„Vandræðalegt en yndislegt“

„Þetta er hálfvandræðalegt, en yndislegt,“ sagði Bára Halldórsdóttir, sem mætti í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna vegna mögulegs máls sem verður höfðað á hendur henni fyrir upptökurnar á Klaustri. Mikill fjöldi fólks mætti til að sýna henni samstöðu.

Í myndskeiðinu er rætt við Báru og Ragnar Aðalsteinsson, lögmann hennar, um málið en framhaldið þar skýrist í lok vikunnar um hvort henni verði stefnt fyrir upptökurnar. Auk þess er rætt við tvo stuðningsmenn Báru sem mættu til að sýna henni samstöðu og þakka henni fyrir. 

mbl.is