Borgin setur upp vatnspósta á fjölförnum stöðum

Borgarstjóri tók þessa mynd af fyrsta vatnspóstinum sem er að …
Borgarstjóri tók þessa mynd af fyrsta vatnspóstinum sem er að finna á hinu nýja Bæjartorgi í miðborginni. Ljósmynd/Dagur B. Eggertsson

Reykjavíkurborg er að byrja að setja upp vatnspósta á torgum, útivistasvæðum og fjölförnum stöðum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Gott aðgengi að ókeypis hreinu vatni er lýðheilsumál sem dregur einnig úr sykurneyslu og plastnotkun - ef við lærum að nýta okkur þetta og tileinka,“ skrifar Dagur.

mbl.is