Einn merkasti minjastaður Íslands

Víkurgarður er á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis.
Víkurgarður er á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Minjastofnun kveður fast að orði um gildi Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðbænum, í tillögu sinni sem fram kemur í bréfi til mennta- og menningarmálaráðherra um sérstaka friðlýsingu garðsins.

Er hann sagður einn merkasti minjastaður Reykjavíkur og Íslands alls. Morgunblaðið fékk bréfið og önnur gögn málsins afhent í gær á grundvelli upplýsingalaga. Erindið er nú til vinnslu í ráðuneytinu.

Fram kemur í bréfi Minjastofnunar að þótt fátt minni á kirkjugarðinn í dag séu þar enn grafir þúsunda Reykvíkinga. Grafreiturinn hafi verið í notkun um 600 ára skeið. Í kirkjuskrám Dómkirkjunnar á tímabilinu 1760 til 1838 séu skráð nöfn um 1.700 einstaklinga. Staðurinn hafi margþætt minjagildi; menningarsögulegt, andlegt og trúarlegt.

Minjastofnun segir að lengi vel hafi garðinum verið vel við haldið sem kirkjugarði og skrúðgarði, en upp úr 1970, þegar borgaryfirvöld tóku við umsjón hans, hafi hann smám saman verið rúinn flestu sem tengdi hann við upprunalegt hlutverk sitt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Með friðlýsingunni kveðst Minjastofnun vilja staðfesta gildi staðarins sem þjóðminja, vernda og afstýra frekari spjöllum á merkum menningarminjum og legstöðum innan garðsins og tryggja að framtíðarnýting hans og yfirbragð endur spegli helgi staðarins og gildi hans fyrir sögu Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert