Losaði sig við fíkniefni við vopnaleit

Lögregla hafði uppi á viðkomandi í fríhöfn flugstöðvarinnar.
Lögregla hafði uppi á viðkomandi í fríhöfn flugstöðvarinnar. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ferðalangur á leið í flug til Alicante sást losa sig við poka með hvítu dufti í vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Lögreglu var tilkynnt um málið og á myndbandi úr upptökuvél í vopnaleitinni sást viðkomandi taka pokann úr bakpoka sínum og henda undir vopnaleitarborðið.

Lögregla hafði uppi á viðkomandi í fríhöfn flugstöðvarinnar og tók af honum vettvangsskýrslu áður en hann fékk að halda för sinni áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá þurfti lögreglan að handtaka karlmann, sem ásamt þremur öðrum hafði verið ölvaður og með ólæti í flugstöðinni. Þeim hafði verið meinað að fara í flug sitt vegna ástands og vildu ekki við það una. Sá sem handtekinn var lét illa og sýndi af sér ógnandi hegðun. Hann var vistaður á lögreglustöð á meðan rann af honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert