Ákærðir fyrir 15 milljóna skattabrot

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo karlmenn fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 2015 og 2016 ekki staðið skil á staðgreiðslu einkahlutafélags sem þeir stýrðu, en heildarupphæðin nemur um 15,5 milljónum króna.

Annar maðurinn sem var skráður stjórnarmaður félagsins og með prókúru er ákærður fyrir að ekki hafi verið greidd staðgreiðsla að 5,2 milljóna launagreiðslum. Í tilviki hins mannsins, sem var framkvæmdastjóri og einnig með prókúru, er ákært fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu á 10,2 milljóna launagreiðslum.

Saksóknari fer fram á að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert