VG og Samfylkingin sitja á bar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil um Klaustursmálið og ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil um Klaustursmálið og velti upp hver viðbrögðin hefðu verið ef aðrir flokkar hefðu átt í hlut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem velt er upp hver viðbrögð af Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokkurinn ætti í hlut. Segist hann hafa fengið að birta pistilinn og má ætla af þeim orðum að Sigmundur hafi sjálfur ekki samið pistilinn, en hann deilir honum einnig á Facebook og segist vona að einhverjum þyki þetta jafn áhugavert og sér.

Í pistlinum, sem ber titilinn Er sama hver er? er Miðflokknum og Flokki fólksins skipt út fyrir Samfylkinguna og Vinstri græna.

„Sex þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingarinnar fara saman á veitingahús eins og löng hefð mun vera fyrir hjá þingmönnum og drekka sumir meiri bjór en góðu hófi gegnir, byrjar pistillinn og eru þingmennirnir kallaðir Kristín, Svanhvíti, Guðbrandur, Bjarklind, Helena og Oddrún.

Eftir samræður um stjórnmál hafi umræður þingmannanna þróast út í tal um samstarfsmenn „þar sem lofgjörð um pólitíska andstæðinga er ekki ríkjandi þema“. Sumir hafi þar endurtekið gamlar lummur sem þeir hafi heyrt í þinginu „eins og þau kunnu sannindi að formaður Miðflokksins sé geðveikur“. Þá hafi  sumir fara langt fram úr sér í samkeppni um grófasta orðavalið,á meðan að aðrir fylgdust með.

„Rúmlega viku seinna kemur í ljós að ungur Heimdellingur og harðlínu-frjálshyggjumaður hafði gert ráðstafanir til að njósna um vinstrimennina sex og gera ólögmæta upptöku af einkasamtali þeirra klukkutímum saman. Þótt upptökurnar séu ólögmætar fær hann vefmiðil, hina áköfu hægrivefsíðu Tíðarandann, til að skrifa upp og birta valda kafla úr hinum leynilegu upptökum.“

Sett á svið broddborgurum Sjálfstæðisflokks til skemmtunar

Því næst eru dregnar fram tvær mismunandi útgáfur af hvert framhald málsins yrði. Annars vegar þar sem endalausar fréttir hafi verið fluttar af málinu svo vikum skipti og hins vegar þar sem einungis Tíðarandinn birtir upptökurnar.

Í fyrra dæminu setur ímyndað Leikfélag Garðabæjar sem stjórnað er „af sambýlismanni eins róttækasta frjálshyggjumanns landsins og ráðgjafa Heimdellingsins unga, upp sýningu þar sem sem [sic] „leikarar lesa með tilburðum setningar úr hinni ólögmætu upptöku, broddborgurum Sjálfstæðisflokksins til mikillar skemmtunar.“ Sýnt er beint frá sýningunni í Ríkisútvarpinu og „Heimdellingurinn ungi er hylltur sem hetja í fjölmiðlum fyrir uppljóstranir sínar og helstu hægripoppúlistar landsins keppast um að yfirbjóða skoðanabræður sína í stuðningi við hann.“

Þá fer Sjálfstæðisflokkurinn hamförum og krefst þess að allir sem heyrist í á upptökunni segi af sér „hvort sem þeir sögðu eitthvað eða bara hlustuðu á það“.  Er síðar kemur í ljós að oddviti Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur hafi setið með vinstrimönnunum sex, hluta kvöldsins, breytir það í engu afstöðu þeirra til málsins.

Skömmu síðar kemur svo upp úr dúrnum að frammámenn í Sjálfstæðisflokknum hafi á undanförnum árum verið sakaðir um kynferðislega áreitni og að formanni og forystu flokksins hafi verið kunnugt um það, en málið hafi verið þaggað niður. Formaður flokksins hafi svarar [sic] því til að málið hafi verið innanhúss og því ekki átt erindi við aðra. „Formaður siðanefndar flokksins segir leitt ef málin skaða ímynd flokksins en sendir um leið þeim sem hann rannsakaði hvatningarkveðjur.“

Hægrivefurinn Kvörnin hafi þá ekki talið málið fréttnæmt þótt einn þeirra sem ásakaðir voru hafi verið í hópi eigenda fjölmiðilsins. Ríkisútvarpið láti málið sömuleiðis gott heita og málið nái ekki einu sinni inn í yfirlit sjónvarpsfrétta.

