Samstiga skyttur og hundelskar

Þegar fjórir stórir hundar búa á heimili, þarf heimilisfólkið að …
Þegar fjórir stórir hundar búa á heimili, þarf heimilisfólkið að vera einlægt hundaáhugafólk. Kjartan og Gréta með Fönn (hvít tík, enskur setter) en fyrir aftan eru Tíur, Siw og Níta, sem öll eru þýskir pointerar. mbl.is/​Hari

„Við Gréta kynntumst í gegnum hundana fyrir 14 árum á Akureyri þegar hún kom í heimsókn til mín með börnin sín til að skoða hvolpa hjá mér. Þá var ég með got undan þýskum pointer hundi sem hét Teitur, en við bróðir Grétu, Kjartan Guðbrandsson, fluttum hann saman inn frá Noregi, og fyrstu tíkinni minni sem hét Zelda og ræktun okkar hjóna er kennd við í dag. En við Kjartan höfðum þekkst lengi.“

Þetta segir Kjartan Antonsson um upphaf kynna sinna og eiginkonunnar, Grétu Guðbrandsdóttur, en á heimili þeirra hjóna búa fjórir hundar, þrír þýskir pointerar og einn enskur setter.

Gréta segist alltaf hafa elskað hunda. „Við erum bæði af öllu hjarta hundafólk, sem kemur sér vel því hundarnir eru stór hluti af okkar veruleika og snýst því okkar líf mikið um þá. Við og hundarnir erum fjölskylda og börnin saka okkur stundum um að við elskum hundana meira en þau,“ segir Gréta og hlær og bætir við að óneitanlega snúist heimilislíf þeirra Kjartans mikið um hundana, að þjálfa þá og hreyfa. Auk þess er skotveiði mikið áhugamál hjá þeim og fara þau saman á veiðar með hundana.

„Þetta eru okkar veiðihundar og þeir eru heldur betur mikil hjálp, geta fundið fyrir okkur rjúpur með þefskyninu einu á löngu færi. Þýsku hundarnir okkar eru miklir vatnahundar og í þeirra eðli er að sækja bráðina og skila í okkar hendur.“

Sjá viðtal við Kjartan og Grétu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »