Ný samgöngumiðstöð á BSÍ-reit færist nær

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ræðustól á borgarstjórnarfundi. Mynd úr ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ræðustól á borgarstjórnarfundi. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð fyrir Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt, sem þyrfti samkvæmt þarfagreiningu að vera á bilinu 5.000-6.500 fermetrar að stærð.

Borgarfulltrúar minnihlutans sem ljáðu sér máls í umæðum um málið voru nokkuð jákvæð í garð tillögunnar, en Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokki Íslands setti þó spurningamerki við það að einkafyrirtæki verði falinn rekstur húsnæðisins, eins og frumáætlanir gera ráð fyrir. Hún sagði nauðsynlegt að ný samgöngumiðstöð yrði örugglega fyrir allan almenning.

Baldur Borgþórsson sagði í bókun sinni fyrir hönd Miðflokksins að hann fagnaði uppbyggingunni, þar sem með henni væri innanlandsflugi í Vatnsmýri veittur veglegur sess, en gert er ráð fyrir því að ný samgöngumiðstöð geti einnig þjónað hlutverki flugstöðvar fyrir Reykjavíkurflugvöll, á meðan hann er í Vatnsmýri.

Slíkt fyrirkomulag var sagður áhugaverðasti kosturinn fyrir nýja flugstöð við Reykjavíkurflugvöll í skýrslu verkefnishóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá því í maí.

Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja íbúðir á reitnum

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu sig ósammála þessum fyrirætlunum, en þau hafa talað fyrir því að samgöngumiðstöð rísi austar í borginni og að byggðar verði íbúðir á BSÍ-reitnum í stað samgöngumiðstöðvar.

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins lét færa þessa sýn borgarstjórnarflokksins til bókar. Í bókuninni segir meðal annars að íbúakannanir hafi sýnt að færri geti búið vestarlega í borginni en vilji, húsnæðisverð í borgarhlutanum sé hátt og framboð eigna lítið.

„Sjálfstæðisflokkurinn vill mæta þessari eftirspurn og telur íbúabyggð á BSÍ-reitnum kjörið tækifæri,“ sagði Eyþór og bætti við að með því að fjölga íbúðum vestarlega og vinnustöðum austarlega mætti ná betra jafnvægi í samgöngum og borgarskipulagi.

Samgöngumiðstöð austar fjölgi skiptingum

Í bókun meirihluta borgarstjórnar, sem Dagur B. Eggertsson bar fram, segir að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvar sé framúrskarandi og feli í sér mikil tækifæri til þess að efla almenningssamgöngur og auka aðgengi að ólíkum ferðamátum fyrir íbúa og ferðamenn. Þá sé umferðarmiðstöðvarreiturinn miðsvæðis og liggi vel til að þjóna mögum stærstu vinnustöðum höfuðborgarsvæðisins.

Meirihlutinn segir jafnframt að ókostur þess að hafa samgöngumiðstöð austar í borginni sé sá að þá myndi skiptingum í strætókerfinu fjölga, þ.e. að strætófarþegar þyrftu í auknum mæli að skipta um vagna til þess að komast á endanlegan áfangastað. 

Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins ...
Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins undir nýja samgöngumistöð, sem jafnframt er gert ráð fyrir að geti þjónað sem flugstöð fyrir Reykjavíkurflugvöll á meðan hann er í Vatnsmýri. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

„Áfram verða mikilvægar skiptistöðvar í Mjódd og annars staðar en ný samgöngumiðstöð er bæði aðkallandi og brýnt verkefni sem getur skilað miklu fyrir borgarþróun og samgöngukerfið,“ segir í bókun meirihlutans.

Næstu skref eru þau, samkvæmt tillögunni, að vísa málinu til skipulags- og samgönguráðs og stjórnar Strætó til umsagnar. Þá verður gerð hermun á umferðarflæði á annatíma til að greina flöskuhálsa, meðal annars á Landspítalasvæðinu, þar sem gert er ráð fyrir að 34-52 strætisvagnar aki um á hverri klukkustund á háannatíma og í kjölfarið verði hugmyndasamkeppni sett af stað, þar sem áform um nýja samgöngumiðstöð eru undir.

mbl.is

Innlent »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hafa áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

Í gær, 21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau er víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

Í gær, 21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

Í gær, 20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

Í gær, 20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

Í gær, 19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Í gær, 19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

Í gær, 19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

Í gær, 18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

Í gær, 18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

Í gær, 18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

Í gær, 18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

Í gær, 17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

Í gær, 17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

Í gær, 16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...