Aldrei öðrum eins aðferðum beitt

Í síðarnefnda dæminu þar sem Tíðarandinn er einn um að birta upptökurnar snúist umfjöllun annarra fjölmiðla „fyrst og fremst um að aldrei fyrr í íslenskri stjórnmálasögu hafi öðrum eins aðferðum verið beitt.“ Þá eru tekin viðtöl við kunna álitsgjafa sem rifja upp sögur af „skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins“.

„Forseti þingsins, flokksbróðir flestra sem teknir voru upp, lýsir yfir miklum harmi vegna málsins, þ.e. að menn skuli leggjast svo lágt að hljóðrita með ólögmætum hætti samtöl þingmanna. Þingið þurfi að bregðast við til að „vernda rétt þeirra sem gefa sig að störfum í almannaþágu“ eins og hann orðar það.“

Engu að síður fá samtölin töluverða athygli og dreifingu á samfélagsmiðlum. Ríkisútvarpið grípur þá til þess ráðs að boða til „sérstakrar umræðu um þá hættu sem stafar af því að óprúttnir aðilar nýti sér nýjustu tækni til að brjóta grundvallar mannréttindi fólks. Sú þróun sé ógn við lýðræðið og um leið stjórnarskrárvarin réttindi almennings.“

Enginn skortur sé á sérfræðingum sem útskýri að fráleitt sé að draga of miklar ályktanir af samtölum sem tekin eru upp í heimildarleysi. Ýmsar ástæður geti fyrir því að menn tjái sig með þeim hætti sem þarna hafi verið gert og vel megi heyra að ekki hafi verið mikil alvara á bak við samræðurnar.

Bent er á að Kristín hafi ekki lagt mikið til málanna, né heldur notað dónaleg orð og þá sé skiljanlegt að þær Svanhvít og Bjarklind vilji, „í öruggu umhverfi, fá útrás vegna þeirra takmarkana sem samfélagið nú til dags setji á það með hvaða hætti konur megi tjá sig“.

Kvörnin er enn fremur fordæmd fyrir að gefa í skyn í fréttaflutningi sínum að Guðbjörn, sem alla tíð hefur unnið að umhverfis- og þróunarmálum, hafi verið að gera lítið úr málaflokkum  sem hann hafi helgað starfsævi sína.

Í Kastljósþætti sem formaður Miðflokksins, sem ræddur var í upptökunum, er boðaður í kemst hann lítið að fyrir spurningum sem snúast meðal annars um getgátur um það sem rætt var. Honum gengur illa að koma  talpunktunum sínum að á meðan talað er yfir hann en nær að skjóta því inn að hann telji sig hafa verið beittan ofbeldi. „Áður en setningin klárast er hann spurður hvort hann geti í alvöru haldið því fram að það sé ofbeldi að gagnrýna einhvern í einkasamtali.“ Í kjölfarið hafi Twitter logað yfir „að þetta forréttindafífl skuli leyfa sér að kalla umtal um sig í einkasamtali ofbeldi. „Hvernig heldur þessi maður, sem hefur örugglega aldrei upplifað neitt, að það sé fyrir fólk sem hefur sætt raunverulegu ofbeldi að heyra þetta?““

Beinar útsendingar séu þá frá Valhöll á hverju kvöldi eftir fréttaflutning af kynferðislega áreitni og þöggun í Sjálfstæðisflokknum og greint er frá því í hverjum fréttatímanum af öðrum að formaður flokksins neiti að svara fyrir málið. Kvörnin er þá fordæmd fyrir að hylma yfir málin þrátt  fyrir að hluti atburðanna hafi átt sér stað á skrifstofum fjölmiðilsins og vinstrimenn segja fjölmiðillinn hafa birt hatursáróður en þaggað önnur mál niður.

„Heimdellingurinn ungi er kjöldreginn í umræðum á netinu, grafist fyrir um fortíð hans og allt gert tortryggilegt. Rifjaðar eru upp greinar sem hann skrifaði um mikilvægi einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu og gagnrýni hans á velferðarkerfið. Hann er sagður óheiðarlegur en því miður aðeins birtingarmynd af sjúku ástandi í flokki sem svífst einskis í því að koma höggi á andstæðinga sína til að geta viðhaldið sérhagsmunagæslu sinni.“ Enginn sé öruggur í samfélaginu verði hann ekki sóttur til saka og sérfræðingar leiddir fram til að útskýra að atburðurinn kalli á aðgerðir svo það verði ekki reglan að mannréttindi fólks séu brotin með persónunjósnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætis sprettir í hvorri mynd um sig. Meira »

