Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um milljónir

Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri.
Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lögmaður Rositu YuFan Zhang, eiganda Sjanghæ-veitingastaðanna, hefur sent Ríkisútvarpinu formlega kröfugerð, þar sem farið er fram á formlega afsökunarbeiðni og þrjár milljónir króna í miskabætur vegna umfjöllunar fréttastofu RÚV um veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri í fyrra.

Þetta staðfestir Sævar Þór Jónsson lögmaður Rositu í samtali við mbl.is. Hann segir að Rosita hafi nýlega leitað til sín til þess að reka málið áfram. Hann segir kröfugerðina eiga fullan rétt á sér og að RÚV hafi verið veittur frestur til loka vikunnar til þess að bregðast við.

„Þessu verður fylgt fast á eftir,“ segir Sævar Þór, en fyrr á þessu ári lýsti Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður því yfir fyrir hönd Rositu að hún hygðist höfða mál á hendur Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings af starfsmannamálum á veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri í lok ágúst í fyrra. Það fór hins vegar ekki lengra og nú er Rosita komin með annan lögmann, sem hefur sem áður segir sent formlega kröfugerð á RÚV.

Sjanghæ-málið vakti mikla athygli og var fyrirferðarmikið í fjölmiðlum landsins fyrstu dagana í september fyrir rösku ári.

Í fyrstu frétt RÚV af málinu 30. ágúst í fyrra sagði meðal annars að grunur léki á að starfsfólk veitingastaðarins fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borðaði matarafganga á staðnum.

Ábendingar um starfsaðstæður starfsmanna á veitingahúsinu höfðu borist til stéttarfélagsins Einingar-Iðju á Akureyri, sem fór í eftirlitsferð á veitingahúsið þann sama dag. Fulltrúi stéttarfélagsins ræddi svo við fréttamann RÚV í beinni útsendingu af vettvangi í kvöldfréttum.

Rosita YuFan Zhang krefur RÚV um formlega afsökunarbeiðni og þrjár ...
Rosita YuFan Zhang krefur RÚV um formlega afsökunarbeiðni og þrjár milljónir króna vegna umfjöllunar um veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri. mbl.is/RAX

Stéttarfélagið komst svo að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar um kjör starfsmanna sem fram kæmu í gögnum sem aflað var við vinnustaðaeftirlitið stæðust almenna kjarasamninga og launataxta sem giltu á veitingahúsum. Grunur um mansal reyndist því ekki á rökum reistum, samkvæmt athugun stéttarfélagsins.

Eining-Iðja sendi svo frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið, þar sem fram kom að fréttastofa RÚV þyrfti ein að axla ábyrgð á því að hafa birt mynd af veitingastaðnum áður en sannað hefði verið að brot hefðu átt sér stað.

„Það að fréttamaður Rík­is­út­varps­ins kaus að flytja frétt af meintu man­sali með því að birta mynd af veit­ingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yf­ir­manna hans og stofn­un­ar­inn­ar í heild sinni,“ sagði í yfirlýsingu stéttarfélagsins.

mbl.is

Innlent »

Fólk sér CE og heldur að allt sé í lagi

11:58 Sérfræðingur í öryggi barna segir tilefni til að vera „mjög á varðbergi“ gagnvart sumum öryggisbúnaði fyrir börn í sundlaugum. Álíka vesti og það sem sást í sláandi myndbandi frá Noregi eru til á Íslandi. Meira »

Nýjum smitum fari vonandi fækkandi

11:30 „Ég bind allavega enn vonir við að það hylli undir að þetta fari dvínandi,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, inntur um stöðu mála vegna e.coli-sýkingar sem greinst í nítján börnum hér á landi. Þá er uppi grunur um að bandarískt barn sé einnig smitað, en það var á sömu slóðum og þar sem nær öll börnin voru. Meira »

Leki í báti úti fyrir Hornströndum

11:08 Björgunarskip á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem var í vanda þremur sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátnum í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð í hann. Meira »

Kallaði fúkyrði að konunum þremur

10:55 Atvikið þar sem veist var að þremur múslimakonum í gærkvöldi átti sér stað fyrir utan Bónus-verslunina í Lóuhólum um kl. 18. Málið er rannsakað sem hatursglæpur í miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

10:20 Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

Á 139 km hraða á Sæbraut

10:20 Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg. Sá sem hraðast ók var myndaður á 139 kílómetra hraða. Meira »

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

10:15 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar. Meira »

Súkkulaðihrískökur innkallaðar

09:45 Heilsa ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Amisa Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes vegna ómerkts ofnæmis- eða óþolsvalds, en mjólk er í kökunum. Meira »

Helmingur ók of hratt á Seljabraut

09:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 35 ökumanna á Seljabraut í Reykjavík í gær, en þar var lögregla við hraðamælingar í eina klukkustund eftir hádegi. Meira »

Styrmir vilji fá sakfellingu niðurfellda

09:19 Lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar er ánægður með að MDE hafi komist að niðurstöðu um að málsmeðferð fyrir Hæstarétti hafi ekki verið réttlát. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið. Meira »

Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

08:45 Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi

08:33 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, eftir einróma niðurstöðu dómsins. Hann fær milljón krónur í málskostnað. Meira »

Ríkið braut á starfsmanni Húsasmiðjunnar

08:32 Íslenska ríkið braut á fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsamráði í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Þegar er erfitt að ferðast um

08:18 Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Ekki fengust nýrri tölur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kanna oflækningar á Íslandi

07:57 Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Meira »

Hafa tekið 82 viðtöl

07:37 82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Meira »

Áfram skýjað og rigning með köflum

06:40 Að mestu verður skýjað í dag og rigning eða súld með köflum og austan 8 til 13 m/s. Styttir upp um landið suðvestanvert með morgninum en talsverðar skúrir verða þar síðdegis, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...