Framkvæmdir við varnarvirki í útboð

Áfram verður unnið við varnarvirki í Neskaupstað. Garður og keilur …
Áfram verður unnið við varnarvirki í Neskaupstað. Garður og keilur neðan Urðarbotns og Sniðgils verða boðin út í ársbyrjun. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Fyrirhugað er að bjóða út verkframkvæmd við varnarvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils í Norðfirði um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári.

Um mikla framkvæmd er að ræða, en reiknað er með að vinna geti hafist á vormánuðum og verði verkið unnið á þremur árum, 2019-2021. Áður hafa snjóflóðamannvirki verið reist undir Drangagili og Tröllagili í Neskaupstað.

Á heimasíðu sinni kynnir Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjarðabyggðar, fyrirhugað útboð. Um er að ræða varnargarð og 16 varnarkeilur. Sú hlið garðsins og keilanna sem snýr móti fjalli verður byggð upp með netgrindum og styrktum jarðvegi. Heildarrúmmál þvergarðsins er áætlað um 135 þúsund rúmmetrar og verður garðurinn um það bil 380 metra langur. Um 200 metrar af honum verða 17 metrar á hæð.

Keilurnar 16 eiga að standa í tveimur röðum og verða átta metra háar, 10-15 metra langar og þriggja metra breiðar í toppinn. Heildarrúmmál keilanna er áætlað rúmlega 15 þúsund rúmmetrar. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert