Hátt í hundrað skjálftar við Herðubreið

Hátt í hundrað smáskjálftar hafa mælst í grennd við fjallið …
Hátt í hundrað smáskjálftar hafa mælst í grennd við fjallið Herðubreið í dag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Alls eru þeir orðnir tæplega 100 talsins, frá því að hrinan hófst fyrir hádegi.

Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftahrinuna við Herðubreið vera með hefðbundnu sniði. Hrinur sem þessar koma alltaf annað slagið og þetta er ekki neitt sem sérfræðingar hafi áhyggjur af, að svo stöddu.

Annar skjálfti, 3,6 að stærð, reið yfir í Bárðarbungu í gær. Enginn frekari órói fylgir þó þessum skjálftum í Bárðarbungu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Mikill fjöldi smáskjálfta hefur mælst í grennd við Herðubreið í …
Mikill fjöldi smáskjálfta hefur mælst í grennd við Herðubreið í dag. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert