Ánægja meðal verslunarfólks

„Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. 

Í myndskeiðinu er rætt við sjálfstæða verslunareigendur sem hafa verið lengi í viðskiptum. Þeir Andrés Helgason, eigandi Tónastöðvarinnar, og Gísli Einarsson, eigandi Nexus, taka undir orð Ásu og segja stefna í mjög góða jólaverslun þó eitthvað hik hafi orðið á henni um mánaðarmótin síðustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert