Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

Rannsókn málsins er enn á frumstigi.
Rannsókn málsins er enn á frumstigi. mbl.is/Eggert

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag.

Þetta segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Upptökur úr myndavélum verslunarinnar þykja ekki góðar og því gæti reynst erfitt að bera kennsl á ræningjann. Ef það tekst ekki er næsta skref að skoða hvort myndefni úr myndavélum á svæðinu í kring.

Lögregla hefur engar aðrar vísbendingar eða leiðir til að komast að því hver ræninginn er á þessari stundu. Ekki hefur fengið staðfest hvort að hann lögregla telji hann vera íslenskan eða erlendan en heimildir mbl.is herma að hann hafi sagt eitthvað við afgreiðslumann verslunarinnar á erlendu tungumáli.

Afgreiðslumaðurinn sem meiddist er slegið var til hans við ránið er ekki alvarlega slasaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert