Ný samgöngumiðstöð á BSÍ-reit færist nær

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ræðustól á borgarstjórnarfundi. Mynd úr ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ræðustól á borgarstjórnarfundi. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð fyrir Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt, sem þyrfti samkvæmt þarfagreiningu að vera á bilinu 5.000-6.500 fermetrar að stærð.

Borgarfulltrúar minnihlutans sem ljáðu sér máls í umæðum um málið voru nokkuð jákvæð í garð tillögunnar, en Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokki Íslands setti þó spurningamerki við það að einkafyrirtæki verði falinn rekstur húsnæðisins, eins og frumáætlanir gera ráð fyrir. Hún sagði nauðsynlegt að ný samgöngumiðstöð yrði örugglega fyrir allan almenning.

Baldur Borgþórsson sagði í bókun sinni fyrir hönd Miðflokksins að hann fagnaði uppbyggingunni, þar sem með henni væri innanlandsflugi í Vatnsmýri veittur veglegur sess, en gert er ráð fyrir því að ný samgöngumiðstöð geti einnig þjónað hlutverki flugstöðvar fyrir Reykjavíkurflugvöll, á meðan hann er í Vatnsmýri.

Slíkt fyrirkomulag var sagður áhugaverðasti kosturinn fyrir nýja flugstöð við Reykjavíkurflugvöll í skýrslu verkefnishóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá því í maí.

Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja íbúðir á reitnum

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu sig ósammála þessum fyrirætlunum, en þau hafa talað fyrir því að samgöngumiðstöð rísi austar í borginni og að byggðar verði íbúðir á BSÍ-reitnum í stað samgöngumiðstöðvar.

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins lét færa þessa sýn borgarstjórnarflokksins til bókar. Í bókuninni segir meðal annars að íbúakannanir hafi sýnt að færri geti búið vestarlega í borginni en vilji, húsnæðisverð í borgarhlutanum sé hátt og framboð eigna lítið.

„Sjálfstæðisflokkurinn vill mæta þessari eftirspurn og telur íbúabyggð á BSÍ-reitnum kjörið tækifæri,“ sagði Eyþór og bætti við að með því að fjölga íbúðum vestarlega og vinnustöðum austarlega mætti ná betra jafnvægi í samgöngum og borgarskipulagi.

Samgöngumiðstöð austar fjölgi skiptingum

Í bókun meirihluta borgarstjórnar, sem Dagur B. Eggertsson bar fram, segir að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvar sé framúrskarandi og feli í sér mikil tækifæri til þess að efla almenningssamgöngur og auka aðgengi að ólíkum ferðamátum fyrir íbúa og ferðamenn. Þá sé umferðarmiðstöðvarreiturinn miðsvæðis og liggi vel til að þjóna mögum stærstu vinnustöðum höfuðborgarsvæðisins.

Meirihlutinn segir jafnframt að ókostur þess að hafa samgöngumiðstöð austar í borginni sé sá að þá myndi skiptingum í strætókerfinu fjölga, þ.e. að strætófarþegar þyrftu í auknum mæli að skipta um vagna til þess að komast á endanlegan áfangastað. 

Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins ...
Borgarstjórn hefur samþykkt að efna til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins undir nýja samgöngumistöð, sem jafnframt er gert ráð fyrir að geti þjónað sem flugstöð fyrir Reykjavíkurflugvöll á meðan hann er í Vatnsmýri. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

„Áfram verða mikilvægar skiptistöðvar í Mjódd og annars staðar en ný samgöngumiðstöð er bæði aðkallandi og brýnt verkefni sem getur skilað miklu fyrir borgarþróun og samgöngukerfið,“ segir í bókun meirihlutans.

Næstu skref eru þau, samkvæmt tillögunni, að vísa málinu til skipulags- og samgönguráðs og stjórnar Strætó til umsagnar. Þá verður gerð hermun á umferðarflæði á annatíma til að greina flöskuhálsa, meðal annars á Landspítalasvæðinu, þar sem gert er ráð fyrir að 34-52 strætisvagnar aki um á hverri klukkustund á háannatíma og í kjölfarið verði hugmyndasamkeppni sett af stað, þar sem áform um nýja samgöngumiðstöð eru undir.

mbl.is

Innlent »

Fólk sér CE og heldur að allt sé í lagi

11:58 Sérfræðingur í öryggi barna segir tilefni til að vera „mjög á varðbergi“ gagnvart sumum öryggisbúnaði fyrir börn í sundlaugum. Álíka vesti og það sem sást í sláandi myndbandi frá Noregi eru til á Íslandi. Meira »

Nýjum smitum fari vonandi fækkandi

11:30 „Ég bind allavega enn vonir við að það hylli undir að þetta fari dvínandi,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, inntur um stöðu mála vegna e.coli-sýkingar sem greinst í nítján börnum hér á landi. Þá er uppi grunur um að bandarískt barn sé einnig smitað, en það var á sömu slóðum og þar sem nær öll börnin voru. Meira »

Leki í báti úti fyrir Hornströndum

11:08 Björgunarskip á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem var í vanda þremur sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátnum í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð í hann. Meira »

Kallaði fúkyrði að konunum þremur

10:55 Atvikið þar sem veist var að þremur múslimakonum í gærkvöldi átti sér stað fyrir utan Bónus-verslunina í Lóuhólum um kl. 18. Málið er rannsakað sem hatursglæpur í miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

10:20 Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

Á 139 km hraða á Sæbraut

10:20 Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg. Sá sem hraðast ók var myndaður á 139 kílómetra hraða. Meira »

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

10:15 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar. Meira »

Súkkulaðihrískökur innkallaðar

09:45 Heilsa ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Amisa Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes vegna ómerkts ofnæmis- eða óþolsvalds, en mjólk er í kökunum. Meira »

Helmingur ók of hratt á Seljabraut

09:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 35 ökumanna á Seljabraut í Reykjavík í gær, en þar var lögregla við hraðamælingar í eina klukkustund eftir hádegi. Meira »

Styrmir vilji fá sakfellingu niðurfellda

09:19 Lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar er ánægður með að MDE hafi komist að niðurstöðu um að málsmeðferð fyrir Hæstarétti hafi ekki verið réttlát. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið. Meira »

Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

08:45 Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi

08:33 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, eftir einróma niðurstöðu dómsins. Hann fær milljón krónur í málskostnað. Meira »

Ríkið braut á starfsmanni Húsasmiðjunnar

08:32 Íslenska ríkið braut á fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsamráði í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Þegar er erfitt að ferðast um

08:18 Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Ekki fengust nýrri tölur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kanna oflækningar á Íslandi

07:57 Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Meira »

Hafa tekið 82 viðtöl

07:37 82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Meira »

Áfram skýjað og rigning með köflum

06:40 Að mestu verður skýjað í dag og rigning eða súld með köflum og austan 8 til 13 m/s. Styttir upp um landið suðvestanvert með morgninum en talsverðar skúrir verða þar síðdegis, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...