Hámarksgreiðslur hækka í 600.000

Há­mark greiðslna úr Fæðing­ar­or­lofs­sjóði til for­eldra í fæðing­ar­or­lofi hækkar um …
Há­mark greiðslna úr Fæðing­ar­or­lofs­sjóði til for­eldra í fæðing­ar­or­lofi hækkar um 80.000 krónur á mánuði um áramótin, eða úr 520.000 kr. í 600.000 kr.

Óskertar greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi hækka úr 520.000 kr. í 600.000 kr. á mánuði frá 1. janúar 2019. Ásmundur Einar Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis.

Haft er eftir Ásmundi Einari í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að hækkunin sé mikilvæg og sýni í verki áherslur stjórnvalda á að efla stuðning við börn og barnafjölskyldur. „Við hækkuðum hámarksgreiðslurnar um 20.000 í byrjun þessa árs. Nú stígum við stærra skref með umtalsverðri hækkun sem er til þess fallin að koma tekjulágum foreldrum til góða.“

Ráðherra segir að áfram verði unnið að því að styðja betur við foreldra í fæðingarorlofi og þar sé meðal annars horft til þess að lengja fæðingarorlofið. „Þetta er mikilvægt velferðarmál og eins vil ég nefna sérstaklega að þetta er tvímælalaust lóð á vogarskálar aukins kynjajafnréttis.“

Aukin framlög ríkisins vegna hækkunar hámarksgreiðslna fæðingarorlofs 1. janúar næstkomandi eru áætluð um 1,8 milljarður króna á ársgrundvelli.

mbl.is