„Verður ekki gefinn mikill tími“

13:51 „Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Meira »

Innherjinn kveðst „japanskur í hugsun“

13:28 Nú hafa tveir sakborningar af þremur lokið við að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem fram fer aðalmeðferð í innherjasvikamáli, tengdum viðskiptum með afleiður, sem byggðust á hlutabréfaverði í Icelandair Group. Meira »

Telur tillögurnar vel unnar

13:27 Vel er tekið í tillögur átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum í fréttatilkynningu frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Tillögurnar, sem kynntar voru í gær, eru sagðar vel unnar og gott innlegg í umræðuna. Meira »

Meirihluti telur farsímanotkun hættulega

13:00 Meirihluti svarenda í viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs telur hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega. Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó hafa nú hrundið af stað átakinu Höldum fókus í fjórða sinn. Meira »

Þrír fundir í næstu viku

12:52 Boðað hefur verið til þriggja funda í næstu viku í kjaradeilu VR, Eflingar, Verðalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í morgun þar sem ákveðið var að taka frá þrjá daga í næstu viku. Meira »

Opið í Bláfjöllum í dag

12:22 Opið verður í Bláfjöllum kl. 14-21 í dag. Á svæðinu er fimm stiga frost og vindhraðinn á bilinu 2-3 metrar á sekúndu.   Meira »

676 milljónir króna í geymslu

11:17 Rúmlega 676 milljónir króna skal leggja inn á bankareikning og geyma þar uns skorið verður úr um það í dómsmálum hvort krafa Íslandsbanka til fjárins sé á rökum reist. Meira »

„Örugg eyðing gagna“ almennt orðasamband

11:08 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem bannaði Íslenska gámafélaginu að nota auðkennið „Örugg eyðing gagna“. Meira »

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

10:56 Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Meira »

Fá ekki að heyra skýrslur hinna

10:38 Aðalmeðferð hófst í dag í máli þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum sem varða viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group. Ákærðu fá ekki að heyra skýrslur annarra sakborninga, áður en þeir gefa sjálfir skýrslu. Meira »

Ný mathöll í lok febrúar

10:30 „Það er allt komið á fullt og þetta er farið að taka á sig fallega mynd,“ segir Steingerður Þorgilsdóttir, einn eigenda Mathallar Höfða sem opnuð verður í lok næsta mánaðar á Bíldshöfða 9. Meira »

Aðalmeðferð hefst í innherjasvikamáli

08:45 Aðalmeðferð hefst í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þriggja manna, sem ákærðir eru af héraðssóknara fyrir innherjasvik og hlutdeild í innherjasvikum, sem tengjast viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group hf. Meira »

Ljóskastarahús úr seinna stríðinu friðlýst

08:18 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsa ljóskastarahús við Urð á Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Á heimasíðu Minjastofnunar segir að mannvirkið sé einstakt á Íslandi og mikilvæg heimild um hernámstímann og umsvif breska setuliðsins hér á landi. Meira »

Hætta í VR og ganga í KVH

07:57 „Það er talsvert um fyrirspurnir. Margir hafa að undanförnu sótt um aðild að Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH),“ segir Birgir Guðjónsson, formaður félagsins. Margir nýir félagsmenn komi úr VR. Meira »

14% fækkun ávísana á fíkni- og ávanalyf

07:37 „Þessi niðurstaða sýnir að með því að ná utan um flókin verkefni og ýta aðgerðum í framkvæmd þá náum við árangri,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem í gær lagði fram á ríkisstjórnarfundi upplýsingar frá landlæknisembættinu um 14% samdrátt milli áranna 2017 og 2018 í ávísunum lækna á lyf sem leitt geta til ávana og fíknar. Meira »

Moldóva öruggt ríki

07:10 Útlendingastofnun hefur bætt Moldóvu á lista stofnunarinnar yfir örugg upprunaríki. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar og það ítrekað að það þýði hins vegar ekki að ef umsækjandi um alþjóðlega vernd kemur frá Moldóvíu sé máli hans vísað frá heldur sé það skoðað eins og mál fólks frá öðrum ríkjum. Meira »

Allt að 14 stiga frost

06:45 Hið fegursta vetrarveður á snævi þöktu landinu í dag en él á víð og dreif og frost að 14 stigum inn til landsins.   Meira »

Stúdentar styðja BHM

06:29 Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti. Meira »