Fylgdarakstur í göngunum vegna þrifa

Hvalfjörðargöngin verða hreinsuð í nótt. Myndin er úr safni.
Hvalfjörðargöngin verða hreinsuð í nótt. Myndin er úr safni.

Frá klukkan 22 í kvöld og til 7 í fyrramálið verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður umferð stöðvuð við gangamunna uns fylgdarbíll kemur.

Áætlað er að brottför frá hvorum enda sé á u.þ.b. 20 mínútna fresti.

Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.

mbl.is