin E. coli tilfelli í dag

13:54 Engin tilfelli af E. coli greindust í dag eftir að rannsökuð voru saursýni frá 15 einstaklingum sem borist hafa undanfarna daga. Þriggja ára drengur sem var rannsakaður fyrir helgi og grunaður um að vera með sýkingu reyndist vera sýktur af E. coli. Bandaríska barnið sem var til rannsóknar reyndist ekki vera með E. coli. Meira »

Tvær flugvélar Circle Air kyrrsettar

13:41 Evrópsk flugmálayfirvöld hafa kyrrsett allar flugvélar af sömu tegund og flugvélin sem fórst í Umeå í Svíþjóð fyrir viku með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið. Báðar flugvélar íslenska flugfélagsins Circle Air eru af þessari tegund og hefur félagið því þurft að verða sér út um lánsvélar á meðan kyrrsetningin stendur yfir. Meira »

Fullur bær af ferðamönnum

13:30 Þrjú skemmtiferðaskip heimsækja Grundarfjörð í dag og hafa ekki jafn mörg skip af þeirri tegund heimsótt bæinn á einum og sama deginum til þessa. Meira »

Þýskur ferðamaður fótbrotnaði illa

12:49 Hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls var kölluð út fyrir hádegi vegna konu sem hafði slasast rétt við Herðubreiðarlindir. Meira »

Rafmagnslaust í nótt í Hafnarfirði

12:09 Frá klukkan eitt næstu nótt, aðfaranótt þriðjudags, verður rafmagnslaust á öllu veitusvæði HS veitna innan Hafnarfjarðarbæjar og hluta Garðabæjar. Verið er að taka háspennustreng HF1 frá Landsneti aftur í rekstur, en til aðgerðanna kemur vegna vegaframkvæmda við breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Meira »

Ljósbogi myndaðist í kerskálanum

12:05 Svokallaður ljósbogi myndaðist í kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær og voru framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu í kjölfarið kallaðir á svæðið. Í framhaldinu var ákveðið að slökkva á kerskálanum. Meira »

Skoða hvalina á morgun

12:01 Til stendur að tveir sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun fari á morgun og skoði tugi grindhvala sem rak á dögunum á land í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »

Líkamsárás kærð í Eyjum

11:20 Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir árásarmanninn sem var eitthvað ósáttur við annan mann hafa slegið þann síðarnefnda í andlitið þannig að tönn losnaði. Meira »

Áttavilltir ferðamenn og undrandi Íslendingar

11:10 Hefur Fontana einhvern árangursdrifinn kraft fram yfir Gömlu-Gufuna? spyr Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra í grein í Morgunblaðinu. Veltir hann upp þeirri spurningu hvort erlendar nafngiftir séu gefnar „til árangurs og af illri nauðsyn eða af gáleysi íslenskri tungu til háðungar og hnignunar?“ Meira »

Sáu lekann fyrir

10:14 „Þetta sýnir að mat okkar á ástandi skipsins var hárrétt og hefði ekki mátt bíða lengur,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafna. Orlik, rússneskur togari í Njarðvíkurhöfn, var hætt kominn í nótt er gat kom á hann og sjór flæddi inn. Meira »

Slökkt á einum kerskála vegna óróleika

09:50 Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að ákvörðunin hafi verið erfið en að hún hafi verið tekin til að tryggja öryggi starfsmanna og ná um leið betri tökum á rekstrinum. Meira »

Skaði slíti Filippseyjar stjórnmálasambandi

09:00 Það yrði skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmálasambandi við landið. Afleiðingarnar gætu orðið margvíslegar og undirstrika að meiriháttar rof hefði átt sér stað í samskiptum þjóðanna, segir Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Meira »
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Söluverðmat án skuldbindinga, vertu í samba...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...