Háskólinn fær Setberg

Háskóli Íslands fær Setberg.
Háskóli Íslands fær Setberg. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fulltrúar Þjóðminjasafns Íslands munu næstkomandi fimmtudag afhenda Háskóla Íslands húsið Setberg, sem stendur skammt norðan við aðalbyggingu HÍ, aftur til afnota, en þar hafa aðalskrifstofur safnsins verið undanfarin ár. Á vegum HÍ verður húsið nýtt fyrir margvíslegt þróunarstarf í kennsluháttum.

Byggingin sem um ræðir hýsti upphaflega svonefnt atvinnudeildarhús HÍ. Það var reist 1937 og var vettvangur rannsókna tengdra landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði svo og efnafræðináms læknanema. Um 1970 var starfsemi jarðfræðideildar háskólans flutt í húsið og var hún þar fram yfir aldamót en fór þá í Öskju, hús náttúruvísindasviðs í Vatnsmýrinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Árið 2007 fékk Þjóðminjasafn Íslands húsið, sem er um 1.100 fermetrar að flatarmáli, til afnota og þar hafa verið skrifstofur yfirstjórnar þess og ýmis rannsóknaraðstaða. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar hefur margt breyst í starfseminni á þeim rúma áratug sem síðan er liðinn. Þar ber hæst að árið 2016 var tekið í notkun hús sem safnið hefur og er við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Þar er aðstaða til varðveislu og forvörslu minja og gripa, rannsóknastofur, kennslustofur og aðstaða fyrir fræðimenn og fleira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert