Sjá Heklugos með lengri fyrirvara

Íslendingar eru fróðir um náttúruna, segir Kristín en Veðurstofu berast …
Íslendingar eru fróðir um náttúruna, segir Kristín en Veðurstofu berast oft ábendingar frá almenningi um breytingar í náttúrunni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjölgun nákvæmra mælitækja við Heklu á að gera jarðvísindamönnum kleift að sjá óróleika í eldstöðinni fyrir með lengri fyrirvara en áður hefur verið mögulegt.

Sett hafa verið upp alls um 30 tæki við fjallið sem eru þannig stillt að komi útslag eða einhver óróleiki fram sést það á skjám á Veðurstofunni aðeins fimm sekúndum síðar. Einnig fer viðvörunarkerfi í gang ef kemur útslag sem bendir til gosóróa.

Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands í Morgunblaðinu í dag. Í dag eru alls fimm eldstöðvar undir smásjá vísindamanna vegna goshættu; Hekla, Katla, Grímsvötn, Bárðarbunga og Öræfajökull. Fyrir nokkrum dögum æfðu vísindamenn, Almannavarnir og flugumferðarstjórar viðbrögð við gosi í Öræfajökli eftir þeirri sviðsmynd að aska hefði dreifst bæði til Kanada og Evrópu – með tilheyrandi áhrifum til dæmis á allar flugsamgöngur yfir Atlantshafið.

„Öræfajökull er í gjörgæslu,“ segir Kristín í samtalinu í Morgunblaðið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert