Póstberi leggur fram kæru eftir hundsbit

Morgunblaðið/Ernir

Póstberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þegar hann var við störf sín. Tveir hundar voru lausir við hús þar sem póstberinn var að bera út og stökk annar þeirra á hann og beit hann í magann.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum fékk maðurinn sár eftir bitið og fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja hefur verið gert viðvart um málið.

mbl.is